Þungi hagstjórnar færist frá peningamálum til ríkisfjármála Lilja D. Alfreðsdóttir skrifar 16. október 2019 08:00 Lágvaxtaumhverfi hagkerfa er staðreynd á alþjóðavísu. Staðan sem uppi er í alþjóðakerfinu er án fordæma í nútímahagsögunni, þar sem hátt atvinnustig hefur jafnan verið ávísun á aukna verðbólgu. Sú hefur þó ekki verið raunin síðustu árin. Til dæmis er atvinnuleysi í Bandaríkjunum nú um 3,5% en verðbólga aðeins 1,4%. Þar, líkt og víða annars staðar, bendir ýmislegt til að á næstunni verði hagstjórnin í auknum mæli í höndum hins opinbera, sem taki að sér að örva hagkerfið í niðursveiflu. Minni verðbólga í hagkerfum heimsins á sér einkum þrjár skýringar. Í fyrsta lagi hefur þeim hagkerfum sem settu sér verðbólgumarkmið í kringum árið 2000 tekist að stýra verðbólguvæntingum. Í öðru lagi hefur hið opna hagkerfi, þar sem vörur, þjónusta og fjármagn flyst á milli hagkerfa, aukið hagkvæmni í viðskiptum. Í þriðja lagi hafa tækniframfarir og sjálfvirknivæðing lækkað framleiðslukostnað.Hagvöxtur og atvinnulífið Mikill hagvöxtur hefur einkennt íslenskt efnahagslíf síðustu misseri. Horfur hafa þó versnað tímabundið, meðal annars vegna minnkandi umsvifa í ferðaþjónustu og loðnubrests. Hægst hefur á hagvexti og spár gera ráð fyrir 0,2% samdrætti í ár. Framlag utanri´kisviðskipta til hagvaxtar á fyrsta fjórðungi var hins vegar ja´kvætt um sem nemur 4,4%. Áfram er vöxtur í einkaneyslu og samneyslu, þrátt fyrir að hann sé hægari en áður. Spár gera ráð fyrir að fjárfesting minnki um 5%. Atvinnuleysi er enn lágt í alþjóðlegu samhengi eða um 3,5%. Brýnt er að efnahagsaðgerðir nú aðstoði þjóðarbúið við að ná viðspyrnu.Sjálfstæð peningastefna stendur vaktina og veitir svigrúm Á þessu ári hefur verðbólga hjaðnað milli ársfjórðunga og nýjustu mælingar sýna 3,1% verðbólgu á þriðja fjórðungi. Verðstöðugleiki hefur aukist og verðbólga verið um 3% síðustu þrjú ár, en var að meðaltali um 8% á árunum 2006-2008. Langti´maverðbo´lguvæntingar hafa verið lægri undanfarin a´r og nær verðbo´lgumarkmiði Seðlabankans. Undanfarið hafa vextir verið lægri en þeir voru fyrir fja´rma´lakreppuna, hvort sem litið er til meginvaxta Seðlabankans eða langti´mavaxta á skuldabre´famarkaði. Þra´tt fyrir spennu i´ þjo´ðarbu´inu hefur verðbo´lga verið to¨luvert minni síðustu a´r en við lok si´ðasta þensluskeiðs. Þessi staða hefur gefið Seðlabankanum svigrúm til að lækka vexti. Gengisþróun er í ríkari mæli grundvölluð á undirliggjandi efnahagsþáttum og því hefur verðbólguþróun verið stöðug.Bolmagn heimila og fyrirtækja Skuldir heimila og fyrirtækja hafa minnkað mikið síðastliðinn áratug. Skuldir heimilanna na´mu í a´rslok 2018 um 75% af landsframleiðslu og höfðu lækkað um 45% frá a´rslokum 2008. Ástæður þessarar lækkunar eru meðal annars aðgerðir stjórnvalda í skuldamálum heimilanna, eins og Leiðréttingin og fleiri aðgerðir, auk þess sem ráðstöfunartekjur hafa aukist verulega. Kaupmáttur launa hefur aukist um 24% frá árinu 2007, þannig að hagur heimilanna hefur styrkst mikið. Skuldalækkun fyrirtækja er enn meiri, en i´ fyrra námu skuldir þeirra um 88% af landsframleiðslu en voru mestar 228% af landsframleiðslu a´rið 2008. Ánægjulegt er líka að sjá skuldir heimila, fyrirtækja og hins opinbera í erlendri mynt hafa lækkað verulega og því eru áhrif gengislækkunar mun minni nú en fyrir a´ratug. Þessi hagfellda staða heimilanna og fyrirtækjanna gerir þeim betur kleift að mæta niðursveiflu hagkerfisins en ella.Fjárfestingar hins opinbera sveiflist á móti hagsveiflunni Staða ríkissjóðs Íslands er sterk. Heildarskuldir hafa lækkað mjög hratt frá fjármálahruni, farið úr 90% af landsframleiðslu í 23%. Stöðugleikaframlög og aðferðafræðin við uppgjör föllnu bankanna hafa átt ríkan þátt í því að þessi hagfellda staða er uppi í ríkisfjármálum. Staðan gerir stjórnvöldum kleift að koma til móts við hagsveifluna og búa til svigrúm. Vegna þessa er stefnt að því að afgangur af heildarafkomu ri´kissjo´ðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verði að la´gmarki i´ jafnvægi a´rin 2020 og 2021, en afgangur verði um 0,3% a´rið 2022. Afkoman mætir því þörfum efnahagslífsins til samræmis við breyttar horfur a´n þess þo´ að vikið verði ti´mabundið fra´ fja´rma´lareglum um afkomu og skuldir eins og lo¨g um opinber fja´rma´l heimila. Rétt er að nefna, að ri´kissjo´ði hafa aldrei a´ður boðist jafngo´ð kjo¨r a´ skuldabre´famo¨rkuðum og nú. Ljóst er að þróttur íslenska hagkerfisins er umtalsverður og hið opinbera mótar stefnu sína út frá breyttum forsendum til að koma til móts við hagsveifluna. Íslenska hagkerfið er undirbúið fyrir niðursveiflu og hið opinbera kemur til móts við hana með skattalækkunum og auknum opinberum framkvæmdum.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra og situr í ráðherranefnd um efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Lágvaxtaumhverfi hagkerfa er staðreynd á alþjóðavísu. Staðan sem uppi er í alþjóðakerfinu er án fordæma í nútímahagsögunni, þar sem hátt atvinnustig hefur jafnan verið ávísun á aukna verðbólgu. Sú hefur þó ekki verið raunin síðustu árin. Til dæmis er atvinnuleysi í Bandaríkjunum nú um 3,5% en verðbólga aðeins 1,4%. Þar, líkt og víða annars staðar, bendir ýmislegt til að á næstunni verði hagstjórnin í auknum mæli í höndum hins opinbera, sem taki að sér að örva hagkerfið í niðursveiflu. Minni verðbólga í hagkerfum heimsins á sér einkum þrjár skýringar. Í fyrsta lagi hefur þeim hagkerfum sem settu sér verðbólgumarkmið í kringum árið 2000 tekist að stýra verðbólguvæntingum. Í öðru lagi hefur hið opna hagkerfi, þar sem vörur, þjónusta og fjármagn flyst á milli hagkerfa, aukið hagkvæmni í viðskiptum. Í þriðja lagi hafa tækniframfarir og sjálfvirknivæðing lækkað framleiðslukostnað.Hagvöxtur og atvinnulífið Mikill hagvöxtur hefur einkennt íslenskt efnahagslíf síðustu misseri. Horfur hafa þó versnað tímabundið, meðal annars vegna minnkandi umsvifa í ferðaþjónustu og loðnubrests. Hægst hefur á hagvexti og spár gera ráð fyrir 0,2% samdrætti í ár. Framlag utanri´kisviðskipta til hagvaxtar á fyrsta fjórðungi var hins vegar ja´kvætt um sem nemur 4,4%. Áfram er vöxtur í einkaneyslu og samneyslu, þrátt fyrir að hann sé hægari en áður. Spár gera ráð fyrir að fjárfesting minnki um 5%. Atvinnuleysi er enn lágt í alþjóðlegu samhengi eða um 3,5%. Brýnt er að efnahagsaðgerðir nú aðstoði þjóðarbúið við að ná viðspyrnu.Sjálfstæð peningastefna stendur vaktina og veitir svigrúm Á þessu ári hefur verðbólga hjaðnað milli ársfjórðunga og nýjustu mælingar sýna 3,1% verðbólgu á þriðja fjórðungi. Verðstöðugleiki hefur aukist og verðbólga verið um 3% síðustu þrjú ár, en var að meðaltali um 8% á árunum 2006-2008. Langti´maverðbo´lguvæntingar hafa verið lægri undanfarin a´r og nær verðbo´lgumarkmiði Seðlabankans. Undanfarið hafa vextir verið lægri en þeir voru fyrir fja´rma´lakreppuna, hvort sem litið er til meginvaxta Seðlabankans eða langti´mavaxta á skuldabre´famarkaði. Þra´tt fyrir spennu i´ þjo´ðarbu´inu hefur verðbo´lga verið to¨luvert minni síðustu a´r en við lok si´ðasta þensluskeiðs. Þessi staða hefur gefið Seðlabankanum svigrúm til að lækka vexti. Gengisþróun er í ríkari mæli grundvölluð á undirliggjandi efnahagsþáttum og því hefur verðbólguþróun verið stöðug.Bolmagn heimila og fyrirtækja Skuldir heimila og fyrirtækja hafa minnkað mikið síðastliðinn áratug. Skuldir heimilanna na´mu í a´rslok 2018 um 75% af landsframleiðslu og höfðu lækkað um 45% frá a´rslokum 2008. Ástæður þessarar lækkunar eru meðal annars aðgerðir stjórnvalda í skuldamálum heimilanna, eins og Leiðréttingin og fleiri aðgerðir, auk þess sem ráðstöfunartekjur hafa aukist verulega. Kaupmáttur launa hefur aukist um 24% frá árinu 2007, þannig að hagur heimilanna hefur styrkst mikið. Skuldalækkun fyrirtækja er enn meiri, en i´ fyrra námu skuldir þeirra um 88% af landsframleiðslu en voru mestar 228% af landsframleiðslu a´rið 2008. Ánægjulegt er líka að sjá skuldir heimila, fyrirtækja og hins opinbera í erlendri mynt hafa lækkað verulega og því eru áhrif gengislækkunar mun minni nú en fyrir a´ratug. Þessi hagfellda staða heimilanna og fyrirtækjanna gerir þeim betur kleift að mæta niðursveiflu hagkerfisins en ella.Fjárfestingar hins opinbera sveiflist á móti hagsveiflunni Staða ríkissjóðs Íslands er sterk. Heildarskuldir hafa lækkað mjög hratt frá fjármálahruni, farið úr 90% af landsframleiðslu í 23%. Stöðugleikaframlög og aðferðafræðin við uppgjör föllnu bankanna hafa átt ríkan þátt í því að þessi hagfellda staða er uppi í ríkisfjármálum. Staðan gerir stjórnvöldum kleift að koma til móts við hagsveifluna og búa til svigrúm. Vegna þessa er stefnt að því að afgangur af heildarafkomu ri´kissjo´ðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verði að la´gmarki i´ jafnvægi a´rin 2020 og 2021, en afgangur verði um 0,3% a´rið 2022. Afkoman mætir því þörfum efnahagslífsins til samræmis við breyttar horfur a´n þess þo´ að vikið verði ti´mabundið fra´ fja´rma´lareglum um afkomu og skuldir eins og lo¨g um opinber fja´rma´l heimila. Rétt er að nefna, að ri´kissjo´ði hafa aldrei a´ður boðist jafngo´ð kjo¨r a´ skuldabre´famo¨rkuðum og nú. Ljóst er að þróttur íslenska hagkerfisins er umtalsverður og hið opinbera mótar stefnu sína út frá breyttum forsendum til að koma til móts við hagsveifluna. Íslenska hagkerfið er undirbúið fyrir niðursveiflu og hið opinbera kemur til móts við hana með skattalækkunum og auknum opinberum framkvæmdum.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra og situr í ráðherranefnd um efnahagsmál.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun