Margt sem má bæta við fæðingarorlof Andrés Ingi Jónsson skrifar 16. október 2019 16:45 Í gær fékk ég mjög áhugavert og efnismikið svar við fyrirspurn um fæðingar- og foreldraorlof (sjá hér). Þar er hægt að sjá helstu tölur um skiptingu eftir kyni, tekjum, stöðu fólks í námi og utan vinnumarkaðar o.s.frv., undanfarin fimm ár. Nokkur atriði stökkva á mig við fyrstu sýn. Sameiginlegur réttur foreldra er nánast eingöngu nýttur af mæðrum. Í kringum 90% mæðra fullnýta sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýta eitthvað af honum. Þetta kemur ekki á óvart og sýnir hversu rétt skref það er að draga úr sameiginlega réttinum samhliða lengingu fæðingarorlofs, líkt og stefnt er að, en á næstu tveimur árum er planið að fara úr 3-3-3-kerfi yfir í 5-5-2. Kannski þyrfti að skoða enn róttækari skref, þ.e. að tólf mánaða fæðingarorlofi yrði skipt jafnt á milli foreldra, en enginn sameiginlegur tími skilinn eftir. Þá er mjög áberandi að um 700 feður og 100 mæður taki ekki fæðingarorlof, en skv. svarinu er algengasta ástæðan sú að það hefur einfaldlega ekki sótt um. Hvaða hópar skyldu þetta vera og hverjar eru ástæðurnar? Þetta kallar á frekari rannsókn, t.d. til að sjá hvort hér finnist einstaklingarnir sem fréttist reglulega af, sem hafa misst rétt til fæðingarorlofs vegna tímabundins náms erlendis eða annarra ástæðna. Á meðan 90 prósent mæðra nýta allan sameiginlega réttinn er áhugavert að tveir hópar skera sig sérstaklega úr. Annars vegar þær mæður sem eru utan vinnumarkaðar og fá fæðingarstyrk, en þar taka ekki nema 68 prósent eitthvað af sameiginlega tímanum. Hins vegar eru það láglaunakonur, sem sömuleiðis nýta sameiginlega réttinn minna en mæður að meðaltali. Mér þykir líklegt að þarna færi foreldrar sameiginlega réttinn yfir á það foreldri sem fær meira út úr honum, til að halda tekjum heimilisins uppi, enda er fæðingarstyrkurinn ekki nema 78 þúsund krónur og 80 prósentin sem láglaunakona fær af lágum launum er mjög lág upphæð. En það kæmi ekki á óvart að þessar mæður væru eftir sem áður heima hjá nýfæddu barninu, launalausar. Staða þeirra sem fá minnst út úr fæðingarorlofskerfinu vekur upp spurningar um lágmarksgreiðslur, sem við þurfum að spyrja okkur í tengslum við þá heildarendurskoðun sem er í gangi. Það er ákveðinn styrkleiki fæðingarorlofskerfisins að það er fjármagnað í gegnum tryggingargjald fólks á vinnumarkaði, en fyrir vikið er hætt við að það beri meira keim af því að vera vinnumarkaðsúrræði en félagslegt stuðningskerfi. Fólk sem fer í fæðingarorlof úr ágætlega launaðri vinnu þarf ekki að hafa áhyggjur af miklu tekjutapi vegna fæðingar. En öðru gegnir um fólkið á lægstu laununum og þau sem á einhvern hátt passa illa inn í kerfið og fá aðeins lágmarksstyrkina. Þar er hætt við að fyrstu mánuðir nýbakaðra foreldra litist af miklum fjárhagsáhyggjum. Á næstu árum verður fæðingarorlof lengt upp í 12 mánuði, sem kostar um 4 milljarða á ári, og hækkun hámarksgreiðslu í orlofi mun kosta 6 milljarða á ári þegar hún er að fullu komin til framkvæmda. Hvernig væri að hækka fólk á fæðingarstyrk upp í ígildi lágmarkslauna, sem kostar skv. svarinu tæpa 2 milljarða?Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Ingi Jónsson Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í gær fékk ég mjög áhugavert og efnismikið svar við fyrirspurn um fæðingar- og foreldraorlof (sjá hér). Þar er hægt að sjá helstu tölur um skiptingu eftir kyni, tekjum, stöðu fólks í námi og utan vinnumarkaðar o.s.frv., undanfarin fimm ár. Nokkur atriði stökkva á mig við fyrstu sýn. Sameiginlegur réttur foreldra er nánast eingöngu nýttur af mæðrum. Í kringum 90% mæðra fullnýta sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýta eitthvað af honum. Þetta kemur ekki á óvart og sýnir hversu rétt skref það er að draga úr sameiginlega réttinum samhliða lengingu fæðingarorlofs, líkt og stefnt er að, en á næstu tveimur árum er planið að fara úr 3-3-3-kerfi yfir í 5-5-2. Kannski þyrfti að skoða enn róttækari skref, þ.e. að tólf mánaða fæðingarorlofi yrði skipt jafnt á milli foreldra, en enginn sameiginlegur tími skilinn eftir. Þá er mjög áberandi að um 700 feður og 100 mæður taki ekki fæðingarorlof, en skv. svarinu er algengasta ástæðan sú að það hefur einfaldlega ekki sótt um. Hvaða hópar skyldu þetta vera og hverjar eru ástæðurnar? Þetta kallar á frekari rannsókn, t.d. til að sjá hvort hér finnist einstaklingarnir sem fréttist reglulega af, sem hafa misst rétt til fæðingarorlofs vegna tímabundins náms erlendis eða annarra ástæðna. Á meðan 90 prósent mæðra nýta allan sameiginlega réttinn er áhugavert að tveir hópar skera sig sérstaklega úr. Annars vegar þær mæður sem eru utan vinnumarkaðar og fá fæðingarstyrk, en þar taka ekki nema 68 prósent eitthvað af sameiginlega tímanum. Hins vegar eru það láglaunakonur, sem sömuleiðis nýta sameiginlega réttinn minna en mæður að meðaltali. Mér þykir líklegt að þarna færi foreldrar sameiginlega réttinn yfir á það foreldri sem fær meira út úr honum, til að halda tekjum heimilisins uppi, enda er fæðingarstyrkurinn ekki nema 78 þúsund krónur og 80 prósentin sem láglaunakona fær af lágum launum er mjög lág upphæð. En það kæmi ekki á óvart að þessar mæður væru eftir sem áður heima hjá nýfæddu barninu, launalausar. Staða þeirra sem fá minnst út úr fæðingarorlofskerfinu vekur upp spurningar um lágmarksgreiðslur, sem við þurfum að spyrja okkur í tengslum við þá heildarendurskoðun sem er í gangi. Það er ákveðinn styrkleiki fæðingarorlofskerfisins að það er fjármagnað í gegnum tryggingargjald fólks á vinnumarkaði, en fyrir vikið er hætt við að það beri meira keim af því að vera vinnumarkaðsúrræði en félagslegt stuðningskerfi. Fólk sem fer í fæðingarorlof úr ágætlega launaðri vinnu þarf ekki að hafa áhyggjur af miklu tekjutapi vegna fæðingar. En öðru gegnir um fólkið á lægstu laununum og þau sem á einhvern hátt passa illa inn í kerfið og fá aðeins lágmarksstyrkina. Þar er hætt við að fyrstu mánuðir nýbakaðra foreldra litist af miklum fjárhagsáhyggjum. Á næstu árum verður fæðingarorlof lengt upp í 12 mánuði, sem kostar um 4 milljarða á ári, og hækkun hámarksgreiðslu í orlofi mun kosta 6 milljarða á ári þegar hún er að fullu komin til framkvæmda. Hvernig væri að hækka fólk á fæðingarstyrk upp í ígildi lágmarkslauna, sem kostar skv. svarinu tæpa 2 milljarða?Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun