Birta og Kamma verkefnastjórar hjá nýnefndum Grænvangi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2019 10:18 Kamma Thordarson og Birta Kristín Helgadóttir eru nýráðnir verkefnastjórar hjá Grænvangi. Stjórn Samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir hefur samþykkt að formlegt nafn vettvangsins verði eftirleiðis Grænvangur á íslensku, en Green by Iceland á ensku. Þá hefur Grænvangur ráðið tvo nýja verkefnastjóra til starfa. Haft er eftir Unni Brá Konráðsdóttur formanni stjórnar Grænvangs að gamla nafnið hafi ekki verið mjög þjált í daglegri notkun. Nýja nafnið hafi aftur á móti alla burði til að festa sig í sessi. Meðfram nafnabreytingunni hefur Kamma Thordarson verið ráðin verkefnisstjóri kynninga og Birta Kristín Helgadóttir verkefnisstjóri greininga frá og með 1. nóvember. Kamma útskrifaðist frá Sciences Po Paris með meistarapróf í annars vegar alþjóðasamskiptum með áherslu á orkumál og hins vegar blaða- og fréttamennsku. Hún stundaði einnig nám í kínversku við Kínverska háskólann í Hong Kong. Undanfarið ár hefur hún unnið á samskiptasviði Íslandsstofu þar sem hún hefur einkum sinnt verkefnum í vefgerð og samfélagsmiðlum. Hún hefur áður unnið hjá Iceland Encounter og Iceland Travel Assistance, auk þess að hafa sinnt starfsnámi hjá Sameinuðu þjóðunum. Birta Kristín er með M.Sc. próf í umhverfis- og orkuverkfræði með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa frá Háskóla Íslands. Í lokaverkefni sínu fjallaði hún um möguleg áhrif loftslagsbreytinga á vindorku á Íslandi og hlaut til þess styrk úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar. Undanfarin ár hefur hún starfað sem ráðgjafi á fagsviði endurnýjanlegrar orku hjá EFLU verkfræðistofu. Hennar helstu verkefni hafa verið á sviði vindorku og þá einkum við frumhönnun, verkefnastjórnun, stefnumótun, skipulag og umhverfismál. Hún situr í stjórn félagsins Konur í orkumálum og stundar að auki skíðaþjálfun hjá Skíðadeild Ármanns. Stofnfundur Grænvangs fór fram þann 19. september. Hlutverk hans er að efla samstarf atvinnulífs og stjórnvalda við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að kolefnishlutleysi árið 2040. Þá mun vettvangurinn einnig vinna með íslenskum fyrirtækjum að markaðssetningu grænna lausna á alþjóðamarkaði og styðja við orðspor Íslands sem leiðandi lands á sviði sjálfbærni. Umhverfismál Vistaskipti Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri N1 færir sig yfir í loftslagsmál og grænar lausnir Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. 13. ágúst 2019 15:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Stjórn Samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir hefur samþykkt að formlegt nafn vettvangsins verði eftirleiðis Grænvangur á íslensku, en Green by Iceland á ensku. Þá hefur Grænvangur ráðið tvo nýja verkefnastjóra til starfa. Haft er eftir Unni Brá Konráðsdóttur formanni stjórnar Grænvangs að gamla nafnið hafi ekki verið mjög þjált í daglegri notkun. Nýja nafnið hafi aftur á móti alla burði til að festa sig í sessi. Meðfram nafnabreytingunni hefur Kamma Thordarson verið ráðin verkefnisstjóri kynninga og Birta Kristín Helgadóttir verkefnisstjóri greininga frá og með 1. nóvember. Kamma útskrifaðist frá Sciences Po Paris með meistarapróf í annars vegar alþjóðasamskiptum með áherslu á orkumál og hins vegar blaða- og fréttamennsku. Hún stundaði einnig nám í kínversku við Kínverska háskólann í Hong Kong. Undanfarið ár hefur hún unnið á samskiptasviði Íslandsstofu þar sem hún hefur einkum sinnt verkefnum í vefgerð og samfélagsmiðlum. Hún hefur áður unnið hjá Iceland Encounter og Iceland Travel Assistance, auk þess að hafa sinnt starfsnámi hjá Sameinuðu þjóðunum. Birta Kristín er með M.Sc. próf í umhverfis- og orkuverkfræði með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa frá Háskóla Íslands. Í lokaverkefni sínu fjallaði hún um möguleg áhrif loftslagsbreytinga á vindorku á Íslandi og hlaut til þess styrk úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar. Undanfarin ár hefur hún starfað sem ráðgjafi á fagsviði endurnýjanlegrar orku hjá EFLU verkfræðistofu. Hennar helstu verkefni hafa verið á sviði vindorku og þá einkum við frumhönnun, verkefnastjórnun, stefnumótun, skipulag og umhverfismál. Hún situr í stjórn félagsins Konur í orkumálum og stundar að auki skíðaþjálfun hjá Skíðadeild Ármanns. Stofnfundur Grænvangs fór fram þann 19. september. Hlutverk hans er að efla samstarf atvinnulífs og stjórnvalda við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að kolefnishlutleysi árið 2040. Þá mun vettvangurinn einnig vinna með íslenskum fyrirtækjum að markaðssetningu grænna lausna á alþjóðamarkaði og styðja við orðspor Íslands sem leiðandi lands á sviði sjálfbærni.
Umhverfismál Vistaskipti Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri N1 færir sig yfir í loftslagsmál og grænar lausnir Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. 13. ágúst 2019 15:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri N1 færir sig yfir í loftslagsmál og grænar lausnir Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. 13. ágúst 2019 15:00
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent