Darri Freyr: Þetta bara datt okkar megin í dag Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 16. október 2019 22:48 Darri var sáttur með sigurinn. vísir/bára Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var brosandi í lok risaleiks milli KR og Vals í Vesturbænum í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var jafn fram á lokasekúndurnar en Valur tók sigurinn að lokum, 74-76. Á lokamínútunni gátu úrslitin fallið á báða bóga en Darri hafði ekki allt of miklar áhyggjur. „Mér leið vel, treysti stelpunum til að klára svona aðstæður. Töluðum um það fyrir leikinn að hvernig sem að þetta færi af stað þá vildum við vera liðið sem væri að vinna á lokakaflanum,“ sagði Darri og Valur náði vissulega að klára leikinn á lokametrunum. „Þetta var leikur sem hefði getað farið á báða vegu. Við vorum taktískt mjög lélegar en náðum að koma okkur aftur inn í leikinn með frekju og látum. Þetta bara datt okkar megin í dag,“ sagði hann. Hildur Björg Kjartansdóttir tók yfir í lokafjórðungnum og spilaði næstum því óaðfinnanlega á báðum endum vallarins. Hún stöðvaði Helenu á mikilvægum stundum á lokamínútunum en Darri var ekki að stressa sig á því. „Það getur engin slökkt á Helenu, en Hildur spilaði frábæra vörn, eins og við var að búast af atvinnumanni eins og Hildur er. Við vitum að hún er einn af okkar allra bestu leikmönnum, þannig að þetta kemur ekkert á óvart,“ sagði Darri og sparaði ekki hrósið í garð Hildar. Darri var strax byrjaður að velta fyrir sér hvernig liðið hans gæti takmarkað sterkt sóknarlið KR-inga og ætlaði sér að vinna næsta leik með öruggari hætti. „Við reynum kerfisbundið að draga úr því sem KR er að gera og finna betri lausnir sóknarlega okkar megin,“ sagði hann og vísaði þar í að Valur skoraði 103 stig að meðaltali í sínum fyrstu tveim leikjum en gat aðeins skorað 76 í þessum stórleik. Bæði lið voru að berjast í leiknum og það sést kannski best á því að margir leikmenn þurfti á einhverjum tímapunkti að yfirgefa leikinn í mislangan tíma vegna meiðsla. „Nærri því engin er heil eftir svona leik. Þetta var eiginlega algjört rugl á köflum,“ sagði Darri en dómarar leiksins áttu í fullu fangi með að dæma þennan leik. „Það voru bara allar að leggja sig fram og vilja ógeðslega mikið vinna,“ sagði Darri um keppnisskap liðanna í leiknum og bætti við að það væri geggjað að fá svona spennuleik í byrjun tímabilsins. „Ég ætla að ábyrgjast að við höfum ekki fengið svona leik áður í 3. umferð deildarinnar!“ sagði Darri og var strax farinn að pæla í næsta leik gegn þessu þrælsterka liði KR. Dominos-deild kvenna Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var brosandi í lok risaleiks milli KR og Vals í Vesturbænum í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var jafn fram á lokasekúndurnar en Valur tók sigurinn að lokum, 74-76. Á lokamínútunni gátu úrslitin fallið á báða bóga en Darri hafði ekki allt of miklar áhyggjur. „Mér leið vel, treysti stelpunum til að klára svona aðstæður. Töluðum um það fyrir leikinn að hvernig sem að þetta færi af stað þá vildum við vera liðið sem væri að vinna á lokakaflanum,“ sagði Darri og Valur náði vissulega að klára leikinn á lokametrunum. „Þetta var leikur sem hefði getað farið á báða vegu. Við vorum taktískt mjög lélegar en náðum að koma okkur aftur inn í leikinn með frekju og látum. Þetta bara datt okkar megin í dag,“ sagði hann. Hildur Björg Kjartansdóttir tók yfir í lokafjórðungnum og spilaði næstum því óaðfinnanlega á báðum endum vallarins. Hún stöðvaði Helenu á mikilvægum stundum á lokamínútunum en Darri var ekki að stressa sig á því. „Það getur engin slökkt á Helenu, en Hildur spilaði frábæra vörn, eins og við var að búast af atvinnumanni eins og Hildur er. Við vitum að hún er einn af okkar allra bestu leikmönnum, þannig að þetta kemur ekkert á óvart,“ sagði Darri og sparaði ekki hrósið í garð Hildar. Darri var strax byrjaður að velta fyrir sér hvernig liðið hans gæti takmarkað sterkt sóknarlið KR-inga og ætlaði sér að vinna næsta leik með öruggari hætti. „Við reynum kerfisbundið að draga úr því sem KR er að gera og finna betri lausnir sóknarlega okkar megin,“ sagði hann og vísaði þar í að Valur skoraði 103 stig að meðaltali í sínum fyrstu tveim leikjum en gat aðeins skorað 76 í þessum stórleik. Bæði lið voru að berjast í leiknum og það sést kannski best á því að margir leikmenn þurfti á einhverjum tímapunkti að yfirgefa leikinn í mislangan tíma vegna meiðsla. „Nærri því engin er heil eftir svona leik. Þetta var eiginlega algjört rugl á köflum,“ sagði Darri en dómarar leiksins áttu í fullu fangi með að dæma þennan leik. „Það voru bara allar að leggja sig fram og vilja ógeðslega mikið vinna,“ sagði Darri um keppnisskap liðanna í leiknum og bætti við að það væri geggjað að fá svona spennuleik í byrjun tímabilsins. „Ég ætla að ábyrgjast að við höfum ekki fengið svona leik áður í 3. umferð deildarinnar!“ sagði Darri og var strax farinn að pæla í næsta leik gegn þessu þrælsterka liði KR.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira