Kristín Hrefna ráðin framkvæmdastjóri Flow Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. október 2019 13:30 Kristín Hrefna Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Flow. Aðsend mynd Stjórn Flow ehf. hefur samþykkt að gera Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur að framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Kristín Hrefna er 35 ára gömul og fær þetta tækifæri eftir aðeins tveggja mánaða starf hjá fyrirtækinu. Flow framleiðir hugleiðsluhugbúnað fyrir sýndarveruleika og snjallsíma. Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa nú þegar gerst áskrifendur af fyrirtækjaþjónustu Flow sem býður aðgang að nútíma hugleiðsluaðferðum í gegnum hátækni sýndarveruleikans og hugleiðsluvinnustofur. „Við erum að fara af stað í nýtt „funding round.“ Það er auðvitað ótrúlega spennandi að fjármagna fyrirtæki sem ætlar að fara með íslenskan hugleiðsluhugbúnað út fyrir landsteinana og að laða að fjármagn til þess að fjármagna það,“ segir Kristín Hrefna í samtali við Vísi. „Það eru ótrúlega spennandi tímar framundan hjá Flow. Við erum með frábærar vörur sem eru að hjálpa fyrirtækjum um allt land að byggja upp jákvæða vinnustaðamenningu sem dregur fram öllum þau jákvæðu áhrif sem nútíma hugleiðsluaðferðir geta veitt manni.“ Einstök lausn við streitu Kristín Hrefna var ráðin til fyrirtækisin í ágúst á þessu ári og hefur hingað til leitt viðskiptaþróun fyrirtækisins. Kristín Hrefna vann í fimm ár í viðskiptaþróunarteymi Meniga, var sérfræðingur í viðskiptagreiningu hjá Valitor og áður framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún er með MBA frá Háskóla Íslands og BA í stjórnmálafræði frá sama skóla. „Nú tekur við spennandi tími hjá mér við að semja um fjármögnun fyrir næstu skref Flow sem eru að stækka út fyrir landsteinana. Á undanförnum árum hafa margir fjárfestingasjóðir lagt mikið fé í fjárfestingu í hugleiðslu hugbúnaði sem Flow er nú tilbúið að keppa við á erlendri grundu. Fólk er að glíma við streitu út um allan heim og við erum með einstaka lausn á þeim vanda,“ segir Kristín Hrefna. „Varan okkar byggir á stórkostlegu myndefni úr íslenskri náttúru sem tekið er af verðlauna kvikmyndagerðarmönnunum, Arni & Kinski, en þeir gerðu meðal annars myndbönd fyrir Sigur Rós og Snow patrol. Þeir búa til listaverk úr hverri hugleiðslu þegar þeir tvinna saman myndefnið, tónlistina og leiða njótendur inn í annan heim með þaulreyndum hugleiðslukennurum. Þetta er okkar leið til þess að fólk njóti þeirra eftirsóttu áhrifa sem hugleiðsla getur dregið fram á aðeins fjórum mínútum.“Kraftur, reynsla og gott innsæi Tristan Elizabeth Gribbin stofnandi Flow mun áfram leiða hugleiðsluþróun fyrirtækisins sem framkvæmdastjóri hugleiðsluþróunar og tekur sæti sem stjórnarformaður. „Við gætum ekki fengið betri leiðtoga til þess að leiða fyrirtækið inn í næsta fasa en Kristínu Hrefnu. Hún hefur komið inn með þvílíkan kraft, mikla reynslu og gott innsæi til þess að byggja fyrirtækið upp sem alþjóðlegt hugleiðsluhugbúnaðar framleiðslu fyrirtæki.“ segir Tristan sem hefur verið framkvæmdastjóri fram að þessu. Bala Kamallakharan, fráfarandi stjórnarformaður Flow og framkvæmdastjóri hjá Icelandic venture studio, er einn af aðal fjárfestum Flow. „Ég er einstaklega ánægður með að hafa fengið Kristínu Hrefnu til þess að leiða fyrirtæki inn í næstu fjármögnun félagsins. Flow hefur byggt vöru sem hefur einstaka möguleika á því að njóta gríðarlegrar velgengni alþjóðlega. Einstaklingar úr um allan heim eru að glíma við það vandamál sem Flow leysir á stórkostlegan hátt. Streita kostar nútíma samfélag allt of mikið og þeir sem vilja vera hluta af lausninni á þeim vanda ættu að hugleiða með Flow og fjárfesta í félaginu sem er á gríðarlegri siglingu með Kristínu Hrefnu við stjórnvölinn“ segir Bala. Flow var stofnað árið 2016 og vann Flow Gulleggið, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups árið 2018. Fyrr á árinu lauk félagið 118 þúsund evra fjármögnun í gegnum fjárfestingarvettvanginn Funderbeam og hefur jafnframt fengið tvo styrki frá Tækniþróunarsjóði upp á samtals 60 milljónir króna. Vistaskipti Tengdar fréttir Þessar tíu viðskiptahugmyndir keppa til úrslita í Gullegginu Endurvinnsla á kaffikorg, kartöflubjór og ferðamannasamfélagsvefur eru meðal þeirra 10 hugmynda sem keppa munu til úrslita í frumkvöðlakeppninni Gullegginu. 19. október 2018 12:00 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Sjá meira
Stjórn Flow ehf. hefur samþykkt að gera Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur að framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Kristín Hrefna er 35 ára gömul og fær þetta tækifæri eftir aðeins tveggja mánaða starf hjá fyrirtækinu. Flow framleiðir hugleiðsluhugbúnað fyrir sýndarveruleika og snjallsíma. Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa nú þegar gerst áskrifendur af fyrirtækjaþjónustu Flow sem býður aðgang að nútíma hugleiðsluaðferðum í gegnum hátækni sýndarveruleikans og hugleiðsluvinnustofur. „Við erum að fara af stað í nýtt „funding round.“ Það er auðvitað ótrúlega spennandi að fjármagna fyrirtæki sem ætlar að fara með íslenskan hugleiðsluhugbúnað út fyrir landsteinana og að laða að fjármagn til þess að fjármagna það,“ segir Kristín Hrefna í samtali við Vísi. „Það eru ótrúlega spennandi tímar framundan hjá Flow. Við erum með frábærar vörur sem eru að hjálpa fyrirtækjum um allt land að byggja upp jákvæða vinnustaðamenningu sem dregur fram öllum þau jákvæðu áhrif sem nútíma hugleiðsluaðferðir geta veitt manni.“ Einstök lausn við streitu Kristín Hrefna var ráðin til fyrirtækisin í ágúst á þessu ári og hefur hingað til leitt viðskiptaþróun fyrirtækisins. Kristín Hrefna vann í fimm ár í viðskiptaþróunarteymi Meniga, var sérfræðingur í viðskiptagreiningu hjá Valitor og áður framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún er með MBA frá Háskóla Íslands og BA í stjórnmálafræði frá sama skóla. „Nú tekur við spennandi tími hjá mér við að semja um fjármögnun fyrir næstu skref Flow sem eru að stækka út fyrir landsteinana. Á undanförnum árum hafa margir fjárfestingasjóðir lagt mikið fé í fjárfestingu í hugleiðslu hugbúnaði sem Flow er nú tilbúið að keppa við á erlendri grundu. Fólk er að glíma við streitu út um allan heim og við erum með einstaka lausn á þeim vanda,“ segir Kristín Hrefna. „Varan okkar byggir á stórkostlegu myndefni úr íslenskri náttúru sem tekið er af verðlauna kvikmyndagerðarmönnunum, Arni & Kinski, en þeir gerðu meðal annars myndbönd fyrir Sigur Rós og Snow patrol. Þeir búa til listaverk úr hverri hugleiðslu þegar þeir tvinna saman myndefnið, tónlistina og leiða njótendur inn í annan heim með þaulreyndum hugleiðslukennurum. Þetta er okkar leið til þess að fólk njóti þeirra eftirsóttu áhrifa sem hugleiðsla getur dregið fram á aðeins fjórum mínútum.“Kraftur, reynsla og gott innsæi Tristan Elizabeth Gribbin stofnandi Flow mun áfram leiða hugleiðsluþróun fyrirtækisins sem framkvæmdastjóri hugleiðsluþróunar og tekur sæti sem stjórnarformaður. „Við gætum ekki fengið betri leiðtoga til þess að leiða fyrirtækið inn í næsta fasa en Kristínu Hrefnu. Hún hefur komið inn með þvílíkan kraft, mikla reynslu og gott innsæi til þess að byggja fyrirtækið upp sem alþjóðlegt hugleiðsluhugbúnaðar framleiðslu fyrirtæki.“ segir Tristan sem hefur verið framkvæmdastjóri fram að þessu. Bala Kamallakharan, fráfarandi stjórnarformaður Flow og framkvæmdastjóri hjá Icelandic venture studio, er einn af aðal fjárfestum Flow. „Ég er einstaklega ánægður með að hafa fengið Kristínu Hrefnu til þess að leiða fyrirtæki inn í næstu fjármögnun félagsins. Flow hefur byggt vöru sem hefur einstaka möguleika á því að njóta gríðarlegrar velgengni alþjóðlega. Einstaklingar úr um allan heim eru að glíma við það vandamál sem Flow leysir á stórkostlegan hátt. Streita kostar nútíma samfélag allt of mikið og þeir sem vilja vera hluta af lausninni á þeim vanda ættu að hugleiða með Flow og fjárfesta í félaginu sem er á gríðarlegri siglingu með Kristínu Hrefnu við stjórnvölinn“ segir Bala. Flow var stofnað árið 2016 og vann Flow Gulleggið, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups árið 2018. Fyrr á árinu lauk félagið 118 þúsund evra fjármögnun í gegnum fjárfestingarvettvanginn Funderbeam og hefur jafnframt fengið tvo styrki frá Tækniþróunarsjóði upp á samtals 60 milljónir króna.
Vistaskipti Tengdar fréttir Þessar tíu viðskiptahugmyndir keppa til úrslita í Gullegginu Endurvinnsla á kaffikorg, kartöflubjór og ferðamannasamfélagsvefur eru meðal þeirra 10 hugmynda sem keppa munu til úrslita í frumkvöðlakeppninni Gullegginu. 19. október 2018 12:00 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Sjá meira
Þessar tíu viðskiptahugmyndir keppa til úrslita í Gullegginu Endurvinnsla á kaffikorg, kartöflubjór og ferðamannasamfélagsvefur eru meðal þeirra 10 hugmynda sem keppa munu til úrslita í frumkvöðlakeppninni Gullegginu. 19. október 2018 12:00