Margar kynslóðir saman í hádegismat Ari Brynjólfsson skrifar 18. október 2019 06:00 Ungir sem aldnir fá sér hádegismat í Herðubreið. Mynd/Svandís Egilsdóttir Lífleg stemning er nú í hádeginu í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði þar sem grunnskólabörn borða hádegismat með öðrum bæjarbúum. Hefur þetta nú staðið yfir í viku, eða frá því að leysa þurfti matráðinn í mötuneyti skólans af. Svandís Egilsdóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, segir ekkert atvinnuleysi vera í bænum og voru því góð ráð dýr. Hafði hún þá samband við Hótel Öldu og bað um aðstoð þaðan. „Þetta hefur lengi verið draumur okkar, bæði í skólanum og þeirra sem sjá um félagsheimilið, að bjóða upp á eitthvað svona. Í síðustu viku var komið upp ástand sem þurfti að leysa þannig að við kýldum bara á þetta og þau fluttu eldhúsið af hótelinu og inn í Herðubreið. Það er alltaf gaman að geta hjálpast að og geta látið drauma sína rætast í leiðinni,“ segir Svandís.Svandís Egilsdóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla.Til stendur að bjóða upp á sameiginlegan hádegismat bæjarbúa fram að jólum. Svandís veit ekki hvort þetta fyrirkomulag getur orðið varanlegt, ferðamennirnir byrja að koma í apríl áður en skólanum lýkur og verða enn í bænum þegar skólinn hefst aftur í ágúst. Þetta gengur allavega á meðan það er rólegt á hótelinu. Við plönum framtíðina betur í desember, þegar reynslan er orðin meiri, auðvitað eru alltaf lausnir á öllu. Almenn ánægja er með fyrirkomulagið. „Það myndast mjög lífleg stemning og það er virkilega frábært að margar kynslóðir borði saman. Foreldrar geta komið og borðað með börnunum. Eldri borgarar eru svo með sérstakan díl á matnum. Það er eitthvað svo heimilislegt að allt samfélagið sé að borða saman. Það er mjög mikils virði að enginn þurfi að borða einn.“ Unnið er með lífrænt grænmeti sem kemur ferskt með Norrænu. Einnig er passað upp á að vera ekki með unnar matvörur. Alls eru þetta minnst 110 manns í einu, oft fleiri. Þeim fjölgaði nokkuð í gær þegar 45 listnámsnemar frá Hollandi voru með. „Þetta var smá kaos, sem er bara gott,“ segir Svandís og hlær. Á næstunni munu svo elstu börnin af leikskólanum einnig koma yfir, allavega einn dag. Taka þarf mið af þörfum mismunandi hópa. „Það er ekki alveg sami matseðillinn alla daga fyrir alla, það er líka verið að elda fyrir eins árs börn, þau þurfa ekki alveg jafn staðgóðan mat og starfsmenn Endurvinnslunnar. Það er reynt að mæta öllum þörfum,“ segir Svandís. Svandís hvetur önnur sveitarfélög til að prófa þetta. „Við gerðum þetta þegar ég var skólastjóri á Borgarfirði eystra. Þá kom eldra fólk sem bjó eitt í skólamötuneytið. Mér finnst að við ættum að hugsa um okkar félagslegu líðan þegar við erum að skipuleggja okkur. Ég er alveg handviss um að þetta geti unnið gegn einmanaleika.“ Birtist í Fréttablaðinu Eldri borgarar Seyðisfjörður Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Lífleg stemning er nú í hádeginu í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði þar sem grunnskólabörn borða hádegismat með öðrum bæjarbúum. Hefur þetta nú staðið yfir í viku, eða frá því að leysa þurfti matráðinn í mötuneyti skólans af. Svandís Egilsdóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, segir ekkert atvinnuleysi vera í bænum og voru því góð ráð dýr. Hafði hún þá samband við Hótel Öldu og bað um aðstoð þaðan. „Þetta hefur lengi verið draumur okkar, bæði í skólanum og þeirra sem sjá um félagsheimilið, að bjóða upp á eitthvað svona. Í síðustu viku var komið upp ástand sem þurfti að leysa þannig að við kýldum bara á þetta og þau fluttu eldhúsið af hótelinu og inn í Herðubreið. Það er alltaf gaman að geta hjálpast að og geta látið drauma sína rætast í leiðinni,“ segir Svandís.Svandís Egilsdóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla.Til stendur að bjóða upp á sameiginlegan hádegismat bæjarbúa fram að jólum. Svandís veit ekki hvort þetta fyrirkomulag getur orðið varanlegt, ferðamennirnir byrja að koma í apríl áður en skólanum lýkur og verða enn í bænum þegar skólinn hefst aftur í ágúst. Þetta gengur allavega á meðan það er rólegt á hótelinu. Við plönum framtíðina betur í desember, þegar reynslan er orðin meiri, auðvitað eru alltaf lausnir á öllu. Almenn ánægja er með fyrirkomulagið. „Það myndast mjög lífleg stemning og það er virkilega frábært að margar kynslóðir borði saman. Foreldrar geta komið og borðað með börnunum. Eldri borgarar eru svo með sérstakan díl á matnum. Það er eitthvað svo heimilislegt að allt samfélagið sé að borða saman. Það er mjög mikils virði að enginn þurfi að borða einn.“ Unnið er með lífrænt grænmeti sem kemur ferskt með Norrænu. Einnig er passað upp á að vera ekki með unnar matvörur. Alls eru þetta minnst 110 manns í einu, oft fleiri. Þeim fjölgaði nokkuð í gær þegar 45 listnámsnemar frá Hollandi voru með. „Þetta var smá kaos, sem er bara gott,“ segir Svandís og hlær. Á næstunni munu svo elstu börnin af leikskólanum einnig koma yfir, allavega einn dag. Taka þarf mið af þörfum mismunandi hópa. „Það er ekki alveg sami matseðillinn alla daga fyrir alla, það er líka verið að elda fyrir eins árs börn, þau þurfa ekki alveg jafn staðgóðan mat og starfsmenn Endurvinnslunnar. Það er reynt að mæta öllum þörfum,“ segir Svandís. Svandís hvetur önnur sveitarfélög til að prófa þetta. „Við gerðum þetta þegar ég var skólastjóri á Borgarfirði eystra. Þá kom eldra fólk sem bjó eitt í skólamötuneytið. Mér finnst að við ættum að hugsa um okkar félagslegu líðan þegar við erum að skipuleggja okkur. Ég er alveg handviss um að þetta geti unnið gegn einmanaleika.“
Birtist í Fréttablaðinu Eldri borgarar Seyðisfjörður Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira