Tugmilljóna styrkir Kiwanis til geðverndar Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 10. október 2019 07:45 Barna- og unglingageðdeild hlaut 10 milljónir í styrk frá Kiwanis. Mynd/Hákon ágústsson Kiwanishreyfingin gaf á dögunum 20 milljónir til styrktar geðheilbrigðismálum. BUGL hlaut 10 milljóna króna styrk og Píeta samtökin einnig. Verkefnið er kallað K-dagurinn og fer fram sem sala á K-lyklinum um land allt. „Þetta verkefni er unnið í sjálfboðaliðavinnu eins og allt annað starf Kiwanis,“ segir Gylfi Ingvarsson, formaður K-dagsnefndar Kiwanis. „Við erum ekki með neina launaða sölumenn þannig að allt söfnunarfé fer til styrktar verkefninu,“ bætir hann við. „Við höfum gert þetta fimmtán sinnum á síðastliðnum 45 árum og uppreiknað eru þetta trúlega um eða yfir 300 milljónir sem við höfum safnað,“ segir Gylfi. Kiwanishreyfingin hefur í gegnum tíðina veitt styrki til ýmissa málefna sem öll tengjast geðvernd á einhvern hátt. Í ár hlutu Barna- og unglingageðdeild og Píeta samtökin hvort um sig 10 milljóna króna styrk frá Kiwanis. Styrkurinn er ágóði af sölu K-lykilsins sem seldur er á þriggja ára fresti. „Við völdum þessi tvö málefni núna og við gerðum það líka árið 2016,“ segir Gylfi. „BUGL hefur langoftast fengið styrk frá okkur en markmið Kiwanishreyfingarinnar er „Hjálpum börnum heimsins“ og þar passar BUGL vel inn,“ segir Gylfi. „Árið 2016 vorum við svo að kynna okkur starfsemi í kringum geðræn vandamál og funduðum með Píeta samtökunum sem voru þá rétt að byrja hér á landi. Þegar þau kynntu fyrir okkur starfsemi sína fannst okkur hún bæði mikilvæg og áhugaverð,“ segir hann. „Við ákváðum að styrkja Píeta þrátt fyrir að samtökin væru ný af nálinni og það gæti verið áskorun. Þau sögðu okkur svo síðar að styrkurinn frá okkur hefði verið hvatning og viðurkenning til þess að halda áfram,“ segir Gylfi. „Þau voru svo ánægð að þau spurðu hvort þau mættu knúsa okkur, það voru viðbrögðin, alveg frábært,“ bætir hann við glaður í bragði. Gylfi segir allar líkur á því að farið verði aftur í verkefnið að þremur árum liðnum og vonast hann til þess að enn sem áður verði safnað til styrktar geðvernd á Íslandi. „Landsmenn hafa tekið mjög vel í verkefnið og það er ekkert mál að selja lykilinn. Það er frábært að geta styrkt samtök í geðvernd hér á landi og svo hefur þetta bæði ýtt undir opnari umræðu um geðheilbrigðismál og hvatt fleiri fyrirtæki og félagasamtök til þess að styrkja málaflokkinn,“ segir Gylfi og bætir við að Kiwanishreyfingin þakki landsmönnum stuðninginn. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Kiwanishreyfingin gaf á dögunum 20 milljónir til styrktar geðheilbrigðismálum. BUGL hlaut 10 milljóna króna styrk og Píeta samtökin einnig. Verkefnið er kallað K-dagurinn og fer fram sem sala á K-lyklinum um land allt. „Þetta verkefni er unnið í sjálfboðaliðavinnu eins og allt annað starf Kiwanis,“ segir Gylfi Ingvarsson, formaður K-dagsnefndar Kiwanis. „Við erum ekki með neina launaða sölumenn þannig að allt söfnunarfé fer til styrktar verkefninu,“ bætir hann við. „Við höfum gert þetta fimmtán sinnum á síðastliðnum 45 árum og uppreiknað eru þetta trúlega um eða yfir 300 milljónir sem við höfum safnað,“ segir Gylfi. Kiwanishreyfingin hefur í gegnum tíðina veitt styrki til ýmissa málefna sem öll tengjast geðvernd á einhvern hátt. Í ár hlutu Barna- og unglingageðdeild og Píeta samtökin hvort um sig 10 milljóna króna styrk frá Kiwanis. Styrkurinn er ágóði af sölu K-lykilsins sem seldur er á þriggja ára fresti. „Við völdum þessi tvö málefni núna og við gerðum það líka árið 2016,“ segir Gylfi. „BUGL hefur langoftast fengið styrk frá okkur en markmið Kiwanishreyfingarinnar er „Hjálpum börnum heimsins“ og þar passar BUGL vel inn,“ segir Gylfi. „Árið 2016 vorum við svo að kynna okkur starfsemi í kringum geðræn vandamál og funduðum með Píeta samtökunum sem voru þá rétt að byrja hér á landi. Þegar þau kynntu fyrir okkur starfsemi sína fannst okkur hún bæði mikilvæg og áhugaverð,“ segir hann. „Við ákváðum að styrkja Píeta þrátt fyrir að samtökin væru ný af nálinni og það gæti verið áskorun. Þau sögðu okkur svo síðar að styrkurinn frá okkur hefði verið hvatning og viðurkenning til þess að halda áfram,“ segir Gylfi. „Þau voru svo ánægð að þau spurðu hvort þau mættu knúsa okkur, það voru viðbrögðin, alveg frábært,“ bætir hann við glaður í bragði. Gylfi segir allar líkur á því að farið verði aftur í verkefnið að þremur árum liðnum og vonast hann til þess að enn sem áður verði safnað til styrktar geðvernd á Íslandi. „Landsmenn hafa tekið mjög vel í verkefnið og það er ekkert mál að selja lykilinn. Það er frábært að geta styrkt samtök í geðvernd hér á landi og svo hefur þetta bæði ýtt undir opnari umræðu um geðheilbrigðismál og hvatt fleiri fyrirtæki og félagasamtök til þess að styrkja málaflokkinn,“ segir Gylfi og bætir við að Kiwanishreyfingin þakki landsmönnum stuðninginn.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent