Bikaróði formaðurinn Benedikt Bóas skrifar 17. október 2019 15:45 Kristinn er fluttur aftur að KR-svæðinu eftir nokkur ár í Grafarholti. Fréttablaðið/Ernir „Allir titlarnir eru auðvitað manni kærir. Titillinn 1999 var einstakur á svo margan hátt. Á Eiðistorgi voru mörg þúsund manns að fagna. Stelpurnar vinna tvöfalt og Atli Eðvaldsson í rykfrakkanum á hliðarlínunni. Hann var eftirminnilegur sá titill en þessi nýjasti er einstaklega sætur fyrir margar sakir,“ segir Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR. Kristinn ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri á næsta aðalfundi sem fer fram í febrúar. Hann kom inn í stjórn knattspyrnudeildarinnar árið 1999 og varð formaður 2008. Kristinn fagnaði sjö sinnum Íslandsmeistaratitli karlamegin, auk þess að verða sex sinnum bikarmeistari. Fimm sinnum karlamegin og einu sinni kvennamegin. „Ég er bara búinn með minn tíma og ætla nú að njóta þess að vera á leikjum KR. Mæta kannski klukkutíma fyrir leik sem verður töluverð breyting. Ég hef alltaf mætt tímanlega fyrir alla leiki – heimaleiki sérstaklega. Þetta verður án efa skrýtið enda búið að vera stór hluti af lífi mínu í langan tíma. Trúlega veit ég ekkert hvernig ég á að vera – það kemur bara í ljós,“ segir hann léttur.Kristinn Kjærnested og Björn Einarsson, formenn knattspyrnudeilda KR og Víkings, vinna saman. Fréttablaðið/Anton BrinkHann mun sinna formennskunni fram til febrúar og er að klára ýmis mál ásamt félögum sínum. Eftir það mun hann ganga út í sólsetrið. Þegar litið er yfir feril Kristins í stjórn og sem formaður kemur margt áhugavert í ljós. Hann hefur ekki aðeins verið duglegur að lyfta bikurum því á hans vakt fór KR-útvarpið í loftið og lýsti Kristinn flestum leikjum KR fyrsta árið. KR samdi við Sigurvin Ólafsson í beinni útsendingu í Heklusporti og ýmislegt fleira sem önnur lið hafa reynt að apa eftir. „Það er frábært að útvarpið sé enn við lýði. Þangað hafa komið þjálfarar andstæðinganna fyrir leik og það er margt vel gert. Við lýstum öllum leikjum í Evrópukeppninni, þannig gátu okkar stuðningsmenn fengið þá leiki beint í æð því það var oft erfitt að sjá þessa leiki í fyrstu umferð í beinni útsendingu.“ Talandi um Evrópukeppnina þá segir Kristinn það vera gott aukakrydd í tilveruna á stuttu íslensku sumri. Hann hefur farið með liðinu víða um Evrópu og segist eiga margar góðar minningar á þessum 20 árum. „Við unnum Zilina einu sinni sem hafði verið í Meistaradeildinni með Chelsea og Marseille. Við höfum spilað okkar heimaleiki á KR-vellinum en ekki í Laugardalnum sem er ákveðið forskot að mínu mati. Mér er minnisstætt þegar við spiluðum við Basel og Fram átti heimaleik á sama tíma. Helmingur stuðningsmanna Basel birtist í Laugardalnum og kom 20 mínútum of seint í Frostaskjól. Þá vorum við 2-0 yfir.KR vann Pepsi Max deildina með yfirburðum. Fréttablaðið/Sigtryggur AriÞað er gaman að koma til þessara borga og þessara landa sem maður myndi ekki gera að öllu óbreyttu. Það var gaman að spila við Celtic, sjá van Dijk henda Gary Martin til og frá. Það er alltaf gaman að fara utan og ná í góð úrslit þó við höfum líka farið sneypufarir. Það sem stendur þó upp úr er að sjá hvað þetta þjappar hópnum saman.“ Kristinn hefur haldið með KR frá blautu barnsbeini. Fyrsti leikurinn sem hann fór á var þó ekki með KR heldur viðureign ÍA og Breiðabliks. „Þegar ég var fimm ára bjó ég eitt ár hjá ömmu og afa þegar foreldrar mínir voru að byggja úti á Seltjarnarnesi. Þá fór pabbi með mig á völlinn á viðureign ÍA og Breiðabliks. Ég var svo hrifinn af gulum búningum, hafði nýlega séð Arsenal vinna Manchester United. Siggi frændi minn, sem bjó í kjallaranum hjá ömmu og afa, var ekki sáttur við þetta og keypti handa mér KR-búning. Sagði að ég ætti að halda með KR og Liverpool sem ég og gerði. Ég fylgdi því og þetta er eiginlega honum að kenna – eða þakka öllu heldur.“ Eftir 20 ár og 19 stóra titla er komið að leiðarlokum og segist Kristinn geta litið nokkuð stoltur í baksýnisspegilinn. Hann viðurkennir að hafa stundum hugsað að eitthvað hefði átt að gera svona eða hinsegin. Umtalið um KR hefur alltaf verið mikið og það eru mörg símtölin sem formaðurinn hefur tekið við KR-inga í gegnum tíðina. Það er þó eiginlega bara eitt sem nísti inn að beini á öllum þessum árum. „Ég tók það inn á mig þegar stelpurnar okkar féllu hér um árið. Það var sárt. Maður hefur eiginlega verið viðkvæmastur fyrir umræðunni um stelpurnar – að við séum ekki að gera nóg. Þar erum við að gera okkar besta. Skoðanir á því sem við erum að gera eru alltaf miklar og það verður alltaf þannig í KR. Það hafa allir rétt á sinni skoðun. En þessir frábæru einstaklingar sem hafa verið og eru áfram hafa alltaf sett KR í fyrsta sætið – ég fullyrði það.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Reykjavík Tímamót Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
„Allir titlarnir eru auðvitað manni kærir. Titillinn 1999 var einstakur á svo margan hátt. Á Eiðistorgi voru mörg þúsund manns að fagna. Stelpurnar vinna tvöfalt og Atli Eðvaldsson í rykfrakkanum á hliðarlínunni. Hann var eftirminnilegur sá titill en þessi nýjasti er einstaklega sætur fyrir margar sakir,“ segir Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR. Kristinn ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri á næsta aðalfundi sem fer fram í febrúar. Hann kom inn í stjórn knattspyrnudeildarinnar árið 1999 og varð formaður 2008. Kristinn fagnaði sjö sinnum Íslandsmeistaratitli karlamegin, auk þess að verða sex sinnum bikarmeistari. Fimm sinnum karlamegin og einu sinni kvennamegin. „Ég er bara búinn með minn tíma og ætla nú að njóta þess að vera á leikjum KR. Mæta kannski klukkutíma fyrir leik sem verður töluverð breyting. Ég hef alltaf mætt tímanlega fyrir alla leiki – heimaleiki sérstaklega. Þetta verður án efa skrýtið enda búið að vera stór hluti af lífi mínu í langan tíma. Trúlega veit ég ekkert hvernig ég á að vera – það kemur bara í ljós,“ segir hann léttur.Kristinn Kjærnested og Björn Einarsson, formenn knattspyrnudeilda KR og Víkings, vinna saman. Fréttablaðið/Anton BrinkHann mun sinna formennskunni fram til febrúar og er að klára ýmis mál ásamt félögum sínum. Eftir það mun hann ganga út í sólsetrið. Þegar litið er yfir feril Kristins í stjórn og sem formaður kemur margt áhugavert í ljós. Hann hefur ekki aðeins verið duglegur að lyfta bikurum því á hans vakt fór KR-útvarpið í loftið og lýsti Kristinn flestum leikjum KR fyrsta árið. KR samdi við Sigurvin Ólafsson í beinni útsendingu í Heklusporti og ýmislegt fleira sem önnur lið hafa reynt að apa eftir. „Það er frábært að útvarpið sé enn við lýði. Þangað hafa komið þjálfarar andstæðinganna fyrir leik og það er margt vel gert. Við lýstum öllum leikjum í Evrópukeppninni, þannig gátu okkar stuðningsmenn fengið þá leiki beint í æð því það var oft erfitt að sjá þessa leiki í fyrstu umferð í beinni útsendingu.“ Talandi um Evrópukeppnina þá segir Kristinn það vera gott aukakrydd í tilveruna á stuttu íslensku sumri. Hann hefur farið með liðinu víða um Evrópu og segist eiga margar góðar minningar á þessum 20 árum. „Við unnum Zilina einu sinni sem hafði verið í Meistaradeildinni með Chelsea og Marseille. Við höfum spilað okkar heimaleiki á KR-vellinum en ekki í Laugardalnum sem er ákveðið forskot að mínu mati. Mér er minnisstætt þegar við spiluðum við Basel og Fram átti heimaleik á sama tíma. Helmingur stuðningsmanna Basel birtist í Laugardalnum og kom 20 mínútum of seint í Frostaskjól. Þá vorum við 2-0 yfir.KR vann Pepsi Max deildina með yfirburðum. Fréttablaðið/Sigtryggur AriÞað er gaman að koma til þessara borga og þessara landa sem maður myndi ekki gera að öllu óbreyttu. Það var gaman að spila við Celtic, sjá van Dijk henda Gary Martin til og frá. Það er alltaf gaman að fara utan og ná í góð úrslit þó við höfum líka farið sneypufarir. Það sem stendur þó upp úr er að sjá hvað þetta þjappar hópnum saman.“ Kristinn hefur haldið með KR frá blautu barnsbeini. Fyrsti leikurinn sem hann fór á var þó ekki með KR heldur viðureign ÍA og Breiðabliks. „Þegar ég var fimm ára bjó ég eitt ár hjá ömmu og afa þegar foreldrar mínir voru að byggja úti á Seltjarnarnesi. Þá fór pabbi með mig á völlinn á viðureign ÍA og Breiðabliks. Ég var svo hrifinn af gulum búningum, hafði nýlega séð Arsenal vinna Manchester United. Siggi frændi minn, sem bjó í kjallaranum hjá ömmu og afa, var ekki sáttur við þetta og keypti handa mér KR-búning. Sagði að ég ætti að halda með KR og Liverpool sem ég og gerði. Ég fylgdi því og þetta er eiginlega honum að kenna – eða þakka öllu heldur.“ Eftir 20 ár og 19 stóra titla er komið að leiðarlokum og segist Kristinn geta litið nokkuð stoltur í baksýnisspegilinn. Hann viðurkennir að hafa stundum hugsað að eitthvað hefði átt að gera svona eða hinsegin. Umtalið um KR hefur alltaf verið mikið og það eru mörg símtölin sem formaðurinn hefur tekið við KR-inga í gegnum tíðina. Það er þó eiginlega bara eitt sem nísti inn að beini á öllum þessum árum. „Ég tók það inn á mig þegar stelpurnar okkar féllu hér um árið. Það var sárt. Maður hefur eiginlega verið viðkvæmastur fyrir umræðunni um stelpurnar – að við séum ekki að gera nóg. Þar erum við að gera okkar besta. Skoðanir á því sem við erum að gera eru alltaf miklar og það verður alltaf þannig í KR. Það hafa allir rétt á sinni skoðun. En þessir frábæru einstaklingar sem hafa verið og eru áfram hafa alltaf sett KR í fyrsta sætið – ég fullyrði það.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Reykjavík Tímamót Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira