Allsherjarverkfall í Katalóníu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. október 2019 19:15 Forseti héraðsstjórnarinnar fordæmdi það ofbeldi sem hefur verið beitt undanfarnar nætur. AP/Manu Fernandez Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. Dagurinn í dag hefur verið sá stærsti í mótmælunum til þessa. Hundruð þúsunda mótmælenda komu saman í katalónsku höfuðborginni Barcelona. Ólöglegt er á Spáni að fara í verkfall af pólitískri ástæðu og var því ekki minnst á dóm hæstaréttar í verkfallsboðuninni. Þar kom þó fram að stéttarfélögin sem að verkfallinu standa styðji sjálfstæðishreyfinguna.Víðtæk áhrif Mótmælaaldan sem riðið hefur yfir héraðið í vikunni hefur haft víðtæk áhrif. Götum hefur verið lokað og alþjóðaflugvöllur borgarinnar þurft að aflýsa ferðum vegna mótmæla. Verksmiðja bílaframleiðandans SEAT þurfti að stöðva alla framleiðslu og þá var Sagrada Familia, hinni víðfrægu kirkju, lokað í dag. Fjölda viðburða hefur verið aflýst vegna ástandsins, meðal annars leik Barcelona og Real Madrid í spænsku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu karla sem átti að fara fram eftir rúma viku. Spænskur dómstóll setti í gær lögbann á vefsíðu samtakanna Lýðræðisflóðbylgjan, sem hafa staðið að mótmælum í vikunni.Lofar annarri atkvæðagreiðslu Forseti héraðsstjórnarinnar fordæmdi í vikunni þá sem hafa beitt ofbeldi undanfarnar nætur. Í gærkvöldi gaf hann svo þetta loforð: „Ég heiti ykkur því að á þessu þingi munum við greiða atkvæði á ný um sjálfstæði.“ Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar haustið 2017 þegar síðasta atkvæðagreiðsla fór fram, var leystur úr haldi gegn tryggingu í Belgíu í dag. Stjórnvöld á Spáni gáfu út nýja alþjóðlega handtökuskipun eftir að dómur féll á mánudag en fyrri kröfum spánverja hefur verið hafnað. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. Dagurinn í dag hefur verið sá stærsti í mótmælunum til þessa. Hundruð þúsunda mótmælenda komu saman í katalónsku höfuðborginni Barcelona. Ólöglegt er á Spáni að fara í verkfall af pólitískri ástæðu og var því ekki minnst á dóm hæstaréttar í verkfallsboðuninni. Þar kom þó fram að stéttarfélögin sem að verkfallinu standa styðji sjálfstæðishreyfinguna.Víðtæk áhrif Mótmælaaldan sem riðið hefur yfir héraðið í vikunni hefur haft víðtæk áhrif. Götum hefur verið lokað og alþjóðaflugvöllur borgarinnar þurft að aflýsa ferðum vegna mótmæla. Verksmiðja bílaframleiðandans SEAT þurfti að stöðva alla framleiðslu og þá var Sagrada Familia, hinni víðfrægu kirkju, lokað í dag. Fjölda viðburða hefur verið aflýst vegna ástandsins, meðal annars leik Barcelona og Real Madrid í spænsku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu karla sem átti að fara fram eftir rúma viku. Spænskur dómstóll setti í gær lögbann á vefsíðu samtakanna Lýðræðisflóðbylgjan, sem hafa staðið að mótmælum í vikunni.Lofar annarri atkvæðagreiðslu Forseti héraðsstjórnarinnar fordæmdi í vikunni þá sem hafa beitt ofbeldi undanfarnar nætur. Í gærkvöldi gaf hann svo þetta loforð: „Ég heiti ykkur því að á þessu þingi munum við greiða atkvæði á ný um sjálfstæði.“ Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar haustið 2017 þegar síðasta atkvæðagreiðsla fór fram, var leystur úr haldi gegn tryggingu í Belgíu í dag. Stjórnvöld á Spáni gáfu út nýja alþjóðlega handtökuskipun eftir að dómur féll á mánudag en fyrri kröfum spánverja hefur verið hafnað.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira