Langþráð kaup TM á Lykli orðin að veruleika Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 12:04 Greint var frá áhuga TM á því að kaupa Lykil í júlímánuði í fyrra. Síðan þá hefur slitnað upp úr viðræðunum en ákveðið var að gera aðra atlögu að kaupunum síðastliðið sumar. TM Tryggingamiðstöðin hefur fest kaup á Lykli fjármögnun. Kaupin eiga sér langan aðdraganda, til að mynda slitnaði upp úr þeim í júlí í fyrra, en fyrirtækjunum tókst að ljúka viðræðum sínum fyrr í dag. Viðskiptin eru háð samþykki hluthafafundar TM, Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Gangi kaupin eftir er gert ráð fyrir að Lykill verði hluti af samstæðu TM frá næstu áramótum. Fram kemur í tilkynningu TM til Kauphallarinnar að kaupverðið sé 9250 milljónir króna og þar að auki muni TM greiða hagnað Lykils á árinu 2019 til seljenda, eignarhaldsfélagsins Klakka ehf. sem að stærstum hluta í eigu bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner. Eigið fé Lykils var næstum 11,7 milljarðar um mitt ár 2019. Hlutfall kaupverðs á móti áætluðu eigin fé í árslok 2019 er 0,82 miðað við áætlanir um afkomu Lykils á árinu 2019. Ástæða síðustu viðræðuslita var einkum sú að tilboð TM, sem hljóðaði upp á 10,6 milljarða króna, eða sem jafngilti genginu 0,8 miðað við eigið fé félagsins á þeim tíma, var ekki í samræmi við væntingar stjórnenda og eigenda Lykils.Í tilkynningu TM segir að kaupin verði greidd með handbæru fé og verði fjármögnuð með sölu á eignum og útgáfu á nýju hlutafé fyrir allt að 3 milljarða króna. Þá hafi TM tryggt sér lánsfjármögnun að fjárhæð allt að 3.000 m.kr. vegna viðskiptanna.Samlegðaráhrif og hagnaðaraukning „Kaupin á Lykli eru í samræmi við stefnu TM og eftirleiðis mun starfsemi félagsins skiptast í þrjár jafn mikilvægar stoðir, vátryggingar, fjármögnun og fjárfestingar. Tækifæri eru til að bæta arðsemi af grunnrekstri Lykils. TM áætlar að hægt verði að ná fram töluverðum samlegðaráhrifum, bæði í tekjum og kostnaði, fjölga fjármögnunarkostum og ná niður fjármagnskostnaði. Þá er stefnt að því að gera fjármagnsskipan hagkvæmari,“ segir í tilkynningunni.Þar er bætt við að Tryggingamiðstöðin telji kaupin vera hagfelld fyrir hluthafa, því áætlanir geri ráð fyrir að hagnaður á hvern hlut muni aukast um 20 til 30 prósent á komandi árum. Boðað verður til hluthafafundar hjá TM þar sem nánar verður gert grein fyrir viðskiptunum og óskað eftir heimild hluthafafundar til útgáfu nýs hlutafjár. Á fundinum verður lögð fram tillaga um breytingu á tilgangi félagsins. TM er í dag vátryggingafélag, en verði tillagan samþykkt verður TM móðurfélag tveggja dótturfélaga, vátryggingafélags og fjármögnunarfélags. Tryggingar Tengdar fréttir Vogunarsjóðurinn hyggst eiga Lykil áfram Bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, sem á um 75 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, áformar að eiga að óbreyttu hlutinn í eignaleigufyrirtækinu til næstu ára. 5. september 2018 08:00 Lykill sækist eftir leyfi sem viðskiptabanki Fyrirtækið hefur skilað inn umsókn um starfsleyfi sem viðskiptabanki til Fjármálaeftirlitsins. Horfir til hagstæðari fjármögnunar með því að fá að taka á móti innlánum. Eigandi Lykils er vogunarsjóðurinn Davidson Kempner. 29. maí 2019 05:00 TM vill kaupa Lykil fyrir 10,6 milljarða Tryggingamiðstöðin hefur lagt fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykli fjármögnun hf. Kauptilboðið nemur 10,6 milljörðum. 6. júlí 2018 21:10 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Tryggingamiðstöðin hefur fest kaup á Lykli fjármögnun. Kaupin eiga sér langan aðdraganda, til að mynda slitnaði upp úr þeim í júlí í fyrra, en fyrirtækjunum tókst að ljúka viðræðum sínum fyrr í dag. Viðskiptin eru háð samþykki hluthafafundar TM, Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Gangi kaupin eftir er gert ráð fyrir að Lykill verði hluti af samstæðu TM frá næstu áramótum. Fram kemur í tilkynningu TM til Kauphallarinnar að kaupverðið sé 9250 milljónir króna og þar að auki muni TM greiða hagnað Lykils á árinu 2019 til seljenda, eignarhaldsfélagsins Klakka ehf. sem að stærstum hluta í eigu bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner. Eigið fé Lykils var næstum 11,7 milljarðar um mitt ár 2019. Hlutfall kaupverðs á móti áætluðu eigin fé í árslok 2019 er 0,82 miðað við áætlanir um afkomu Lykils á árinu 2019. Ástæða síðustu viðræðuslita var einkum sú að tilboð TM, sem hljóðaði upp á 10,6 milljarða króna, eða sem jafngilti genginu 0,8 miðað við eigið fé félagsins á þeim tíma, var ekki í samræmi við væntingar stjórnenda og eigenda Lykils.Í tilkynningu TM segir að kaupin verði greidd með handbæru fé og verði fjármögnuð með sölu á eignum og útgáfu á nýju hlutafé fyrir allt að 3 milljarða króna. Þá hafi TM tryggt sér lánsfjármögnun að fjárhæð allt að 3.000 m.kr. vegna viðskiptanna.Samlegðaráhrif og hagnaðaraukning „Kaupin á Lykli eru í samræmi við stefnu TM og eftirleiðis mun starfsemi félagsins skiptast í þrjár jafn mikilvægar stoðir, vátryggingar, fjármögnun og fjárfestingar. Tækifæri eru til að bæta arðsemi af grunnrekstri Lykils. TM áætlar að hægt verði að ná fram töluverðum samlegðaráhrifum, bæði í tekjum og kostnaði, fjölga fjármögnunarkostum og ná niður fjármagnskostnaði. Þá er stefnt að því að gera fjármagnsskipan hagkvæmari,“ segir í tilkynningunni.Þar er bætt við að Tryggingamiðstöðin telji kaupin vera hagfelld fyrir hluthafa, því áætlanir geri ráð fyrir að hagnaður á hvern hlut muni aukast um 20 til 30 prósent á komandi árum. Boðað verður til hluthafafundar hjá TM þar sem nánar verður gert grein fyrir viðskiptunum og óskað eftir heimild hluthafafundar til útgáfu nýs hlutafjár. Á fundinum verður lögð fram tillaga um breytingu á tilgangi félagsins. TM er í dag vátryggingafélag, en verði tillagan samþykkt verður TM móðurfélag tveggja dótturfélaga, vátryggingafélags og fjármögnunarfélags.
Tryggingar Tengdar fréttir Vogunarsjóðurinn hyggst eiga Lykil áfram Bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, sem á um 75 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, áformar að eiga að óbreyttu hlutinn í eignaleigufyrirtækinu til næstu ára. 5. september 2018 08:00 Lykill sækist eftir leyfi sem viðskiptabanki Fyrirtækið hefur skilað inn umsókn um starfsleyfi sem viðskiptabanki til Fjármálaeftirlitsins. Horfir til hagstæðari fjármögnunar með því að fá að taka á móti innlánum. Eigandi Lykils er vogunarsjóðurinn Davidson Kempner. 29. maí 2019 05:00 TM vill kaupa Lykil fyrir 10,6 milljarða Tryggingamiðstöðin hefur lagt fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykli fjármögnun hf. Kauptilboðið nemur 10,6 milljörðum. 6. júlí 2018 21:10 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Vogunarsjóðurinn hyggst eiga Lykil áfram Bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, sem á um 75 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, áformar að eiga að óbreyttu hlutinn í eignaleigufyrirtækinu til næstu ára. 5. september 2018 08:00
Lykill sækist eftir leyfi sem viðskiptabanki Fyrirtækið hefur skilað inn umsókn um starfsleyfi sem viðskiptabanki til Fjármálaeftirlitsins. Horfir til hagstæðari fjármögnunar með því að fá að taka á móti innlánum. Eigandi Lykils er vogunarsjóðurinn Davidson Kempner. 29. maí 2019 05:00
TM vill kaupa Lykil fyrir 10,6 milljarða Tryggingamiðstöðin hefur lagt fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykli fjármögnun hf. Kauptilboðið nemur 10,6 milljörðum. 6. júlí 2018 21:10