Stjórnendahópur EY breytist frekar Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. október 2019 14:52 Frá vinstri: Ragnar Oddur Rafnsson, Valgerður Kristjánsdóttir, Guðjón Norðfjörð og Geir Steindórsson. EY Frekari breytingar hafa orðið í stjórnendahópi Ernst & Young (EY) á Íslandi, en rétt rúmur mánuður er síðan Margrét Pétursdóttir tók við forstjórastöðu í fyrirtækinu. Að sögn Margrétar eru breytingar hjá EY, sem sérhæfir sig í endurskoðunar-, skattamála- og ráðgjafaþjónustu, „liður í stuðningi við vöxt og fjölbreytileika í starfsemi EY og til að efla okkur enn frekar í framtíðaráskorunum og tækifærum, sem felast ekki síst í aukinni sjálfvirkni og tækniþróun.“ Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að helstu breytingarnar séu þær að Geir Steindórsson taki við stöðu sviðsstjóra endurskoðunarsviðs, sem Margrét gegndi áður. Þá verður Guðjón Norðfjörð sviðsstjóri rekstrarráðgjafar, Ragnar Oddur Rafnsson sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar og Valgerður Kristjánsdóttir mun gegna starfi gæðastjóra félagsins. Ferill þeirra er rakinn hér að neðan.Geir Steindórsson, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs.Geir Steindórsson hóf störf hjá EY árið 2009 og er hann einn af eigendum félagsins. Geir er löggiltur endurskoðandi, hagfræðingur frá Háskóla Íslands auk þess sem hann er með M.Acc. í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Geir hefur mikla reynslu af því að vinna með stórum og smáum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum en hann hefur á síðustu árum sérhæft sig í endurskoðun og ráðgjöf til fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða. Geir er í sambúð með Olgu Eir Þórarinsdóttur og eiga þau tvö börn.Guðjón Norðfjörð, sviðsstjóri rekstrarráðgjafarGuðjón Norðfjörð, sem hefur verið sviðsstjóri alls ráðgjafasviðsins, mun nú sinna starfi sviðsstjóra rekstrarráðgjafar. Hann er með Cand Oecon í viðskiptafræði af reikningshalds- og endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands. Guðjón er einn af eigendum félagsins og hefur yfir 20 ára reynslu af fjölbreyttri ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana, sem og þjónustu til viðskiptavina á sviði reikningsskila. Guðjón er giftur Örnu Hansen og eiga þau þrjú börn.Ragnar Oddur Rafnsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar.Ragnar Oddur Rafnsson, sem hefur verið yfirverkefnastjóri á ráðgjafarsviði, mun nú taka við starfi sviðsstjóra fyrirtækjaráðgjafar. Ragnar hóf störf hjá EY árið 2013 og er hann einn af eigendum félagsins. Hann er með Bsc. í rekstrarverkfræði og fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnar býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði fyrirtækjaráðgjafar og hefur starfað á því sviði sl. 12 ár. Hann hefur stjórnað og unnið að framkvæmd fjölda áreiðanleikakannana, virðismata og stýrt kaupa- og söluferli, einkavæðingu og sameiningu félaga hér heima og erlendis. Ragnar er í sambúð með Ágústu Sif Víðisdóttur og eiga þau fimm börn.Valgerður Kristjánsdóttir, gæðastjóri EY.Valgerður Kristjánsdóttir tekur við starfi gæðastjóra EY. Valgerður hóf störf hjá EY árið 2002 og er einn af eigendum félagsins. Hún er með Cand. Oecon gráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi. Valgerður hefur víðtæka reynslu og þekkingu á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum. Ásamt því að sinna viðskiptavinum EY hefur Valgerður sinnt margvíslegum verkefnum hjá EY, m.a. gæðaeftirliti, námskeiðahaldi og þjálfun stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum á Íslandi fyrir hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu. Valgerður mun halda áfram að veita viðskiptavinum EY þjónustu við reikningshald og endurskoðun á endurskoðunarsviði EY. Valgerður er gift Bjarka Guðjónssyni og eiga þau tvö börn. Vistaskipti Tengdar fréttir Margrét Pétursdóttir verður forstjóri EY Margrét Pétursdóttir mun taka við af Ásbirni Björnssyni sem forstjóri Ernst & Young á Íslandi. 9. september 2019 09:58 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Frekari breytingar hafa orðið í stjórnendahópi Ernst & Young (EY) á Íslandi, en rétt rúmur mánuður er síðan Margrét Pétursdóttir tók við forstjórastöðu í fyrirtækinu. Að sögn Margrétar eru breytingar hjá EY, sem sérhæfir sig í endurskoðunar-, skattamála- og ráðgjafaþjónustu, „liður í stuðningi við vöxt og fjölbreytileika í starfsemi EY og til að efla okkur enn frekar í framtíðaráskorunum og tækifærum, sem felast ekki síst í aukinni sjálfvirkni og tækniþróun.“ Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að helstu breytingarnar séu þær að Geir Steindórsson taki við stöðu sviðsstjóra endurskoðunarsviðs, sem Margrét gegndi áður. Þá verður Guðjón Norðfjörð sviðsstjóri rekstrarráðgjafar, Ragnar Oddur Rafnsson sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar og Valgerður Kristjánsdóttir mun gegna starfi gæðastjóra félagsins. Ferill þeirra er rakinn hér að neðan.Geir Steindórsson, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs.Geir Steindórsson hóf störf hjá EY árið 2009 og er hann einn af eigendum félagsins. Geir er löggiltur endurskoðandi, hagfræðingur frá Háskóla Íslands auk þess sem hann er með M.Acc. í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Geir hefur mikla reynslu af því að vinna með stórum og smáum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum en hann hefur á síðustu árum sérhæft sig í endurskoðun og ráðgjöf til fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða. Geir er í sambúð með Olgu Eir Þórarinsdóttur og eiga þau tvö börn.Guðjón Norðfjörð, sviðsstjóri rekstrarráðgjafarGuðjón Norðfjörð, sem hefur verið sviðsstjóri alls ráðgjafasviðsins, mun nú sinna starfi sviðsstjóra rekstrarráðgjafar. Hann er með Cand Oecon í viðskiptafræði af reikningshalds- og endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands. Guðjón er einn af eigendum félagsins og hefur yfir 20 ára reynslu af fjölbreyttri ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana, sem og þjónustu til viðskiptavina á sviði reikningsskila. Guðjón er giftur Örnu Hansen og eiga þau þrjú börn.Ragnar Oddur Rafnsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar.Ragnar Oddur Rafnsson, sem hefur verið yfirverkefnastjóri á ráðgjafarsviði, mun nú taka við starfi sviðsstjóra fyrirtækjaráðgjafar. Ragnar hóf störf hjá EY árið 2013 og er hann einn af eigendum félagsins. Hann er með Bsc. í rekstrarverkfræði og fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnar býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði fyrirtækjaráðgjafar og hefur starfað á því sviði sl. 12 ár. Hann hefur stjórnað og unnið að framkvæmd fjölda áreiðanleikakannana, virðismata og stýrt kaupa- og söluferli, einkavæðingu og sameiningu félaga hér heima og erlendis. Ragnar er í sambúð með Ágústu Sif Víðisdóttur og eiga þau fimm börn.Valgerður Kristjánsdóttir, gæðastjóri EY.Valgerður Kristjánsdóttir tekur við starfi gæðastjóra EY. Valgerður hóf störf hjá EY árið 2002 og er einn af eigendum félagsins. Hún er með Cand. Oecon gráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi. Valgerður hefur víðtæka reynslu og þekkingu á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum. Ásamt því að sinna viðskiptavinum EY hefur Valgerður sinnt margvíslegum verkefnum hjá EY, m.a. gæðaeftirliti, námskeiðahaldi og þjálfun stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum á Íslandi fyrir hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu. Valgerður mun halda áfram að veita viðskiptavinum EY þjónustu við reikningshald og endurskoðun á endurskoðunarsviði EY. Valgerður er gift Bjarka Guðjónssyni og eiga þau tvö börn.
Vistaskipti Tengdar fréttir Margrét Pétursdóttir verður forstjóri EY Margrét Pétursdóttir mun taka við af Ásbirni Björnssyni sem forstjóri Ernst & Young á Íslandi. 9. september 2019 09:58 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Margrét Pétursdóttir verður forstjóri EY Margrét Pétursdóttir mun taka við af Ásbirni Björnssyni sem forstjóri Ernst & Young á Íslandi. 9. september 2019 09:58