Kristinn Guðmundsson: Ég er búinn að segja við dómaranefnd að þetta sé slakasta parið Einar Kárason skrifar 15. október 2019 20:44 Kristinn vandaði dómurum leiksins ekki kveðjurnar í kvöld. Vísir/Bára ,,Þetta er drullufúlt og eitthvað sem við erum mjög ósáttir við,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir tapleikinn gegn Aftureldingu. ,,Við erum ekki að gera nógu vel sóknarlega síðasta korterið og lendum í vandræðum. Við erum bara drullufúlir.” Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Eyjamenn yfir leikinn og fóru inn í hálfleikinn með fjögurra marka forustu. Hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleiknum? ,,Ég veit það ekki. Ég á eftir að skoða það. Erfitt að hoppa í það strax eftir leik og sérstaklega ef maður er í svona vondu skapi en við erum að gera okkur erfitt fyrir og okkur er gert þetta ógeðslega erfitt fyrir líka.” Dómarar leiksins fengu að heyra það frá bæði leikmönnum og stuðningsmönnum ÍBV og Kristinn vandaði þeim ekki kveðjurnar. ,,Sko, ég er kennari. Ég legg ákveðin verkefni fyrir börnin mín og vonast eftir ákveðnum frammistöðum og eitthvað slíkt. Í sambandi við þessa tvo þá vonast ég ekki eftir neinu. Ég er búinn að segja við dómaranefnd að þetta sé slakasta parið, sérstaklega annar dómarinn í þessu pari, slakasta parið sem dæmir í þessari deild. Alveg sama hvern þú tekur. Ég get bara ekki gert meiri kröfur á þá en það sem þeir buðu upp á í dag.” ,,Sóknarleikurinn (spurður hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleiknum). Við urðum of staðir í ákveðnum taktíkum og við þurfum að einbeita okkur að því að laga það. Það er mikilvægt fyrir okkur að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum gert betur. Við erum að tapa fyrir hörkuliði Aftureldingar. Við unnum þá mjög dramatískt í fyrra þar sem þeir voru brjálaðir eftir leik svo þetta er svolítið sagan þegar þessi lið mætast.” ,,Við eigum hörkuleik eftir pásu svo við höfum tíma núna til að einbeita okkur að því að þróa okkar leik en meira og skapa okkur okkar eigin lukku. Við höfum svolítið verið að henda því frá okkur í síðustu tveimur leikjum og við þurfum að skoða hvað við getum gert betur í því,” sagði Kristinn að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Afturelding 23-24 | Ótrúlegur sigur Aftureldingar í Vestmannaeyjum Afturelding vann ótrúlegan eins marks sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 24-23 Mosfellingum í vil. 15. október 2019 21:15 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira
,,Þetta er drullufúlt og eitthvað sem við erum mjög ósáttir við,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir tapleikinn gegn Aftureldingu. ,,Við erum ekki að gera nógu vel sóknarlega síðasta korterið og lendum í vandræðum. Við erum bara drullufúlir.” Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Eyjamenn yfir leikinn og fóru inn í hálfleikinn með fjögurra marka forustu. Hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleiknum? ,,Ég veit það ekki. Ég á eftir að skoða það. Erfitt að hoppa í það strax eftir leik og sérstaklega ef maður er í svona vondu skapi en við erum að gera okkur erfitt fyrir og okkur er gert þetta ógeðslega erfitt fyrir líka.” Dómarar leiksins fengu að heyra það frá bæði leikmönnum og stuðningsmönnum ÍBV og Kristinn vandaði þeim ekki kveðjurnar. ,,Sko, ég er kennari. Ég legg ákveðin verkefni fyrir börnin mín og vonast eftir ákveðnum frammistöðum og eitthvað slíkt. Í sambandi við þessa tvo þá vonast ég ekki eftir neinu. Ég er búinn að segja við dómaranefnd að þetta sé slakasta parið, sérstaklega annar dómarinn í þessu pari, slakasta parið sem dæmir í þessari deild. Alveg sama hvern þú tekur. Ég get bara ekki gert meiri kröfur á þá en það sem þeir buðu upp á í dag.” ,,Sóknarleikurinn (spurður hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleiknum). Við urðum of staðir í ákveðnum taktíkum og við þurfum að einbeita okkur að því að laga það. Það er mikilvægt fyrir okkur að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum gert betur. Við erum að tapa fyrir hörkuliði Aftureldingar. Við unnum þá mjög dramatískt í fyrra þar sem þeir voru brjálaðir eftir leik svo þetta er svolítið sagan þegar þessi lið mætast.” ,,Við eigum hörkuleik eftir pásu svo við höfum tíma núna til að einbeita okkur að því að þróa okkar leik en meira og skapa okkur okkar eigin lukku. Við höfum svolítið verið að henda því frá okkur í síðustu tveimur leikjum og við þurfum að skoða hvað við getum gert betur í því,” sagði Kristinn að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Afturelding 23-24 | Ótrúlegur sigur Aftureldingar í Vestmannaeyjum Afturelding vann ótrúlegan eins marks sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 24-23 Mosfellingum í vil. 15. október 2019 21:15 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Afturelding 23-24 | Ótrúlegur sigur Aftureldingar í Vestmannaeyjum Afturelding vann ótrúlegan eins marks sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 24-23 Mosfellingum í vil. 15. október 2019 21:15