Safnar fyrir flugmiða heim með betli eftir svikin loforð um vinnu Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 11. október 2019 21:45 Þrátt fyrir að betlarar séu að verða algengari sjón í Reykjavík segir aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögregla hafi lítil sem engin afskipti af þeim. Mun minna sé af betlurum í Reykjavík miðað við aðrar borgir í Evrópu. Hópur betlara hér á landi er ekki stór, en að sögn lögreglumanns er áætlað að um tíu til tuttugu manns betli í Reykjavík á hverjum tíma. Á meðal þeirra er rúmenskur maður sem vegfarendur úti á Granda gætu orðið varir við. Georg Vasilica er 65 ára gamall og er hálfur Rúmeni og hálfur Grikki. Hann segist hafa komið til landsins í upphafi sumars þar sem honum hafði verið lofuð vinna. Svo hafi ekki verið þegar til kom og vegna þess endaði hann á götunni. Síðustu fimm mánuði hafi hann því framfleytt sér með því að betla fyrir framan matvöruverslanir í Vesturbænum og í miðbænum. „Ég fæ ekki kennitölu og fæ því enga vinnu og ég hef ekki getað fengið félagslega aðstoð,“ segir Georg. Hann á fjölskyldu í Rúmeníu, konu og tvö börn, sem hann þurfi að sjá fyrir. Þau séu fátækt og lifi á félagslega kerfinu í Rúmeníu. „Ég fæ stundum tvö til þrjú þúsund á dag þegar ég sit hér. Ég þarf að kaupa mat og vatn og nú reyni ég að safna fyrir flugmiða heim.“ Georg segir að flestir Íslendingar séu afar vingjarnlegir. Sumir hrópi þó á hann og vilji ekki að hann sé þarna. Hann segist eyða nóttinni hér og þar. Oftast sofi hann í tómum byggingum í grennd við höfnina. Hann segist kvíða vetrinum á götunni. „Vegna kuldans verð ég að geta keypt flugmiða heim til Rúmeníu sem fyrst,“ segir Georg. Georg segir flesta Íslendinga vera vingjarnlega.VísirLögreglan þarf sjaldan að hafa afskipti af betlurum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að þó að fólk að betla sé algengari sjón nú en áður sé ekki hægt að segja að hér séu margir betlarar. Þá sé mjög lítið ónæði af fólkinu. „Þetta hefur verið svolítið af fólki frá Rúmeníu. Það er örsjaldan sem verslanir kvarta og þá mætum við á staðinn og tjékkum á því hver þetta er, hvaðan er og hvort hann megi vera hér á landi,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglan hafi því sjaldan afskipti af fólkinu. „Ef fólki finnst það verða fyrir ónæði, þá er þetta bannað. Við erum ekki að stíga inn fyrr en einhver kvartar.“ Þá sé mjög lítið af betlurum í Reykjavík miðað við aðrar borgir í Evrópu. „Er einhver með peninga á sér eða seðla eða klink á sér lengur? Eru ekki allir Íslendingar með kort? Það er kannski ekki eftir miklu að slægjast hérna að vera að betla þegar enginn getur gefið þér neitt.“ Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Þrátt fyrir að betlarar séu að verða algengari sjón í Reykjavík segir aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögregla hafi lítil sem engin afskipti af þeim. Mun minna sé af betlurum í Reykjavík miðað við aðrar borgir í Evrópu. Hópur betlara hér á landi er ekki stór, en að sögn lögreglumanns er áætlað að um tíu til tuttugu manns betli í Reykjavík á hverjum tíma. Á meðal þeirra er rúmenskur maður sem vegfarendur úti á Granda gætu orðið varir við. Georg Vasilica er 65 ára gamall og er hálfur Rúmeni og hálfur Grikki. Hann segist hafa komið til landsins í upphafi sumars þar sem honum hafði verið lofuð vinna. Svo hafi ekki verið þegar til kom og vegna þess endaði hann á götunni. Síðustu fimm mánuði hafi hann því framfleytt sér með því að betla fyrir framan matvöruverslanir í Vesturbænum og í miðbænum. „Ég fæ ekki kennitölu og fæ því enga vinnu og ég hef ekki getað fengið félagslega aðstoð,“ segir Georg. Hann á fjölskyldu í Rúmeníu, konu og tvö börn, sem hann þurfi að sjá fyrir. Þau séu fátækt og lifi á félagslega kerfinu í Rúmeníu. „Ég fæ stundum tvö til þrjú þúsund á dag þegar ég sit hér. Ég þarf að kaupa mat og vatn og nú reyni ég að safna fyrir flugmiða heim.“ Georg segir að flestir Íslendingar séu afar vingjarnlegir. Sumir hrópi þó á hann og vilji ekki að hann sé þarna. Hann segist eyða nóttinni hér og þar. Oftast sofi hann í tómum byggingum í grennd við höfnina. Hann segist kvíða vetrinum á götunni. „Vegna kuldans verð ég að geta keypt flugmiða heim til Rúmeníu sem fyrst,“ segir Georg. Georg segir flesta Íslendinga vera vingjarnlega.VísirLögreglan þarf sjaldan að hafa afskipti af betlurum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að þó að fólk að betla sé algengari sjón nú en áður sé ekki hægt að segja að hér séu margir betlarar. Þá sé mjög lítið ónæði af fólkinu. „Þetta hefur verið svolítið af fólki frá Rúmeníu. Það er örsjaldan sem verslanir kvarta og þá mætum við á staðinn og tjékkum á því hver þetta er, hvaðan er og hvort hann megi vera hér á landi,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglan hafi því sjaldan afskipti af fólkinu. „Ef fólki finnst það verða fyrir ónæði, þá er þetta bannað. Við erum ekki að stíga inn fyrr en einhver kvartar.“ Þá sé mjög lítið af betlurum í Reykjavík miðað við aðrar borgir í Evrópu. „Er einhver með peninga á sér eða seðla eða klink á sér lengur? Eru ekki allir Íslendingar með kort? Það er kannski ekki eftir miklu að slægjast hérna að vera að betla þegar enginn getur gefið þér neitt.“
Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira