Slá sölu á Sigurhæðum á frest til að kanna nýjar hugmyndir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2019 16:23 Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar. Þórgnýr Dýrfjörð Þegar Akureyrarstofa og Akureyrarbær greindu frá því í upphafi mánaðarins að stefnt væri að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús Matthíasar Jochumssonar, spunnust heitar umræður á meðal bæjarbúa norðan heiða. Ljóst var að fjölmargir bera taugar þjóðskáldsins og hússins. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar. Starfsmönnum Akureyrarstofu hefur verið falið að kanna hvort þar sé um raunhæfa kosti að ræða. Sjá nánar: Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar „Á Akureyri eru einnig rekin skáldahús Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og Nonnahús Jóns Sveinssonar. Um margra ára skeið hefur Akureyrarbær bent á það óréttlæti að ríkið veiti rekstri skáldahúsanna á Akureyri engan fjárstuðning, ólíkt öðrum skáldahúsum t.d. Skriðuklaustri, Snorrastofu, Gljúfrasteini og Þórbergssetri. Þess má geta að Akureyrarbær á fleiri sögufræg hús að auki: Samkomuhúsið, Gamla spítala, Laxdalshús, Friðbjarnarhús og Hús Hákarla Jörundar og Ölduhús sem bæði eru í Hrísey,“ segir Hilda Jana. Hilda Jana Gísladóttir segir að ósanngjarnt sé að ætlast til þess að skattgreiðendur á Akureyri standi einir straum af þeim kostnaði að varðveita menningararf þjóðarinnar og halda á lofti minningu þjóðskáldanna. Akureyrarstofa hafi í samráði við Minjasafnið á Akureyri ákveðið að forgangsraða verkefnum skáldahúsa bæjarins og einbeita sér að því að skapa líf í Nonnahúsi og í Davíðshúsi. Sigurhæðir hafi ekki verið rekið sem skáldahús síðan haustið 2016 og staðið autt frá miðju ári 2017. Bæjaryfirvöld töldu fullreynt að fá fjármagn frá ríkinu til að reka Sigurhæðir sem skáldahús auk þess sem ekki hafi gengið að finna húsinu annað hlutverk. Hilda Jana segir að því hafi bæjaryfirvöld talið rétt að kanna hvort húsinu væri betur borgið með því að selja það. „Húsið sjálft væri áfram friðað á sínum stað, en í eigu annarra gæti kviknað þar líf, enda dapurlegt ef húsið stæði tómt í mörg ár til viðbótar.“ Hilda Jana segir að besti kosturinn í stöðunni væri að mennta- og menningarmálaráðuneytið myndi veita Akureyrarbæ fjárveitingu til að reka skáldahúsið. „Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að skattgreiðendur á Akureyri standi einir straum af þeim kostnaði að varðveita menningararf þjóðarinnar og halda á lofti minningu þjóðskáldanna. Það myndi engum detta í hug að skattgreiðendur í Mosfellsbæ ættu einir að reka Gljúfrastein til minningar um nóbelskáldið Halldór Laxness, hvers vegna á það sama ekki við hér á Akureyri?“ spyr Hilda Jana Gísladóttir. Akureyri Bókmenntir Menning Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Þegar Akureyrarstofa og Akureyrarbær greindu frá því í upphafi mánaðarins að stefnt væri að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús Matthíasar Jochumssonar, spunnust heitar umræður á meðal bæjarbúa norðan heiða. Ljóst var að fjölmargir bera taugar þjóðskáldsins og hússins. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar. Starfsmönnum Akureyrarstofu hefur verið falið að kanna hvort þar sé um raunhæfa kosti að ræða. Sjá nánar: Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar „Á Akureyri eru einnig rekin skáldahús Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og Nonnahús Jóns Sveinssonar. Um margra ára skeið hefur Akureyrarbær bent á það óréttlæti að ríkið veiti rekstri skáldahúsanna á Akureyri engan fjárstuðning, ólíkt öðrum skáldahúsum t.d. Skriðuklaustri, Snorrastofu, Gljúfrasteini og Þórbergssetri. Þess má geta að Akureyrarbær á fleiri sögufræg hús að auki: Samkomuhúsið, Gamla spítala, Laxdalshús, Friðbjarnarhús og Hús Hákarla Jörundar og Ölduhús sem bæði eru í Hrísey,“ segir Hilda Jana. Hilda Jana Gísladóttir segir að ósanngjarnt sé að ætlast til þess að skattgreiðendur á Akureyri standi einir straum af þeim kostnaði að varðveita menningararf þjóðarinnar og halda á lofti minningu þjóðskáldanna. Akureyrarstofa hafi í samráði við Minjasafnið á Akureyri ákveðið að forgangsraða verkefnum skáldahúsa bæjarins og einbeita sér að því að skapa líf í Nonnahúsi og í Davíðshúsi. Sigurhæðir hafi ekki verið rekið sem skáldahús síðan haustið 2016 og staðið autt frá miðju ári 2017. Bæjaryfirvöld töldu fullreynt að fá fjármagn frá ríkinu til að reka Sigurhæðir sem skáldahús auk þess sem ekki hafi gengið að finna húsinu annað hlutverk. Hilda Jana segir að því hafi bæjaryfirvöld talið rétt að kanna hvort húsinu væri betur borgið með því að selja það. „Húsið sjálft væri áfram friðað á sínum stað, en í eigu annarra gæti kviknað þar líf, enda dapurlegt ef húsið stæði tómt í mörg ár til viðbótar.“ Hilda Jana segir að besti kosturinn í stöðunni væri að mennta- og menningarmálaráðuneytið myndi veita Akureyrarbæ fjárveitingu til að reka skáldahúsið. „Það er ósanngjarnt að ætlast til þess að skattgreiðendur á Akureyri standi einir straum af þeim kostnaði að varðveita menningararf þjóðarinnar og halda á lofti minningu þjóðskáldanna. Það myndi engum detta í hug að skattgreiðendur í Mosfellsbæ ættu einir að reka Gljúfrastein til minningar um nóbelskáldið Halldór Laxness, hvers vegna á það sama ekki við hér á Akureyri?“ spyr Hilda Jana Gísladóttir.
Akureyri Bókmenntir Menning Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira