SI losa sig við vottunarstofu Björn Þorfinnsson skrifar 14. október 2019 06:45 Samtök iðnaðarins voru stærsti eigandi Vottunar. Fréttablaðið/Anton Brink Hluthafar vottunarstofunnar Vottun hf. hafa selt hana starfsmönnum fyrirtækisins. Talsverð vandræði hafa verið á rekstri fyrirtækisins en það missti faggildingu sína um tíma fyrir tæpu ári. Samtök iðnaðarins voru stærsti eigandi Vottunar hf. en að auki voru Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök fjármálafyrirtækja í eigendahópnum. Þá voru einnig gamlar afturgöngur hrunsins í hluthafahópnum, Alfesca og Burðarás. Fyrirtækið Vottun hf. var stofnað árið 1991 og hefur aðalstarfsemi þess verið vottun stjórnunarkerfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. Á grundvelli faggildingar frá Einkaleyfastofu um þá vottun fékk fyrirtækið undanþágu til þess að veita fyrirtækjum jafnlaunavottun í samræmi við lög þar um. Hóf Vottun þegar að gera samninga við fyrirtæki og stofnanir um slíkar úttektir og ljóst var að um verðmætan markað gæti verið að ræða. Fyrirtækið hefur átt í talsverðum viðskiptum við hið opinbera en á síðustu mánuðum hafa utanríkismálaráðuneytið, mennta og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið og dómsmálaráðuneytið hlotið staðfestingu á jafnlaunavottun sinni frá Vottun. Rekstur Vottunar hf. hefur ekki verið umsvifamikill undanfarin ár og fyrirtækið hefur verið rekið með tapi ár eftir ár. Þá hafa afskipti eigenda verið lítil sem engin. Þeir vöknuðu síðan upp við vondan draum þegar greint var frá því í fjölmiðlum í nóvember 2018 að Vottun hf. hefði misst faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu. Það var afar pínleg niðurstaða fyrir fyrirtæki sem hafði það verkefni að leggja dóm á framkvæmd annarra fyrirtækja með vottun að missa sína eigin vottun. Rétt er þó að taka fram að nokkrum mánuðum síðar fékk Vottun hf. faggildingu sína aftur viðurkennda og því var aftur kominn grundvöllur fyrir starfseminni. Talsverð ókyrrð myndaðist í hópi hluthafa enda komu tíðindin um faggildingarmissinn þeim í opna skjöldu. Kom vilji þeirra til þess að losa sig við vandræðabarnið fljótlega í ljós og það á mjög lágu verði. Niðurstaðan varð sú að selja starfsmönnum Vottunar hf. fyrirtækið. Í þeim hópi eru Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Davíð Lúðvíksson úttektarstjóri sem áður var starfsmaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Vottunar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Hluthafar vottunarstofunnar Vottun hf. hafa selt hana starfsmönnum fyrirtækisins. Talsverð vandræði hafa verið á rekstri fyrirtækisins en það missti faggildingu sína um tíma fyrir tæpu ári. Samtök iðnaðarins voru stærsti eigandi Vottunar hf. en að auki voru Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök fjármálafyrirtækja í eigendahópnum. Þá voru einnig gamlar afturgöngur hrunsins í hluthafahópnum, Alfesca og Burðarás. Fyrirtækið Vottun hf. var stofnað árið 1991 og hefur aðalstarfsemi þess verið vottun stjórnunarkerfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. Á grundvelli faggildingar frá Einkaleyfastofu um þá vottun fékk fyrirtækið undanþágu til þess að veita fyrirtækjum jafnlaunavottun í samræmi við lög þar um. Hóf Vottun þegar að gera samninga við fyrirtæki og stofnanir um slíkar úttektir og ljóst var að um verðmætan markað gæti verið að ræða. Fyrirtækið hefur átt í talsverðum viðskiptum við hið opinbera en á síðustu mánuðum hafa utanríkismálaráðuneytið, mennta og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið og dómsmálaráðuneytið hlotið staðfestingu á jafnlaunavottun sinni frá Vottun. Rekstur Vottunar hf. hefur ekki verið umsvifamikill undanfarin ár og fyrirtækið hefur verið rekið með tapi ár eftir ár. Þá hafa afskipti eigenda verið lítil sem engin. Þeir vöknuðu síðan upp við vondan draum þegar greint var frá því í fjölmiðlum í nóvember 2018 að Vottun hf. hefði misst faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu. Það var afar pínleg niðurstaða fyrir fyrirtæki sem hafði það verkefni að leggja dóm á framkvæmd annarra fyrirtækja með vottun að missa sína eigin vottun. Rétt er þó að taka fram að nokkrum mánuðum síðar fékk Vottun hf. faggildingu sína aftur viðurkennda og því var aftur kominn grundvöllur fyrir starfseminni. Talsverð ókyrrð myndaðist í hópi hluthafa enda komu tíðindin um faggildingarmissinn þeim í opna skjöldu. Kom vilji þeirra til þess að losa sig við vandræðabarnið fljótlega í ljós og það á mjög lágu verði. Niðurstaðan varð sú að selja starfsmönnum Vottunar hf. fyrirtækið. Í þeim hópi eru Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Davíð Lúðvíksson úttektarstjóri sem áður var starfsmaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Vottunar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent