Áfellisdómur yfir stjórnvöldum: Ísland á gráum lista Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. október 2019 18:20 Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það áfellisdóm yfir ríkisstjórninni að Ísland skuli í dag hafa verið sett á gráan lista þjóða sem ekki hafi gripið til nægjanlegra varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Dómsmálaráðherra segir þetta vonbrigði en unnið sé að úrbótum þannig að Ísland fari af listanum á næsta ári. Íslensk stjórnvöld mótmæltu því að vera sett á listann á fundi aðildarríkja FAFT í vikunni. FAFT eða Financial Action Task Force er aðgerðahópur ríkja gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Hópurinn gefur jafnframt út svartan lista sem er öllu verri en sá grái sem Ísland er nú á en á gráa listanum eru ríki sem eru samvinnufús og aðgerðaráætlanir í farvegi. „Þetta er áfellisdómur yfir stjórnvöldum. Þetta getur valdið mjög miklu tjóni og ég hef áhyggjur af því að ráðherrar í ríkisstjórninni hafi ekki gert sér grein fyrir hvað þetta er alvarlegt. Bæði fyrir íslensk fjármálafyrirtæki en ekki síður fyrir íslensk fyrirtæki sem eru að hasla sér völl á erlendri grundu, eru í viðvarandi viðskiptasambandi ytra og þetta getur bara skaðað okkar hagsmuni verulega,“ segir Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. „Maður bindur auðvitað vonir við það að þetta hafi ekki mikil áhrif þar sem skilaboðin frá FATF eru skýr að við erum að vinna að þessum atriðum sem að út af standa. Stjórnvöld og erlendir sérfræðingar hafa síðan reynt að leggja mat á hvaða áhrif þetta getur haft á stöðugleika og fyrirtæki og það mat virðist vera að það þurfi ekki að hafa mikil áhrif og við bindum vonir við að svo sé,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir það vonbrigði að Ísland sé komið á listann þar en mikið hafi þegar verið gert til að bæta úr þessum málum. „Við höfum unnið verulega hart síðan að allar þær athugasemdir komu í byrjun 2018 og unnið verulega mikið og þarft starf til að koma þessum reglum í lag og það eru auðvitað þannig að við viljum hafa þetta í lagi. En athugasemdir sem út af standa eru örfáar og afar veigalitlar að því leyti að þær eru allar komnar í farveg eins og segir í kynningu frá FATF og við munum auðvitað einhenda okkur í það að losna af þessum lista á fundum á næsta ári,“ segir Áslaug Arna. Vera Íslands á gráa listanum verður rædd á nefndafundum Alþingis eftir helgi. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir það áfellisdóm yfir ríkisstjórninni að Ísland skuli í dag hafa verið sett á gráan lista þjóða sem ekki hafi gripið til nægjanlegra varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Dómsmálaráðherra segir þetta vonbrigði en unnið sé að úrbótum þannig að Ísland fari af listanum á næsta ári. Íslensk stjórnvöld mótmæltu því að vera sett á listann á fundi aðildarríkja FAFT í vikunni. FAFT eða Financial Action Task Force er aðgerðahópur ríkja gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Hópurinn gefur jafnframt út svartan lista sem er öllu verri en sá grái sem Ísland er nú á en á gráa listanum eru ríki sem eru samvinnufús og aðgerðaráætlanir í farvegi. „Þetta er áfellisdómur yfir stjórnvöldum. Þetta getur valdið mjög miklu tjóni og ég hef áhyggjur af því að ráðherrar í ríkisstjórninni hafi ekki gert sér grein fyrir hvað þetta er alvarlegt. Bæði fyrir íslensk fjármálafyrirtæki en ekki síður fyrir íslensk fyrirtæki sem eru að hasla sér völl á erlendri grundu, eru í viðvarandi viðskiptasambandi ytra og þetta getur bara skaðað okkar hagsmuni verulega,“ segir Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. „Maður bindur auðvitað vonir við það að þetta hafi ekki mikil áhrif þar sem skilaboðin frá FATF eru skýr að við erum að vinna að þessum atriðum sem að út af standa. Stjórnvöld og erlendir sérfræðingar hafa síðan reynt að leggja mat á hvaða áhrif þetta getur haft á stöðugleika og fyrirtæki og það mat virðist vera að það þurfi ekki að hafa mikil áhrif og við bindum vonir við að svo sé,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra segir það vonbrigði að Ísland sé komið á listann þar en mikið hafi þegar verið gert til að bæta úr þessum málum. „Við höfum unnið verulega hart síðan að allar þær athugasemdir komu í byrjun 2018 og unnið verulega mikið og þarft starf til að koma þessum reglum í lag og það eru auðvitað þannig að við viljum hafa þetta í lagi. En athugasemdir sem út af standa eru örfáar og afar veigalitlar að því leyti að þær eru allar komnar í farveg eins og segir í kynningu frá FATF og við munum auðvitað einhenda okkur í það að losna af þessum lista á fundum á næsta ári,“ segir Áslaug Arna. Vera Íslands á gráa listanum verður rædd á nefndafundum Alþingis eftir helgi.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira