Lilja segir íþróttir og pólitík ekki eiga heima saman Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2019 21:00 Aftökur og loftárásir eru á meðal þess sem Tyrkir hafa stundað í innrás sinni í sýrlenskar landamæraborgir. Kallað hefur verið eftir því að íslenska landsliðið í knattspyrnu hætti við leik sinn gegn því tyrkneska, eftir að Tyrkir sýndu hernum stuðning. Menntamálaráðherra segir að ekki eigi að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum tóku níu almenna borgara af lífi í gær við sýrlenska bæinn Tal Abyad. Í dag féllu níu í loftárás Tyrkja á bæinn Ras al ain, þar á meðal fimm óbreyttir borgarar. Hafa hersveitirnar unnið land á undanförnum dögum í norðanverðu Sýrlandi. Talið er að hundruð þúsund manns hafi lagt á flótta. Tyrklandsforseti hefur heitið því að stoppa ekki fyrr en hersveitir Kúrda draga sig meira en 32 kílómetra frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Var innrásin gerð eftir að Donald Trump forseti Bandaríkjanna ákvað að draga bandarískt herlið frá svæðinu. Hefur innrásin verið gagnrýnd harðleg en Tyrkir telja sig í fullum rétti. Liðsmenn tyrkneska landsliðsins í knattspyrnu sýndu herliðinu stuðning þegar þeir fögnuðu sigurmarki gegn Albaníu að hermannasið á föstudag. Eftir leikinn birtist mynd af liðinu í búningsklefa þar sem það sást heilsa aftur að hermannasið. Á Twitter, þar sem myndin var birt, hafði verið skrifað að sigurinn væri tileinkaður hugrökkum hermönnum. Hefur evrópska knattspyrnusambandið boðað að það muni skoða framferði liðsins. Reglur UEFA banna allar vísanir í stjórnmál og trúarbrögð. Eru Tyrkir í riðli með Íslandi í undankeppni Evrópumótsins. Hefur verið kallað eftir því að íslenska liðið eigi að hætta við leikinn gegn Tyrkjum ytra í nóvember. Formaður KSÍ sagði við Vísi í dag að slíkt væri ekki á dagskrá. Málið væri á borði UEFA, þar sem það á heima. Lilja Alfreðsdóttir íþróttamálaráðherra segir íþróttir og pólitík ekki eiga heima saman. „Mér finnst að við eigum ekki að blanda þessu tvennu saman. Ég er á því að íþróttir geti frekar leitt fólk saman og frekar sé hægt að eyða ágreiningi í gegnum listir, íþróttir og annað slíkt. Og mér hefur alltaf verið mjög illa við það að blanda saman íþróttum og stjórnmálum.“ Átök Kúrda og Tyrkja KSÍ Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Aftökur og loftárásir eru á meðal þess sem Tyrkir hafa stundað í innrás sinni í sýrlenskar landamæraborgir. Kallað hefur verið eftir því að íslenska landsliðið í knattspyrnu hætti við leik sinn gegn því tyrkneska, eftir að Tyrkir sýndu hernum stuðning. Menntamálaráðherra segir að ekki eigi að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum tóku níu almenna borgara af lífi í gær við sýrlenska bæinn Tal Abyad. Í dag féllu níu í loftárás Tyrkja á bæinn Ras al ain, þar á meðal fimm óbreyttir borgarar. Hafa hersveitirnar unnið land á undanförnum dögum í norðanverðu Sýrlandi. Talið er að hundruð þúsund manns hafi lagt á flótta. Tyrklandsforseti hefur heitið því að stoppa ekki fyrr en hersveitir Kúrda draga sig meira en 32 kílómetra frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Var innrásin gerð eftir að Donald Trump forseti Bandaríkjanna ákvað að draga bandarískt herlið frá svæðinu. Hefur innrásin verið gagnrýnd harðleg en Tyrkir telja sig í fullum rétti. Liðsmenn tyrkneska landsliðsins í knattspyrnu sýndu herliðinu stuðning þegar þeir fögnuðu sigurmarki gegn Albaníu að hermannasið á föstudag. Eftir leikinn birtist mynd af liðinu í búningsklefa þar sem það sást heilsa aftur að hermannasið. Á Twitter, þar sem myndin var birt, hafði verið skrifað að sigurinn væri tileinkaður hugrökkum hermönnum. Hefur evrópska knattspyrnusambandið boðað að það muni skoða framferði liðsins. Reglur UEFA banna allar vísanir í stjórnmál og trúarbrögð. Eru Tyrkir í riðli með Íslandi í undankeppni Evrópumótsins. Hefur verið kallað eftir því að íslenska liðið eigi að hætta við leikinn gegn Tyrkjum ytra í nóvember. Formaður KSÍ sagði við Vísi í dag að slíkt væri ekki á dagskrá. Málið væri á borði UEFA, þar sem það á heima. Lilja Alfreðsdóttir íþróttamálaráðherra segir íþróttir og pólitík ekki eiga heima saman. „Mér finnst að við eigum ekki að blanda þessu tvennu saman. Ég er á því að íþróttir geti frekar leitt fólk saman og frekar sé hægt að eyða ágreiningi í gegnum listir, íþróttir og annað slíkt. Og mér hefur alltaf verið mjög illa við það að blanda saman íþróttum og stjórnmálum.“
Átök Kúrda og Tyrkja KSÍ Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54