Özil opnar sig um árásina í sumar í ítarlegu viðtali Anton Ingi Leifsson skrifar 17. október 2019 16:45 Özil og Kolasinac á góðri stundu. vísir/getty Mesut Özil, leikmaður Arsenal, hefur í fyrsta sinn tjáð sig um hnífa árásina sem hann og liðsfélagi hans, Sead Kolasinac, urðu fyrir í sumar. Arsenal-mennirnir voru úti með konum sínum að keyra á götum Lundúnarborgar er tveir vopnaðir menn réðust að bílnum. Özil og Kolasinac ásamt eiginkonum þeirra komust í burtu eftir mikinn hamagang en þetta varð til þess að þeir misstu af byrjun ensku úrvalsdeildarinnar enda var óttast um öryggi þeirra. Þjóðverjinn opnaði sig um atvikið í samtali við The Athletic. „Ég keyrði frá heimili mínu til Sead. Hann var fyrir utan og við spjölluðum saman. Kona mín sat við hliðina á mér og svo komu þessir menn. Við horfðum á hvorn annan í tíu eða fimmtán sekúndur,“ sagði Özil við The Athletic. „Við vorum að hugsa um hvort þeir vildu taka mynd því það hafði gerst áður. Síðan sáum við að þeir voru með vopn og þá vissum við að það væri eitthvað rangt. Þeir sáu stóran bíl og Sead rétti mér eitthvað þá sáu þeir að hann var með dýrt úr.“ Eiginkona Özil var með honum í bílnum og sá þýski var ekki að hugsa um sjálfan sig á þessum tímapunkti. „Við vorum nýlega gift og ég var hræddur um konuna mína. Ég var hræddur um Sead. Ég var ekki að hugsa um sjálfan mig. Ég var hræddur um að þeir myndu koma inn um hurðina hjá konunni minni og þeir reyndu það en ég náði að komast framhjá konu minni og læsa hurðinni.“An honest & explosive interview with @MesutOzil1088. The German discusses: his #Arsenal future 'ridiculous' criticism & his form the attack on him & his wife the row that saw him quit Germany. Interview with @David_Ornstein. Subscribe: https://t.co/9wy9lS5pRn — The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 17, 2019 „Ég sá einn möguleika og það var að keyra í burtu. Ef þeir hefðu náð konunni minni þá hefði eitthvað skelfilegt hafa gerst. Þetta gerðist svo hratt að þú gast ekki hugsað almennilega.“ Özil var fljótur til. Hann settist í bílstjórasætið, sagði Kolasinac að hoppa í og brunaði í burtu. „Ég keyrði aðeins fram og sagði Sead að hoppa inn og sem betur fer gerði hann það. Annar gaurinn reyndi að komast inn. Sead lokaði hurðinni og ég tók U-beygju. Þeir tóku múrsteina og steina og köstuðu í átt að bílnum.“ „Ég keyrði í burtu en þeir fylgdu okkur. Ég var að keyra mjög hratt en þeir héldu áfram að elta okkur. Ég reyndi að hreyfa bílinn, koma í veg fyrir þá en þeir fylgdu okkur alltaf. Konan mín var mjög hrædd,“ sagði Þjóðverjinn. Árásarmennirnir fundust að endingu og hafa nú verið ákærðir fyrir þessa lífshættulegu árás. Enski boltinn Tengdar fréttir Ákærðir fyrir árásina á Kolasinac og Özil Árásin vakti mikla athygli á Englandi enda einkar óhugnanleg. 25. september 2019 11:30 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira
Mesut Özil, leikmaður Arsenal, hefur í fyrsta sinn tjáð sig um hnífa árásina sem hann og liðsfélagi hans, Sead Kolasinac, urðu fyrir í sumar. Arsenal-mennirnir voru úti með konum sínum að keyra á götum Lundúnarborgar er tveir vopnaðir menn réðust að bílnum. Özil og Kolasinac ásamt eiginkonum þeirra komust í burtu eftir mikinn hamagang en þetta varð til þess að þeir misstu af byrjun ensku úrvalsdeildarinnar enda var óttast um öryggi þeirra. Þjóðverjinn opnaði sig um atvikið í samtali við The Athletic. „Ég keyrði frá heimili mínu til Sead. Hann var fyrir utan og við spjölluðum saman. Kona mín sat við hliðina á mér og svo komu þessir menn. Við horfðum á hvorn annan í tíu eða fimmtán sekúndur,“ sagði Özil við The Athletic. „Við vorum að hugsa um hvort þeir vildu taka mynd því það hafði gerst áður. Síðan sáum við að þeir voru með vopn og þá vissum við að það væri eitthvað rangt. Þeir sáu stóran bíl og Sead rétti mér eitthvað þá sáu þeir að hann var með dýrt úr.“ Eiginkona Özil var með honum í bílnum og sá þýski var ekki að hugsa um sjálfan sig á þessum tímapunkti. „Við vorum nýlega gift og ég var hræddur um konuna mína. Ég var hræddur um Sead. Ég var ekki að hugsa um sjálfan mig. Ég var hræddur um að þeir myndu koma inn um hurðina hjá konunni minni og þeir reyndu það en ég náði að komast framhjá konu minni og læsa hurðinni.“An honest & explosive interview with @MesutOzil1088. The German discusses: his #Arsenal future 'ridiculous' criticism & his form the attack on him & his wife the row that saw him quit Germany. Interview with @David_Ornstein. Subscribe: https://t.co/9wy9lS5pRn — The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 17, 2019 „Ég sá einn möguleika og það var að keyra í burtu. Ef þeir hefðu náð konunni minni þá hefði eitthvað skelfilegt hafa gerst. Þetta gerðist svo hratt að þú gast ekki hugsað almennilega.“ Özil var fljótur til. Hann settist í bílstjórasætið, sagði Kolasinac að hoppa í og brunaði í burtu. „Ég keyrði aðeins fram og sagði Sead að hoppa inn og sem betur fer gerði hann það. Annar gaurinn reyndi að komast inn. Sead lokaði hurðinni og ég tók U-beygju. Þeir tóku múrsteina og steina og köstuðu í átt að bílnum.“ „Ég keyrði í burtu en þeir fylgdu okkur. Ég var að keyra mjög hratt en þeir héldu áfram að elta okkur. Ég reyndi að hreyfa bílinn, koma í veg fyrir þá en þeir fylgdu okkur alltaf. Konan mín var mjög hrædd,“ sagði Þjóðverjinn. Árásarmennirnir fundust að endingu og hafa nú verið ákærðir fyrir þessa lífshættulegu árás.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ákærðir fyrir árásina á Kolasinac og Özil Árásin vakti mikla athygli á Englandi enda einkar óhugnanleg. 25. september 2019 11:30 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira
Ákærðir fyrir árásina á Kolasinac og Özil Árásin vakti mikla athygli á Englandi enda einkar óhugnanleg. 25. september 2019 11:30