Þjálfari Írlands ósáttur við aðstæður í Víkinni og kennir dómaranum um tapið Arnar Geir Halldórsson skrifar 16. október 2019 09:00 Sveinn Aron í þann mund að skora úr vítaspyrnunni umdeildu. Vísir/Bára Íslenska landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, vann 1-0 sigur á jafnöldrum sínum frá Írlandi í gær í undankeppni EM 2021 en leikið var á Heimavelli hamingjunnar í Víkinni. Stephen Kenny, þjálfari írska liðsins, segir farir sínar ekki sléttar af heimsókn síns liðs til Íslands en í viðtali við írska fjölmiðilinn Independent byrjar hann á að kenna dómara leiksins um úrslitin. „Það er svekkjandi að tapa leiknum á vítaspyrnu sem var ekki réttur dómur. Lee fékk boltann í bakið og dómarinn dæmir víti og gefur honum spjald. Við erum mjög vonsviknir með að tapa leiknum á þessari ákvörðun,“ segir Kenny áður en hann talar um óboðlegar aðstæður en nokkuð hvasst var í Reykjavík í gær þegar leikurinn fór fram. Í greininni segir að aðstæður hafi verið algjör andstæða við síðasta leik Íra en þeir léku fyrir framan 7231 áhorfanda á Tallaght leikvangnum í Dublin þegar þeir fengu Ítalíu í heimsókn í riðlinum á dögunum. „Þetta voru súrrealískar aðstæður fyrir landsleik. Við komum frá leiknum gegn Ítalíu yfir í að spila fyrir framan 40 áhorfendur í hávaðarroki á velli sem er opinn á þremur hliðum,“ segir Kenny. „Þegar leikir eru spilaðir á góðum velli, eins og við gerðum gegn Svíum og Ítölum, ráðast úrslitin á því hvort liðið er hæfileikaríkara og hefur meiri gæði. Þessi leikur gegn Íslandi varð að algjörum farsa og okkar leikmenn þurftu að sýna annars konar eiginleika. Við gerðum það en Ísland var með alla sína leikmenn fyrir aftan boltann eftir að þeir skoruðu og þá er erfitt að brjóta þá á bak aftur,“ segir Kenny. Atriðin sem um ræðir má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Þór: Ætlum aðeins að fá að njóta þess að hafa tekið þrjú stig Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands var að vonum ánægður með 1-0 sigur íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu í dag en sigurinn þýðir að liðið er komið á topp síns riðils í undankeppni EM 2021. Arnar segir að strákarnir hafi svarað fyrir sig eftir erfitt tap í síðasta leik en þá lá liðið 5-0 gegn Svíum. 15. október 2019 19:15 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Írland 1-0 | Naumur sigur kom Íslandi upp í 2. sætið Íslenska U21 árs landsliðið lagði Írland í undankeppni EM 2021. Lokatölur 1-0 Íslands í vil þökk sé marki Sveins Arons Guðjohnsen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Með sigrinum er Ísland komið í annað sæti riðilsins með 9 stig að loknum fjórum umferðum. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr en Írarnir voru greinilega ósáttir með tap dagsins. 15. október 2019 19:00 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, vann 1-0 sigur á jafnöldrum sínum frá Írlandi í gær í undankeppni EM 2021 en leikið var á Heimavelli hamingjunnar í Víkinni. Stephen Kenny, þjálfari írska liðsins, segir farir sínar ekki sléttar af heimsókn síns liðs til Íslands en í viðtali við írska fjölmiðilinn Independent byrjar hann á að kenna dómara leiksins um úrslitin. „Það er svekkjandi að tapa leiknum á vítaspyrnu sem var ekki réttur dómur. Lee fékk boltann í bakið og dómarinn dæmir víti og gefur honum spjald. Við erum mjög vonsviknir með að tapa leiknum á þessari ákvörðun,“ segir Kenny áður en hann talar um óboðlegar aðstæður en nokkuð hvasst var í Reykjavík í gær þegar leikurinn fór fram. Í greininni segir að aðstæður hafi verið algjör andstæða við síðasta leik Íra en þeir léku fyrir framan 7231 áhorfanda á Tallaght leikvangnum í Dublin þegar þeir fengu Ítalíu í heimsókn í riðlinum á dögunum. „Þetta voru súrrealískar aðstæður fyrir landsleik. Við komum frá leiknum gegn Ítalíu yfir í að spila fyrir framan 40 áhorfendur í hávaðarroki á velli sem er opinn á þremur hliðum,“ segir Kenny. „Þegar leikir eru spilaðir á góðum velli, eins og við gerðum gegn Svíum og Ítölum, ráðast úrslitin á því hvort liðið er hæfileikaríkara og hefur meiri gæði. Þessi leikur gegn Íslandi varð að algjörum farsa og okkar leikmenn þurftu að sýna annars konar eiginleika. Við gerðum það en Ísland var með alla sína leikmenn fyrir aftan boltann eftir að þeir skoruðu og þá er erfitt að brjóta þá á bak aftur,“ segir Kenny. Atriðin sem um ræðir má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Þór: Ætlum aðeins að fá að njóta þess að hafa tekið þrjú stig Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands var að vonum ánægður með 1-0 sigur íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu í dag en sigurinn þýðir að liðið er komið á topp síns riðils í undankeppni EM 2021. Arnar segir að strákarnir hafi svarað fyrir sig eftir erfitt tap í síðasta leik en þá lá liðið 5-0 gegn Svíum. 15. október 2019 19:15 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Írland 1-0 | Naumur sigur kom Íslandi upp í 2. sætið Íslenska U21 árs landsliðið lagði Írland í undankeppni EM 2021. Lokatölur 1-0 Íslands í vil þökk sé marki Sveins Arons Guðjohnsen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Með sigrinum er Ísland komið í annað sæti riðilsins með 9 stig að loknum fjórum umferðum. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr en Írarnir voru greinilega ósáttir með tap dagsins. 15. október 2019 19:00 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Sjá meira
Arnar Þór: Ætlum aðeins að fá að njóta þess að hafa tekið þrjú stig Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands var að vonum ánægður með 1-0 sigur íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu í dag en sigurinn þýðir að liðið er komið á topp síns riðils í undankeppni EM 2021. Arnar segir að strákarnir hafi svarað fyrir sig eftir erfitt tap í síðasta leik en þá lá liðið 5-0 gegn Svíum. 15. október 2019 19:15
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Írland 1-0 | Naumur sigur kom Íslandi upp í 2. sætið Íslenska U21 árs landsliðið lagði Írland í undankeppni EM 2021. Lokatölur 1-0 Íslands í vil þökk sé marki Sveins Arons Guðjohnsen úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Með sigrinum er Ísland komið í annað sæti riðilsins með 9 stig að loknum fjórum umferðum. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr en Írarnir voru greinilega ósáttir með tap dagsins. 15. október 2019 19:00