Viltu nýja stjórnarskrá eða þá gömlu? Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson skrifar 10. október 2019 09:37 Nú er ég einn af þeim sem er mjög ósáttur við að þingið hafi ekki klárað stjórnarskrármálið á sínum tíma og að við séum ekki komin með nýja stjórnarskrá í dag. Ég hefði líka kosið að það opna ferli sem núna hefur verið sett af stað snerist um að endurbæta nýju stjórnarskrána fremur en þá gömlu. Þannig að ég skil pirringinn gagnvart stöðunni. En svona er staðan í dag. Sú gamla er enn í gildi og það er ekki að fara að breytast í bráð. Að minnsta kosti ekki á meðan það er ekki meirihluti á Alþingi fyrir að innleiða nýju stjórnarskrána. Nú er forsætisráðherrann okkar búin að leggja gífurlega vinnu í þennan málaflokk, þegar hún hefði getað látið þetta liggja ofan í skúffu eins og þær stjórnir sem hafa verið við völd síðan við vorum síðast í ríkisstjórn. Enda er vinna að nýrri stjórnarskrá áríðandi verkefni í hugum Vinstri grænna. Nýja stjórnarskráin væri einfaldlega ekki til ef ekki hefði verið fyrir þá vinnu sem átti sér stað í stjórnartíð Vinstri grænna og Samfylkingarinnar og vilja þeirra til þess að láta almenningi í té tækifæri til þess að skapa sér sína eigin stjórnarskrá. Forsætisráðuneytið hefur sett á fót samráðsvef um stjórnarskrána í samráði við Íbúa ses. og rannsóknarhóp öndvegisverkefnisins Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð við Háskóla Íslands. Þegar við blasir að nýrri stjórnarskrá verður ekki komið í gegn á núverandi þingi, þá er þeim mun mikilvægara að berjast fyrir þeim aðkallandi breytingum sem þarf að gera á gömlu stjórnarskránni. Nú höfum við þessa opnu gátt, til að setja fram hugmyndir, ræða þær og mæla með og á móti. Þarna er búið að leggja margt inn og ræða. Auðlindaákvæði og náttúruvernd, breytingar á breytingarákvæði stjórnarskrár, umræða um stöðu forsetaembættisins (meðal annars aldursákvæðið) og kjördæmaskipan. Því meiri umræða og gagnrýni sem fram fer á þessum vef, því meiri vigt hefur þetta ferli. Það á eftir að skila sér í vinnunni sem er framundan en hefur líka þau áhrif að ýta við stjórnvöldum til að nota aðferðir sem þessar til þess að ná til almennings, sérstaklega í málum er varða okkur öll. Tökum þátt, hvort sem það felst í að leggja orð í belg eða látum duga að kjósa upp það sem okkur hugnast og niður það sem okkur líst alls ekki á! Samráðsvefinn finnið þið hérVefurinn er virkur til 20. október.Höfundur er ritari Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson Stjórnarskrá Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Nú er ég einn af þeim sem er mjög ósáttur við að þingið hafi ekki klárað stjórnarskrármálið á sínum tíma og að við séum ekki komin með nýja stjórnarskrá í dag. Ég hefði líka kosið að það opna ferli sem núna hefur verið sett af stað snerist um að endurbæta nýju stjórnarskrána fremur en þá gömlu. Þannig að ég skil pirringinn gagnvart stöðunni. En svona er staðan í dag. Sú gamla er enn í gildi og það er ekki að fara að breytast í bráð. Að minnsta kosti ekki á meðan það er ekki meirihluti á Alþingi fyrir að innleiða nýju stjórnarskrána. Nú er forsætisráðherrann okkar búin að leggja gífurlega vinnu í þennan málaflokk, þegar hún hefði getað látið þetta liggja ofan í skúffu eins og þær stjórnir sem hafa verið við völd síðan við vorum síðast í ríkisstjórn. Enda er vinna að nýrri stjórnarskrá áríðandi verkefni í hugum Vinstri grænna. Nýja stjórnarskráin væri einfaldlega ekki til ef ekki hefði verið fyrir þá vinnu sem átti sér stað í stjórnartíð Vinstri grænna og Samfylkingarinnar og vilja þeirra til þess að láta almenningi í té tækifæri til þess að skapa sér sína eigin stjórnarskrá. Forsætisráðuneytið hefur sett á fót samráðsvef um stjórnarskrána í samráði við Íbúa ses. og rannsóknarhóp öndvegisverkefnisins Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð við Háskóla Íslands. Þegar við blasir að nýrri stjórnarskrá verður ekki komið í gegn á núverandi þingi, þá er þeim mun mikilvægara að berjast fyrir þeim aðkallandi breytingum sem þarf að gera á gömlu stjórnarskránni. Nú höfum við þessa opnu gátt, til að setja fram hugmyndir, ræða þær og mæla með og á móti. Þarna er búið að leggja margt inn og ræða. Auðlindaákvæði og náttúruvernd, breytingar á breytingarákvæði stjórnarskrár, umræða um stöðu forsetaembættisins (meðal annars aldursákvæðið) og kjördæmaskipan. Því meiri umræða og gagnrýni sem fram fer á þessum vef, því meiri vigt hefur þetta ferli. Það á eftir að skila sér í vinnunni sem er framundan en hefur líka þau áhrif að ýta við stjórnvöldum til að nota aðferðir sem þessar til þess að ná til almennings, sérstaklega í málum er varða okkur öll. Tökum þátt, hvort sem það felst í að leggja orð í belg eða látum duga að kjósa upp það sem okkur hugnast og niður það sem okkur líst alls ekki á! Samráðsvefinn finnið þið hérVefurinn er virkur til 20. október.Höfundur er ritari Vinstri grænna í Reykjavík.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun