Bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir afkomuviðvörun Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2019 12:36 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. arion banki Bankastjóri Arion banka segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. Undirliggjandi rekstur bankans sé sterkur þótt afkoma ársins verði eflaust langt frá markmiðum. Í áhættuviðvörun sem Arion banki sendi Kauphöllinni í gærkvöldi segir að neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nemi um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Þrír þættir eru sérstaklega sagðir skýra tapið nú. Lágt sílikonverð á heimsmarkaði leiði til þess að Arion niðurfæri eignir Stakksbergs, eignarhaldsfélags banks um sílikonverksmiðju í Helguvík um 1,5 milljarða. Þá eru eignir bankans í TravelCo færðar niður um 600 milljónir og vegna taps á starfsemi Valitor sé eign bankans í greiðslumiðlunarfyrirtækinu lækkaðar um 900 milljónir. Benedikt Gíslason bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir þetta. „Eins og kemur fram í tilkynningunni hafa ytri þættir þróast með óhagstæðum hætti. Sem veldur því að við þurfum að endurmeta verðmat eignanna. Þetta er hins vegar breyting sem nemur einu og hálfu prósenti af eiginfé bankans og ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Benedikt. Með þessari tilkynningu til Kauphallarinnar sé einungis verið að upplýsa um þennan eina lið í rekstrarreikningi bankans og varði eignir í sölumeðferð. „Við sáum enga ástæðu til að gefa út yfirlýsingar um undirliggjandi rekstur bankans.“Það þekkja allir þá erfiðleika sem sílikonverksmiðjan hefur gengið í gegn um. Sjáið þið fram á að geta selt hana á þessu ári?„Mér finnst það nú ólíklegt. Við erum enn að undirbúa söluferli og því miður er umhverfið mjög óhagstætt. Það er lágt verð á þeirri vöru sem verksmiðjan væri að framleiða,“ segir Benedikt. Þá sé búið að bókfæra annað tap eins og vegna gjaldþrots WOW Air.Þegar þið gerið upp árið, ertu bjartsýnn á að bankinn skili góðri niðurstöðu? „Undirliggjandi rekstur bankans er sterkur. Þótt árið verði eflaust ekkert sérstakt og kannski langt frá okkar markmiðum þá horfum við björt fram á við. Undirliggjandi rekstur bankans er sterkur,“ segir Benedikt Gíslason. Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Bankastjóri Arion banka segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. Undirliggjandi rekstur bankans sé sterkur þótt afkoma ársins verði eflaust langt frá markmiðum. Í áhættuviðvörun sem Arion banki sendi Kauphöllinni í gærkvöldi segir að neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nemi um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Þrír þættir eru sérstaklega sagðir skýra tapið nú. Lágt sílikonverð á heimsmarkaði leiði til þess að Arion niðurfæri eignir Stakksbergs, eignarhaldsfélags banks um sílikonverksmiðju í Helguvík um 1,5 milljarða. Þá eru eignir bankans í TravelCo færðar niður um 600 milljónir og vegna taps á starfsemi Valitor sé eign bankans í greiðslumiðlunarfyrirtækinu lækkaðar um 900 milljónir. Benedikt Gíslason bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir þetta. „Eins og kemur fram í tilkynningunni hafa ytri þættir þróast með óhagstæðum hætti. Sem veldur því að við þurfum að endurmeta verðmat eignanna. Þetta er hins vegar breyting sem nemur einu og hálfu prósenti af eiginfé bankans og ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Benedikt. Með þessari tilkynningu til Kauphallarinnar sé einungis verið að upplýsa um þennan eina lið í rekstrarreikningi bankans og varði eignir í sölumeðferð. „Við sáum enga ástæðu til að gefa út yfirlýsingar um undirliggjandi rekstur bankans.“Það þekkja allir þá erfiðleika sem sílikonverksmiðjan hefur gengið í gegn um. Sjáið þið fram á að geta selt hana á þessu ári?„Mér finnst það nú ólíklegt. Við erum enn að undirbúa söluferli og því miður er umhverfið mjög óhagstætt. Það er lágt verð á þeirri vöru sem verksmiðjan væri að framleiða,“ segir Benedikt. Þá sé búið að bókfæra annað tap eins og vegna gjaldþrots WOW Air.Þegar þið gerið upp árið, ertu bjartsýnn á að bankinn skili góðri niðurstöðu? „Undirliggjandi rekstur bankans er sterkur. Þótt árið verði eflaust ekkert sérstakt og kannski langt frá okkar markmiðum þá horfum við björt fram á við. Undirliggjandi rekstur bankans er sterkur,“ segir Benedikt Gíslason.
Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20