Stjórnendahópur EY breytist frekar Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. október 2019 14:52 Frá vinstri: Ragnar Oddur Rafnsson, Valgerður Kristjánsdóttir, Guðjón Norðfjörð og Geir Steindórsson. EY Frekari breytingar hafa orðið í stjórnendahópi Ernst & Young (EY) á Íslandi, en rétt rúmur mánuður er síðan Margrét Pétursdóttir tók við forstjórastöðu í fyrirtækinu. Að sögn Margrétar eru breytingar hjá EY, sem sérhæfir sig í endurskoðunar-, skattamála- og ráðgjafaþjónustu, „liður í stuðningi við vöxt og fjölbreytileika í starfsemi EY og til að efla okkur enn frekar í framtíðaráskorunum og tækifærum, sem felast ekki síst í aukinni sjálfvirkni og tækniþróun.“ Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að helstu breytingarnar séu þær að Geir Steindórsson taki við stöðu sviðsstjóra endurskoðunarsviðs, sem Margrét gegndi áður. Þá verður Guðjón Norðfjörð sviðsstjóri rekstrarráðgjafar, Ragnar Oddur Rafnsson sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar og Valgerður Kristjánsdóttir mun gegna starfi gæðastjóra félagsins. Ferill þeirra er rakinn hér að neðan.Geir Steindórsson, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs.Geir Steindórsson hóf störf hjá EY árið 2009 og er hann einn af eigendum félagsins. Geir er löggiltur endurskoðandi, hagfræðingur frá Háskóla Íslands auk þess sem hann er með M.Acc. í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Geir hefur mikla reynslu af því að vinna með stórum og smáum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum en hann hefur á síðustu árum sérhæft sig í endurskoðun og ráðgjöf til fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða. Geir er í sambúð með Olgu Eir Þórarinsdóttur og eiga þau tvö börn.Guðjón Norðfjörð, sviðsstjóri rekstrarráðgjafarGuðjón Norðfjörð, sem hefur verið sviðsstjóri alls ráðgjafasviðsins, mun nú sinna starfi sviðsstjóra rekstrarráðgjafar. Hann er með Cand Oecon í viðskiptafræði af reikningshalds- og endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands. Guðjón er einn af eigendum félagsins og hefur yfir 20 ára reynslu af fjölbreyttri ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana, sem og þjónustu til viðskiptavina á sviði reikningsskila. Guðjón er giftur Örnu Hansen og eiga þau þrjú börn.Ragnar Oddur Rafnsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar.Ragnar Oddur Rafnsson, sem hefur verið yfirverkefnastjóri á ráðgjafarsviði, mun nú taka við starfi sviðsstjóra fyrirtækjaráðgjafar. Ragnar hóf störf hjá EY árið 2013 og er hann einn af eigendum félagsins. Hann er með Bsc. í rekstrarverkfræði og fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnar býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði fyrirtækjaráðgjafar og hefur starfað á því sviði sl. 12 ár. Hann hefur stjórnað og unnið að framkvæmd fjölda áreiðanleikakannana, virðismata og stýrt kaupa- og söluferli, einkavæðingu og sameiningu félaga hér heima og erlendis. Ragnar er í sambúð með Ágústu Sif Víðisdóttur og eiga þau fimm börn.Valgerður Kristjánsdóttir, gæðastjóri EY.Valgerður Kristjánsdóttir tekur við starfi gæðastjóra EY. Valgerður hóf störf hjá EY árið 2002 og er einn af eigendum félagsins. Hún er með Cand. Oecon gráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi. Valgerður hefur víðtæka reynslu og þekkingu á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum. Ásamt því að sinna viðskiptavinum EY hefur Valgerður sinnt margvíslegum verkefnum hjá EY, m.a. gæðaeftirliti, námskeiðahaldi og þjálfun stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum á Íslandi fyrir hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu. Valgerður mun halda áfram að veita viðskiptavinum EY þjónustu við reikningshald og endurskoðun á endurskoðunarsviði EY. Valgerður er gift Bjarka Guðjónssyni og eiga þau tvö börn. Vistaskipti Tengdar fréttir Margrét Pétursdóttir verður forstjóri EY Margrét Pétursdóttir mun taka við af Ásbirni Björnssyni sem forstjóri Ernst & Young á Íslandi. 9. september 2019 09:58 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Frekari breytingar hafa orðið í stjórnendahópi Ernst & Young (EY) á Íslandi, en rétt rúmur mánuður er síðan Margrét Pétursdóttir tók við forstjórastöðu í fyrirtækinu. Að sögn Margrétar eru breytingar hjá EY, sem sérhæfir sig í endurskoðunar-, skattamála- og ráðgjafaþjónustu, „liður í stuðningi við vöxt og fjölbreytileika í starfsemi EY og til að efla okkur enn frekar í framtíðaráskorunum og tækifærum, sem felast ekki síst í aukinni sjálfvirkni og tækniþróun.“ Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að helstu breytingarnar séu þær að Geir Steindórsson taki við stöðu sviðsstjóra endurskoðunarsviðs, sem Margrét gegndi áður. Þá verður Guðjón Norðfjörð sviðsstjóri rekstrarráðgjafar, Ragnar Oddur Rafnsson sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar og Valgerður Kristjánsdóttir mun gegna starfi gæðastjóra félagsins. Ferill þeirra er rakinn hér að neðan.Geir Steindórsson, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs.Geir Steindórsson hóf störf hjá EY árið 2009 og er hann einn af eigendum félagsins. Geir er löggiltur endurskoðandi, hagfræðingur frá Háskóla Íslands auk þess sem hann er með M.Acc. í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Geir hefur mikla reynslu af því að vinna með stórum og smáum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum en hann hefur á síðustu árum sérhæft sig í endurskoðun og ráðgjöf til fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða. Geir er í sambúð með Olgu Eir Þórarinsdóttur og eiga þau tvö börn.Guðjón Norðfjörð, sviðsstjóri rekstrarráðgjafarGuðjón Norðfjörð, sem hefur verið sviðsstjóri alls ráðgjafasviðsins, mun nú sinna starfi sviðsstjóra rekstrarráðgjafar. Hann er með Cand Oecon í viðskiptafræði af reikningshalds- og endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands. Guðjón er einn af eigendum félagsins og hefur yfir 20 ára reynslu af fjölbreyttri ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana, sem og þjónustu til viðskiptavina á sviði reikningsskila. Guðjón er giftur Örnu Hansen og eiga þau þrjú börn.Ragnar Oddur Rafnsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar.Ragnar Oddur Rafnsson, sem hefur verið yfirverkefnastjóri á ráðgjafarsviði, mun nú taka við starfi sviðsstjóra fyrirtækjaráðgjafar. Ragnar hóf störf hjá EY árið 2013 og er hann einn af eigendum félagsins. Hann er með Bsc. í rekstrarverkfræði og fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnar býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði fyrirtækjaráðgjafar og hefur starfað á því sviði sl. 12 ár. Hann hefur stjórnað og unnið að framkvæmd fjölda áreiðanleikakannana, virðismata og stýrt kaupa- og söluferli, einkavæðingu og sameiningu félaga hér heima og erlendis. Ragnar er í sambúð með Ágústu Sif Víðisdóttur og eiga þau fimm börn.Valgerður Kristjánsdóttir, gæðastjóri EY.Valgerður Kristjánsdóttir tekur við starfi gæðastjóra EY. Valgerður hóf störf hjá EY árið 2002 og er einn af eigendum félagsins. Hún er með Cand. Oecon gráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi. Valgerður hefur víðtæka reynslu og þekkingu á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum. Ásamt því að sinna viðskiptavinum EY hefur Valgerður sinnt margvíslegum verkefnum hjá EY, m.a. gæðaeftirliti, námskeiðahaldi og þjálfun stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum á Íslandi fyrir hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu. Valgerður mun halda áfram að veita viðskiptavinum EY þjónustu við reikningshald og endurskoðun á endurskoðunarsviði EY. Valgerður er gift Bjarka Guðjónssyni og eiga þau tvö börn.
Vistaskipti Tengdar fréttir Margrét Pétursdóttir verður forstjóri EY Margrét Pétursdóttir mun taka við af Ásbirni Björnssyni sem forstjóri Ernst & Young á Íslandi. 9. september 2019 09:58 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Margrét Pétursdóttir verður forstjóri EY Margrét Pétursdóttir mun taka við af Ásbirni Björnssyni sem forstjóri Ernst & Young á Íslandi. 9. september 2019 09:58