Perry segir norðurslóðir barmafullar af orkuauðlindum Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2019 12:30 Rick Perry orkumálaráðherra óskaði eftir því að fá að ávarpa Hringborð norðurslóða og gerði það við setningarathöfn þingsins í gær. Getty Orkumálaráðherra Bandaríkjanna segir norðurslóðir barmafullar af auðlindum eins og gasi sem megi nýta á skynsaman hátt íbúunum þar og heimsbyggðinni til hagsbóta. Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump um nýtingu auðlinda í Alaska sé gott dæmi um þetta. Tæplega átta milljón hektara svæði í Norður-Alaska var verndað með lögum frá bandaríska þinginu árið 1980. En allt frá árinu 1977 til 2017 hafa Republikanar á Bandaríkjaþingi gert fimmtíu tilraunir til að heimila borun eftir gasi og olíu á svæðinu. Þeim tókst það loksins árið 2017 þegar heimildinni var smeygt inn í skattalög. Donald Trump forseti Bandaríkjanna staðfesti lögin síðan í desember 2017. Barack Obama, forveri hans í embætti, vildi hins vegar stækka verndarsvæðið verulega. Vísindamenn telja að nýting olíu og gass á svæðnu muni stefna tilvist fjölda villtra dýrategunda í hættu. Rick Perry orkumálaráðherra óskaði eftir því að fá að ávarpa Hringborð norðurslóða og gerði það við setningarathöfn þingsins í gær. Óhætt er að segja að málflutningur hans hafi verið í mikilli andstöðu við málflutning annarra á þinginu. „Norðurslóðir eru á alla mælikvarða barmafullar af efnahagslegum tækifærum og orkumöguleikum. Þegar haft er í huga að einn þriðji af ófundnum gasauðlindum heimsins er þar. Og við erum sannfærð um að hægt sé að nýta þær með skynsömum hætti. Það er hægt að þróa þessar auðlindir til hagsbóta fyrir fólk á norðurslóðum og að lokum fyrir heiminn allan,“ sagði Perry. Hann hafi séð þetta með eigin augum í norðurslóðaríkinu Alaska sem væri ríki mikillar náttúrufegurðar og náttúrulegra auðlinda, þar með orkuauðlinda. „Við höfum stigið stór skref undir forystu Donalds Trump forseta til að opna norðurhluta Alaska. Opna þetta svæði fyrir ábyrga orkuþróun,“ sagði Perry. Bandaríkin væru í öðru sæti í heiminum þegar kæmi að nýtingu sólar og vindorku. Nýting orkuauðlinda á norðurslóðum gæti losað frjálsar lýðræðisþjóðir undan valdi ólýðræðislegra ríkja sem sæktust eftir áhrifum á norðurslóðum. Nýting frjálsra þjóða á orkuauðlindum norðurslóða gætu leitt til stórkostlegra framfara. „Þetta er sýn og von fyrir allt mannkyn. Sameinuð getum við látið þetta gerast. Látum það vera okkar eið og loforð okkar í dag. Vegna þess að morgundagurinn tilheyrir norðrinu og framtíðin tilheyrir þeim frjálsu,“ sagði Rick Perry í Hörpu í gær. Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Umhverfismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Orkumálaráðherra Bandaríkjanna segir norðurslóðir barmafullar af auðlindum eins og gasi sem megi nýta á skynsaman hátt íbúunum þar og heimsbyggðinni til hagsbóta. Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump um nýtingu auðlinda í Alaska sé gott dæmi um þetta. Tæplega átta milljón hektara svæði í Norður-Alaska var verndað með lögum frá bandaríska þinginu árið 1980. En allt frá árinu 1977 til 2017 hafa Republikanar á Bandaríkjaþingi gert fimmtíu tilraunir til að heimila borun eftir gasi og olíu á svæðinu. Þeim tókst það loksins árið 2017 þegar heimildinni var smeygt inn í skattalög. Donald Trump forseti Bandaríkjanna staðfesti lögin síðan í desember 2017. Barack Obama, forveri hans í embætti, vildi hins vegar stækka verndarsvæðið verulega. Vísindamenn telja að nýting olíu og gass á svæðnu muni stefna tilvist fjölda villtra dýrategunda í hættu. Rick Perry orkumálaráðherra óskaði eftir því að fá að ávarpa Hringborð norðurslóða og gerði það við setningarathöfn þingsins í gær. Óhætt er að segja að málflutningur hans hafi verið í mikilli andstöðu við málflutning annarra á þinginu. „Norðurslóðir eru á alla mælikvarða barmafullar af efnahagslegum tækifærum og orkumöguleikum. Þegar haft er í huga að einn þriðji af ófundnum gasauðlindum heimsins er þar. Og við erum sannfærð um að hægt sé að nýta þær með skynsömum hætti. Það er hægt að þróa þessar auðlindir til hagsbóta fyrir fólk á norðurslóðum og að lokum fyrir heiminn allan,“ sagði Perry. Hann hafi séð þetta með eigin augum í norðurslóðaríkinu Alaska sem væri ríki mikillar náttúrufegurðar og náttúrulegra auðlinda, þar með orkuauðlinda. „Við höfum stigið stór skref undir forystu Donalds Trump forseta til að opna norðurhluta Alaska. Opna þetta svæði fyrir ábyrga orkuþróun,“ sagði Perry. Bandaríkin væru í öðru sæti í heiminum þegar kæmi að nýtingu sólar og vindorku. Nýting orkuauðlinda á norðurslóðum gæti losað frjálsar lýðræðisþjóðir undan valdi ólýðræðislegra ríkja sem sæktust eftir áhrifum á norðurslóðum. Nýting frjálsra þjóða á orkuauðlindum norðurslóða gætu leitt til stórkostlegra framfara. „Þetta er sýn og von fyrir allt mannkyn. Sameinuð getum við látið þetta gerast. Látum það vera okkar eið og loforð okkar í dag. Vegna þess að morgundagurinn tilheyrir norðrinu og framtíðin tilheyrir þeim frjálsu,“ sagði Rick Perry í Hörpu í gær.
Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Umhverfismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. 10. október 2019 20:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Orkumálaráðherra Bandaríkjanna sér á báti við Hringborð norðurslóða Orkumálaráðherra Bandaríkjanna nefndi loftslagsbreytingar ekki á nafn í ávarpi sínu við setningu Hringborðs norðurslóða í dag en skaut föstum skotum að ríkjum sem hann sagði boðflennur á norðurslóðum. Forystufólk annarra ríkja lagði hins vegar áherslu á að þjóðir heims tækju höndum saman til að vinna gegn loftslagsbreytingunum. 10. október 2019 20:30