Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2019 16:09 Harðir bardagar geisa nú í bænum Ras al-Ayn. AP/Lefteris Pitarakis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. Mazloum Abdi, yfirmaður Sýrlenska lýðræðishersins, sem er að mestu skipaður Kúrdum, sagði þetta í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Trump sjálfur hefur tekið því fagnandi að Rússar og sýrlenski herinn fylli það tómarúm sem bandarísku hermennirnir skildu eftir.Sjá einnig: Trump segir Tyrki og Kúrda hafa mikinn sand til að leika sér meðSamkomulagið var tilkynnt á sunnudaginn og samkvæmt því má sýrlenski herinn fara á yfirráðasvæði Kúrda og grípa til varna gegn Tyrkjum, ef til þarf. Abdi sagði þó að SDF væri ekki að gefa yfirráð svæðisins frá sér. Samkomulagið opnaði hins vegar möguleika á pólitískri lausn sem tryggði réttindi Kúrda í Sýrlandi. Nákvæmir skilmálar samkomulagsins liggja ekki fyrir. Abdi sagðist hafa talað við Trump á mánudaginn og sagt honum að Rússar myndu tryggja að skilmálum samkomulagsins yrði fylgt eftir. Trump hafi sagt honum að ríkisstjórn hans væri ekki mótfallin samkomulaginu. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það og hafa þeir útvíkkað innrásina víða. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og koma að innrásinni.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastAP fréttaveitan segir umfangsmestu bardagana eiga sér stað nærri landamærabænum Ras al-Ayn. Sýrlenskir uppreisnarmenn, sem Tyrkir styðja, reyna nú að ná bænum af Kúrdum. Þrír dagar eru þó síðan Tyrkir lýstu því yfir að bærinn hefði verið hernuminn. Ras al-Ayn hefur verið umkringdur og hafa Tyrkir gert stórskotaliðs- og loftárásir á bæinn. Hjálparsamtök hafa kallað eftir því að leið verði opnuð fyrir almenna borgara að yfirgefa bæinn. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. Mazloum Abdi, yfirmaður Sýrlenska lýðræðishersins, sem er að mestu skipaður Kúrdum, sagði þetta í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Trump sjálfur hefur tekið því fagnandi að Rússar og sýrlenski herinn fylli það tómarúm sem bandarísku hermennirnir skildu eftir.Sjá einnig: Trump segir Tyrki og Kúrda hafa mikinn sand til að leika sér meðSamkomulagið var tilkynnt á sunnudaginn og samkvæmt því má sýrlenski herinn fara á yfirráðasvæði Kúrda og grípa til varna gegn Tyrkjum, ef til þarf. Abdi sagði þó að SDF væri ekki að gefa yfirráð svæðisins frá sér. Samkomulagið opnaði hins vegar möguleika á pólitískri lausn sem tryggði réttindi Kúrda í Sýrlandi. Nákvæmir skilmálar samkomulagsins liggja ekki fyrir. Abdi sagðist hafa talað við Trump á mánudaginn og sagt honum að Rússar myndu tryggja að skilmálum samkomulagsins yrði fylgt eftir. Trump hafi sagt honum að ríkisstjórn hans væri ekki mótfallin samkomulaginu. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það og hafa þeir útvíkkað innrásina víða. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og koma að innrásinni.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastAP fréttaveitan segir umfangsmestu bardagana eiga sér stað nærri landamærabænum Ras al-Ayn. Sýrlenskir uppreisnarmenn, sem Tyrkir styðja, reyna nú að ná bænum af Kúrdum. Þrír dagar eru þó síðan Tyrkir lýstu því yfir að bærinn hefði verið hernuminn. Ras al-Ayn hefur verið umkringdur og hafa Tyrkir gert stórskotaliðs- og loftárásir á bæinn. Hjálparsamtök hafa kallað eftir því að leið verði opnuð fyrir almenna borgara að yfirgefa bæinn.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira