Allsherjarverkfall í Katalóníu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. október 2019 19:15 Forseti héraðsstjórnarinnar fordæmdi það ofbeldi sem hefur verið beitt undanfarnar nætur. AP/Manu Fernandez Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. Dagurinn í dag hefur verið sá stærsti í mótmælunum til þessa. Hundruð þúsunda mótmælenda komu saman í katalónsku höfuðborginni Barcelona. Ólöglegt er á Spáni að fara í verkfall af pólitískri ástæðu og var því ekki minnst á dóm hæstaréttar í verkfallsboðuninni. Þar kom þó fram að stéttarfélögin sem að verkfallinu standa styðji sjálfstæðishreyfinguna.Víðtæk áhrif Mótmælaaldan sem riðið hefur yfir héraðið í vikunni hefur haft víðtæk áhrif. Götum hefur verið lokað og alþjóðaflugvöllur borgarinnar þurft að aflýsa ferðum vegna mótmæla. Verksmiðja bílaframleiðandans SEAT þurfti að stöðva alla framleiðslu og þá var Sagrada Familia, hinni víðfrægu kirkju, lokað í dag. Fjölda viðburða hefur verið aflýst vegna ástandsins, meðal annars leik Barcelona og Real Madrid í spænsku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu karla sem átti að fara fram eftir rúma viku. Spænskur dómstóll setti í gær lögbann á vefsíðu samtakanna Lýðræðisflóðbylgjan, sem hafa staðið að mótmælum í vikunni.Lofar annarri atkvæðagreiðslu Forseti héraðsstjórnarinnar fordæmdi í vikunni þá sem hafa beitt ofbeldi undanfarnar nætur. Í gærkvöldi gaf hann svo þetta loforð: „Ég heiti ykkur því að á þessu þingi munum við greiða atkvæði á ný um sjálfstæði.“ Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar haustið 2017 þegar síðasta atkvæðagreiðsla fór fram, var leystur úr haldi gegn tryggingu í Belgíu í dag. Stjórnvöld á Spáni gáfu út nýja alþjóðlega handtökuskipun eftir að dómur féll á mánudag en fyrri kröfum spánverja hefur verið hafnað. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. Dagurinn í dag hefur verið sá stærsti í mótmælunum til þessa. Hundruð þúsunda mótmælenda komu saman í katalónsku höfuðborginni Barcelona. Ólöglegt er á Spáni að fara í verkfall af pólitískri ástæðu og var því ekki minnst á dóm hæstaréttar í verkfallsboðuninni. Þar kom þó fram að stéttarfélögin sem að verkfallinu standa styðji sjálfstæðishreyfinguna.Víðtæk áhrif Mótmælaaldan sem riðið hefur yfir héraðið í vikunni hefur haft víðtæk áhrif. Götum hefur verið lokað og alþjóðaflugvöllur borgarinnar þurft að aflýsa ferðum vegna mótmæla. Verksmiðja bílaframleiðandans SEAT þurfti að stöðva alla framleiðslu og þá var Sagrada Familia, hinni víðfrægu kirkju, lokað í dag. Fjölda viðburða hefur verið aflýst vegna ástandsins, meðal annars leik Barcelona og Real Madrid í spænsku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu karla sem átti að fara fram eftir rúma viku. Spænskur dómstóll setti í gær lögbann á vefsíðu samtakanna Lýðræðisflóðbylgjan, sem hafa staðið að mótmælum í vikunni.Lofar annarri atkvæðagreiðslu Forseti héraðsstjórnarinnar fordæmdi í vikunni þá sem hafa beitt ofbeldi undanfarnar nætur. Í gærkvöldi gaf hann svo þetta loforð: „Ég heiti ykkur því að á þessu þingi munum við greiða atkvæði á ný um sjálfstæði.“ Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar haustið 2017 þegar síðasta atkvæðagreiðsla fór fram, var leystur úr haldi gegn tryggingu í Belgíu í dag. Stjórnvöld á Spáni gáfu út nýja alþjóðlega handtökuskipun eftir að dómur féll á mánudag en fyrri kröfum spánverja hefur verið hafnað.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira