Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson var í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar lið hans, Bergischer, heimsótti Fuchse Berlin.
Nokkuð jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins en heimamenn leiddu með einu marki í leikhléi, 12-11. Berlínarrefirnir sigldu svo fram úr á lokakafla leiksins og unnu að lokum þriggja marka sigur, 27-24.
Arnór Þór skoraði 3 mörk úr 5 skotum en Hans Lindberg var markahæstur hjá Fuchse Berlin með 6 mörk.
