Skjálftar geta fylgt örvun borholu á Geldinganesi Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2019 11:09 Geldinganes. Holan var boruð haustið 2001 en hefur ekki gefið nægt vatn til að rétt þætti að tengja hana hitaveitunni. vísir/vilhelm Veitur munu á næstu dögum hefja örvun borholu í Geldinganesi og er möguleiki að smáir jarðskjálftar fylgi aðgerðinni. Í tilkynningu frá Veitum segir að þetta sé í samræmi við áætlanir um að þróa Geldinganes sem vinnslusvæði jarðhita fyrir hitaveituna í Reykjavík. Holan var boruð haustið 2001 en hefur ekki gefið nægt vatn til að rétt þætti að tengja hana hitaveitunni. „Vatnið í hitaveitunni á höfuðborgarsvæðinu á sér tvennan uppruna; lághitavatn svokallað sem kemur beint úr borholum í Reykjavík og Mosfellsbæ eða háhitavatn, sem er upphitað kalt vatn frá jarðgufuvirkjununum á Hengilssvæðinu. Þessu vatni má ekki blanda saman og þróun byggðarinnar hefur verið með þeim hætti að aukin þörf er fyrir lághitavatn. Áætluð vatnsöflun í Geldinganesi er til að mæta þeirri þörf. Frá árinu 1970 hafa allar holur sem boraðar hafa verið á lághitasvæðunum í Reykjavík – við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Laugavegar annarsvegar og svo í Elliðaárdal – verið örvaðar. Hið sama hefur verið gert á lághitasvæðunum í Mosfellsbæ þar sem hátt í 40 holur hafa verið örvaðar. Í flestum tilvikum hefur örvunin haft mikil og góð áhrif og rennsli úr holunum hefur aukist allt að fertugfalt. Örvunin getur valdið smáum jarðskjálftum en fáum sögum fer af því í sögu jarðhitanýtingarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Engu að síður þykir rétt að benda á þá hættu. Meðan á örvun stendur er virkt eftirlit með viðbrögðum jarðskorpunnar og um 40 jarðskjálftamælar eru nú á svæðinu. Örvun fer þannig fram að vatni er dælt niður í holuna og viðbrögð eru könnuð jafnharðan. Ferlið er hægt í fyrstu og dælingin aukin í þrepum. Milli þrepanna er staðan tekin til að sjá hvernig jarðhitakerfið hefur brugðist við,“ segir í tilkynningu. Orkumál Reykjavík Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Veitur munu á næstu dögum hefja örvun borholu í Geldinganesi og er möguleiki að smáir jarðskjálftar fylgi aðgerðinni. Í tilkynningu frá Veitum segir að þetta sé í samræmi við áætlanir um að þróa Geldinganes sem vinnslusvæði jarðhita fyrir hitaveituna í Reykjavík. Holan var boruð haustið 2001 en hefur ekki gefið nægt vatn til að rétt þætti að tengja hana hitaveitunni. „Vatnið í hitaveitunni á höfuðborgarsvæðinu á sér tvennan uppruna; lághitavatn svokallað sem kemur beint úr borholum í Reykjavík og Mosfellsbæ eða háhitavatn, sem er upphitað kalt vatn frá jarðgufuvirkjununum á Hengilssvæðinu. Þessu vatni má ekki blanda saman og þróun byggðarinnar hefur verið með þeim hætti að aukin þörf er fyrir lághitavatn. Áætluð vatnsöflun í Geldinganesi er til að mæta þeirri þörf. Frá árinu 1970 hafa allar holur sem boraðar hafa verið á lághitasvæðunum í Reykjavík – við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Laugavegar annarsvegar og svo í Elliðaárdal – verið örvaðar. Hið sama hefur verið gert á lághitasvæðunum í Mosfellsbæ þar sem hátt í 40 holur hafa verið örvaðar. Í flestum tilvikum hefur örvunin haft mikil og góð áhrif og rennsli úr holunum hefur aukist allt að fertugfalt. Örvunin getur valdið smáum jarðskjálftum en fáum sögum fer af því í sögu jarðhitanýtingarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Engu að síður þykir rétt að benda á þá hættu. Meðan á örvun stendur er virkt eftirlit með viðbrögðum jarðskorpunnar og um 40 jarðskjálftamælar eru nú á svæðinu. Örvun fer þannig fram að vatni er dælt niður í holuna og viðbrögð eru könnuð jafnharðan. Ferlið er hægt í fyrstu og dælingin aukin í þrepum. Milli þrepanna er staðan tekin til að sjá hvernig jarðhitakerfið hefur brugðist við,“ segir í tilkynningu.
Orkumál Reykjavík Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira