Hafnarfjarðarbær borgar malbikið og viðgerðir Benedikt Bóas skrifar 17. október 2019 19:30 Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðarbæjar skuldar enn Hlaðbæ Colas fyrir viðgerðir á brautinni í Krýsuvík. Fréttablaðið/Daníel Stjórn Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðarbæjar, AÍH, hefur óskað eftir aðkomu bæjarins til að greiða útistandandi skuld við Hlaðbæ Colas vegna malbiksviðgerða á akstursbraut félagsins við Krýsuvíkurveg. Íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins tók jákvætt í erindið og hvetur umhverfis- og framkvæmdaráð til að taka þátt í kostnaði eins og hægt er til að styðja við jaðaríþróttir. AÍH starfrækir íþróttastarf fyrir börn og unglinga og hafa um 14 unglingar nýtt sér starfið á ári hverju. Í bréfi frá félaginu til bæjarins í mars í fyrra segir að félagið hafi verið út undan í fjárhagsaðstoð Hafnarfjarðarbæjar frá upphafi en akstursíþróttir hafa verið stundaðar á svæði félagsins frá árinu 2002. Félagið tiltekur eitt atvik til að undirstrika alvarleika ástandsins. „Síðastliðið sumar varð áhorfandi á viðburði félagsins fyrir því óhappi að hluti af malbiki brotnaði upp og fleygðist til með þeim afleiðingum að hann hafnaði í handlegg mannsins sem marðist mikið, ekki viljum við til þess hugsa hverjar afleiðingarnar hefðu verið ef malbiksbúturinn hefði hafnað í börnum sem stóðu álengdar.“ Myndir sem sýna ástandið sýna að svæðið er að drabbast niður og löngu kominn tími á allsherjar viðhald. Þá er aðstöðu áhorfenda verulega ábótavant og þær girðingar sem eru til staðar eru bæði mjög gamlar og í lélegu ásigkomulagi auk þess sem girðingar vantar á stórum hluta svæðisins. „Í raun mætti segja að þær séu stórhættulegar þar sem vírar geta rekist í áhorfendur og duga einnig mjög illa til þess að halda aftur af áhorfendum og þá sérstaklega börnum,“ segir í bréfi félagsins til bæjaryfirvalda.Athugasemd ritstjórnarÍ fyrri útgáfu fréttar kom fram að AÍH væri eina akstursíþróttafélagið á landinu sem væri með íþróttastarf fyrir börn og unglinga og var unnið upp úr tilkynningu félagsins þar sem það var fullyrt. Komið hafa fram ábendingar um að það sé ekki rétt. Svipað starf má finna í öðrum vélhjólaíþróttaklúbbum víðs vegar um landið, svo sem á Akureyri, Höfn og Selfossi. Akstursíþróttir Hafnarfjörður Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Sjá meira
Stjórn Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðarbæjar, AÍH, hefur óskað eftir aðkomu bæjarins til að greiða útistandandi skuld við Hlaðbæ Colas vegna malbiksviðgerða á akstursbraut félagsins við Krýsuvíkurveg. Íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins tók jákvætt í erindið og hvetur umhverfis- og framkvæmdaráð til að taka þátt í kostnaði eins og hægt er til að styðja við jaðaríþróttir. AÍH starfrækir íþróttastarf fyrir börn og unglinga og hafa um 14 unglingar nýtt sér starfið á ári hverju. Í bréfi frá félaginu til bæjarins í mars í fyrra segir að félagið hafi verið út undan í fjárhagsaðstoð Hafnarfjarðarbæjar frá upphafi en akstursíþróttir hafa verið stundaðar á svæði félagsins frá árinu 2002. Félagið tiltekur eitt atvik til að undirstrika alvarleika ástandsins. „Síðastliðið sumar varð áhorfandi á viðburði félagsins fyrir því óhappi að hluti af malbiki brotnaði upp og fleygðist til með þeim afleiðingum að hann hafnaði í handlegg mannsins sem marðist mikið, ekki viljum við til þess hugsa hverjar afleiðingarnar hefðu verið ef malbiksbúturinn hefði hafnað í börnum sem stóðu álengdar.“ Myndir sem sýna ástandið sýna að svæðið er að drabbast niður og löngu kominn tími á allsherjar viðhald. Þá er aðstöðu áhorfenda verulega ábótavant og þær girðingar sem eru til staðar eru bæði mjög gamlar og í lélegu ásigkomulagi auk þess sem girðingar vantar á stórum hluta svæðisins. „Í raun mætti segja að þær séu stórhættulegar þar sem vírar geta rekist í áhorfendur og duga einnig mjög illa til þess að halda aftur af áhorfendum og þá sérstaklega börnum,“ segir í bréfi félagsins til bæjaryfirvalda.Athugasemd ritstjórnarÍ fyrri útgáfu fréttar kom fram að AÍH væri eina akstursíþróttafélagið á landinu sem væri með íþróttastarf fyrir börn og unglinga og var unnið upp úr tilkynningu félagsins þar sem það var fullyrt. Komið hafa fram ábendingar um að það sé ekki rétt. Svipað starf má finna í öðrum vélhjólaíþróttaklúbbum víðs vegar um landið, svo sem á Akureyri, Höfn og Selfossi.
Akstursíþróttir Hafnarfjörður Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn