Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. október 2019 08:00 Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum. Vísir/getty sýrland Tyrkir fylgdu eftir loftárásum og árásum stórskotaliðs með landhernaði á miðvikudagskvöld. Sprengjuárásir halda þó enn áfram, bæði dag og nótt. Að minnsta kosti 60 þúsund Kúrdar, búsettir nálægt landamærunum, flýja nú heimili sín og halda suður á bóginn. Meginþungi innrásarinnar er á miðjum landamærunum, á milli borganna Ras al-Ain og Tal Abyad. Talsmenn tyrkneska hersins segjast þegar hafa tekið yfir nokkra staði sem þeir töldu hernaðarlega mikilvæga og nokkur þorp austan við Tal Abyad. Við báðar borgirnar hafa herir Tyrkja og Kúrda lent í beinum átökum. Sprengjum hefur einnig verið beint að Qamishli-fangelsinu í austurhluta landsins, en það er eitt af þremur stórum fangelsum þar sem ISIS-liðar eru vistaðir. Yfirvöld Kúrda segja að Tyrkir geri þetta til þess að reyna að sleppa þeim út og skapa glundroða á svæðinu. Racip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur hins vegar heitið því að komist fangelsin undir stjórn Tyrkja verði engin breyting á stöðu ISIS-liðanna. Þeim verði haldið þar til hægt er að framselja þá til viðkomandi heimalanda. Erdogan hefur einnig sagt að tilgangurinn með innrásinni sé að skapa frið og mynda 32 kílómetra breitt öryggissvæði, laust við vopnaða Kúrda, við landamærin og flytja þangað eina milljón sýrlenskra flóttamanna, sem nú dvelja í Tyrklandi. Í gær hótaði Erdogan að senda alla flóttamennina, 3,6 milljónir talsins, til Evrópu ef innrásin yrði skilgreind sem hernám af Evrópusambandinu. Enn er óljóst hversu margir óbreyttir Kúrdar hafa látist en 100 kúrdískir hermenn hafa fallið. Þá hafa að minnsta kosti 15 Tyrkir og sýrlenskir málaliðar fallið í bardögum. Til að svara innrásinni hafa Kúrdar skotið loftskeytum yfir landamærin á tyrkneskar borgir, þar á meðal Akcakale þar sem búa tæplega 30 þúsund manns. Samkvæmt tyrkneskum yfirvöldum hafa tvö börn látist í Akcakale. Íslensk stjórnvöld ítrekuðu í gær þá gagnrýni sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði þegar sett fram og lýstu því yfir að náið yrði fylgst með ástandinu í Sýrlandi. „Íslensk stjórnvöld gagnrýna harðlega hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi og hafa komið þeirri afstöðu sinni á framfæri við tyrknesk yfirvöld með formlegum hætti. Hernaðaraðgerðirnar samræmast ekki alþjóðalögum og er þess krafist að Tyrkir hætti aðgerðunum þegar í stað og fylgi alþjóðalögum í hvívetna. Hernaður sem beinist að almennum borgurum og veldur manntjóni, eins og fregnir herma, er fordæmdur,“ segir í yfirlýsingunni. Þá harma UNICEF á Íslandi einnig innrásina og lýsa yfir þungum áhyggjum af henni. „Það verður aldrei sagt nógu oft að börn í Sýrlandi bera enga ábyrgð á þessum stríðsátökum en eins og við vitum þá verða það fyrst og fremst þau sem munu þjást af þeirra völdum. Það er nóg komið af blóðbaði. Íslendingar eiga að segja stopp og saman getum við haft áhrif,“ segir Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt innrásina og lýst yfir áhyggjum af mannfalli og hugsanlegri upprisu ISIS. Einnig hafa Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið, NATO og Arababandalagið harmað innrásina. „Hundruð þúsunda óbreyttra borgara í norðurhluta Sýrlands eru í hættu. Almenningur og innviðir sem þjóna honum mega ekki verða skotmark,“ sagði Filippo Grandi, yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í málefnum flóttafólks. Átök Kúrda og Tyrkja Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
sýrland Tyrkir fylgdu eftir loftárásum og árásum stórskotaliðs með landhernaði á miðvikudagskvöld. Sprengjuárásir halda þó enn áfram, bæði dag og nótt. Að minnsta kosti 60 þúsund Kúrdar, búsettir nálægt landamærunum, flýja nú heimili sín og halda suður á bóginn. Meginþungi innrásarinnar er á miðjum landamærunum, á milli borganna Ras al-Ain og Tal Abyad. Talsmenn tyrkneska hersins segjast þegar hafa tekið yfir nokkra staði sem þeir töldu hernaðarlega mikilvæga og nokkur þorp austan við Tal Abyad. Við báðar borgirnar hafa herir Tyrkja og Kúrda lent í beinum átökum. Sprengjum hefur einnig verið beint að Qamishli-fangelsinu í austurhluta landsins, en það er eitt af þremur stórum fangelsum þar sem ISIS-liðar eru vistaðir. Yfirvöld Kúrda segja að Tyrkir geri þetta til þess að reyna að sleppa þeim út og skapa glundroða á svæðinu. Racip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur hins vegar heitið því að komist fangelsin undir stjórn Tyrkja verði engin breyting á stöðu ISIS-liðanna. Þeim verði haldið þar til hægt er að framselja þá til viðkomandi heimalanda. Erdogan hefur einnig sagt að tilgangurinn með innrásinni sé að skapa frið og mynda 32 kílómetra breitt öryggissvæði, laust við vopnaða Kúrda, við landamærin og flytja þangað eina milljón sýrlenskra flóttamanna, sem nú dvelja í Tyrklandi. Í gær hótaði Erdogan að senda alla flóttamennina, 3,6 milljónir talsins, til Evrópu ef innrásin yrði skilgreind sem hernám af Evrópusambandinu. Enn er óljóst hversu margir óbreyttir Kúrdar hafa látist en 100 kúrdískir hermenn hafa fallið. Þá hafa að minnsta kosti 15 Tyrkir og sýrlenskir málaliðar fallið í bardögum. Til að svara innrásinni hafa Kúrdar skotið loftskeytum yfir landamærin á tyrkneskar borgir, þar á meðal Akcakale þar sem búa tæplega 30 þúsund manns. Samkvæmt tyrkneskum yfirvöldum hafa tvö börn látist í Akcakale. Íslensk stjórnvöld ítrekuðu í gær þá gagnrýni sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði þegar sett fram og lýstu því yfir að náið yrði fylgst með ástandinu í Sýrlandi. „Íslensk stjórnvöld gagnrýna harðlega hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi og hafa komið þeirri afstöðu sinni á framfæri við tyrknesk yfirvöld með formlegum hætti. Hernaðaraðgerðirnar samræmast ekki alþjóðalögum og er þess krafist að Tyrkir hætti aðgerðunum þegar í stað og fylgi alþjóðalögum í hvívetna. Hernaður sem beinist að almennum borgurum og veldur manntjóni, eins og fregnir herma, er fordæmdur,“ segir í yfirlýsingunni. Þá harma UNICEF á Íslandi einnig innrásina og lýsa yfir þungum áhyggjum af henni. „Það verður aldrei sagt nógu oft að börn í Sýrlandi bera enga ábyrgð á þessum stríðsátökum en eins og við vitum þá verða það fyrst og fremst þau sem munu þjást af þeirra völdum. Það er nóg komið af blóðbaði. Íslendingar eiga að segja stopp og saman getum við haft áhrif,“ segir Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt innrásina og lýst yfir áhyggjum af mannfalli og hugsanlegri upprisu ISIS. Einnig hafa Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið, NATO og Arababandalagið harmað innrásina. „Hundruð þúsunda óbreyttra borgara í norðurhluta Sýrlands eru í hættu. Almenningur og innviðir sem þjóna honum mega ekki verða skotmark,“ sagði Filippo Grandi, yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í málefnum flóttafólks.
Átök Kúrda og Tyrkja Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent