Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. október 2019 13:26 Elva Hrönn Hjartardóttir er meðal þeirra ungmenna sem sækja Norðurlandaráðsþing sem hefst í dag. mynd/aðsend Fulltrúar ungu kynslóðarinnar taka þátt í Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag auk þeirra 87 þingmanna sem þingið sitja. Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. Elva Hrönn Hjartardóttir er fráfarandi stjórnarkona í framkvæmdastjórn Ungmennaráðs Norðurlandaráðs. Hún situr jafnframt í stjórn Vinstri grænna og er fráfarandi formaður ungra sósíalista á Norðurlöndum. „Loftslagsmálin og umhverfismálin það eru svona helstu málefnin eins og gefur að skilja og við erum svona nokkurn veginn sammála um þau mál þvert á flokka og hreyfingar,“ segir Elva. „Svo eru önnur málefni sem að við erum ekki eins sammála um í ungliðahreyfingunni, bara eins og í Norðurlandaráði kannski sjálfu. Ber þar kannski að nefna aðild að NATO og kjarnorku og annað sem að við sammælumst ekki alveg um.“Sjá einnig: Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á NorðurlandaráðsþingiUngmennaráðið hélt sitt eigið þing síðustu helgi þar sem fjöldi ályktana var samþykktur en þær verða svo bornar fyrir nefndir Norðurlandaráðs á komandi starfsári. „Við viljum að Norðurlöndin verði leiðandi þegar kemur að því að takast á við loftslagsvanda og þennan vanda sem við stöndum frami fyrir þar sem við erum að missa líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir Elva.Norðurlandaráðsþing stendur þessa dagana yfir í Stokkhólmi í Svíþjóð.norden.org/Magnus Fröderberg„Við þurfum að taka miklu meiri og afgerandi skref í átt að markmiðum til þess að koma í veg fyrir einhverja svaka krísu og neyðarástand hérna í loftslagsmálum.“Sjónarmið unga fólksins stundum sett til hliðar Þá hafa ungliðahreyfingarnar jafnframt tekist á um ályktanir tengdum hatursorðræðu að sögn Elvu. „Það var tillaga sem kom upp frá hægriflokkum hér í Skandinavíu og vildu fá meira frelsi til að tala og við náttúrlega bara hinir flokkarnir á vinstri vængnum töluðum algjörlega gegn því. Svo eru hérna ályktanir um stafræn skilríki þvert á Norðurlöndin, sameiginlegar samgöngur þvert á Norðurlöndin og ýmislegt annað sem kemur ungu fólki til góða og bara öllum,“ Á morgun mun fráfarandi forseti framkvæmdastjórnar Ungmennaráðsins vera meðal þeirra ungmenna sem fundar með forsætisráðherra Íslands og annarra Norðurlanda á morgun. Elva kveðst eiga von á því að loftslags- og umhverfismál verði fyrirferðarmikil á þeim fundi. „Við erum ótrúlega heppin að hafa hana Gretu Thunberg í fararbroddi fylkingar um loftslagsmálin og ég held að það sem að hún er búin að gera núna undanfarið ár sé núna svolítið okkar gluggi. Það er kominn gluggi þarna til þess að við getum haft hátt og á okkur sé hlustað,“ segir Elva. „Við notum hvert tækifæri til þess að tala um unga fólkið og hér er mikið talað um unga fólkið. En það er ekki alltaf sem að aðgerðir fylgja orðum og við erum stundum höfð til hliðar þótt að það sé talað um mikilvægi ungs fólks en við erum að gera okkar allra besta,“ segir Elva. Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Fulltrúar ungu kynslóðarinnar taka þátt í Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag auk þeirra 87 þingmanna sem þingið sitja. Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. Elva Hrönn Hjartardóttir er fráfarandi stjórnarkona í framkvæmdastjórn Ungmennaráðs Norðurlandaráðs. Hún situr jafnframt í stjórn Vinstri grænna og er fráfarandi formaður ungra sósíalista á Norðurlöndum. „Loftslagsmálin og umhverfismálin það eru svona helstu málefnin eins og gefur að skilja og við erum svona nokkurn veginn sammála um þau mál þvert á flokka og hreyfingar,“ segir Elva. „Svo eru önnur málefni sem að við erum ekki eins sammála um í ungliðahreyfingunni, bara eins og í Norðurlandaráði kannski sjálfu. Ber þar kannski að nefna aðild að NATO og kjarnorku og annað sem að við sammælumst ekki alveg um.“Sjá einnig: Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á NorðurlandaráðsþingiUngmennaráðið hélt sitt eigið þing síðustu helgi þar sem fjöldi ályktana var samþykktur en þær verða svo bornar fyrir nefndir Norðurlandaráðs á komandi starfsári. „Við viljum að Norðurlöndin verði leiðandi þegar kemur að því að takast á við loftslagsvanda og þennan vanda sem við stöndum frami fyrir þar sem við erum að missa líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir Elva.Norðurlandaráðsþing stendur þessa dagana yfir í Stokkhólmi í Svíþjóð.norden.org/Magnus Fröderberg„Við þurfum að taka miklu meiri og afgerandi skref í átt að markmiðum til þess að koma í veg fyrir einhverja svaka krísu og neyðarástand hérna í loftslagsmálum.“Sjónarmið unga fólksins stundum sett til hliðar Þá hafa ungliðahreyfingarnar jafnframt tekist á um ályktanir tengdum hatursorðræðu að sögn Elvu. „Það var tillaga sem kom upp frá hægriflokkum hér í Skandinavíu og vildu fá meira frelsi til að tala og við náttúrlega bara hinir flokkarnir á vinstri vængnum töluðum algjörlega gegn því. Svo eru hérna ályktanir um stafræn skilríki þvert á Norðurlöndin, sameiginlegar samgöngur þvert á Norðurlöndin og ýmislegt annað sem kemur ungu fólki til góða og bara öllum,“ Á morgun mun fráfarandi forseti framkvæmdastjórnar Ungmennaráðsins vera meðal þeirra ungmenna sem fundar með forsætisráðherra Íslands og annarra Norðurlanda á morgun. Elva kveðst eiga von á því að loftslags- og umhverfismál verði fyrirferðarmikil á þeim fundi. „Við erum ótrúlega heppin að hafa hana Gretu Thunberg í fararbroddi fylkingar um loftslagsmálin og ég held að það sem að hún er búin að gera núna undanfarið ár sé núna svolítið okkar gluggi. Það er kominn gluggi þarna til þess að við getum haft hátt og á okkur sé hlustað,“ segir Elva. „Við notum hvert tækifæri til þess að tala um unga fólkið og hér er mikið talað um unga fólkið. En það er ekki alltaf sem að aðgerðir fylgja orðum og við erum stundum höfð til hliðar þótt að það sé talað um mikilvægi ungs fólks en við erum að gera okkar allra besta,“ segir Elva.
Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira