Tímamót hjá Fréttablaðinu Jón Þórisson skrifar 19. október 2019 09:30 Kynnt var í gær að breyting hefði orðið á eignarhaldi Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. Við þessa breytingu eignaðist félag í eigu Helga Magnússonar, ásamt öðrum, allt hlutafé í útgáfufélaginu, en félag Helga keypti helmingshlut í því í byrjun júní síðastliðins. Viðskipti þessi marka tímamót í útgáfusögu Fréttablaðsins. Við þau hverfa frá stjórnarborðinu hluthafar sem hafa fylgt blaðinu frá árinu 2004 eða nánast alla útgáfusögu þess. Um er að ræða hjónin Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur og eiginmann hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson. Framlag þeirra til íslenskrar fjölmiðlasögu er mikið og merkilegt og verður án efa gerð skil með ítarlegum hætti í fyllingu tímans. Fréttablaðið þakkar ánægjulegt og uppbyggilegt samstarf við þau og þeirra mikilvægu staðfestu og þrautseigju að halda úti öflugasta fjölmiðli landsins um 16 ára skeið. Um þessar mundir er Fréttablaðið prentað í tæplega 80.000 eintökum sex daga vikunnar og ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína, hvort sem það varðar lestur, útbreiðslu eða upplag. Samhliða þessum breytingum á eignarhaldi útgáfufélagsins er stefnt að því að miðlar Hringbrautar, sem staðið hefur að sjónvarpsútsendingum og netmiðli undir sama nafni, renni inn í Torg. Er sá samruni háður samþykki samkeppnisyfirvalda og umsögn fjölmiðlanefndar. Tilkynning þess efnis hefur verið send þessum stofnunum og bíður meðferðar þeirra. Ætlunin er að starfsemi Hringbrautar flytjist á Hafnartorg þar sem ritstjórn Fréttablaðsins og frettabladid.is er til húsa. Þá var einnig tilkynnt um það í gær að Ólöf Skaftadóttir hafi látið af starfi ritstjóra að eigin ósk. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu síðastliðin sjö ár. Henni eru þökkuð vel unnin störf. Jón Þórisson lögfræðingur hefur verið ráðinn ritstjóri við hlið Davíðs Stefánssonar. Jón er jafnframt ábyrgðarmaður útgáfunnar. Jóhanna Helga Viðarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra hjá Torgi ehf., verður nú forstjóri og útgefandi fyrirtækisins. Allt er þetta liður í að efla útgáfu Fréttablaðsins og tengdra miðla, ekki síst í þeirri varnarbaráttu sem háð er um sjálfstæða útgáfu fréttamiðla á Íslandi. Stjórn Torgs hefur samþykkt ritstjórnarstefnu fyrir blaðið og miðla þess. Þar segir að stefna fjölmiðla félagsins sé að halda uppi borgaralegum viðhorfum, víðsýni og frjálslyndi. Frelsi sé gert hátt undir höfði og hag neytenda haldið á lofti. Stjórnvöldum á hverjum tíma sé veitt aðhald á öllum sviðum og sama gildi um dómstóla. Fréttablaðið og miðlar þess aðhyllist alþjóðlegt samstarf Íslendinga á breiðum vettvangi og horft sé til þess að dýpka slíkt samstarf til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Jón Þórisson Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Kynnt var í gær að breyting hefði orðið á eignarhaldi Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. Við þessa breytingu eignaðist félag í eigu Helga Magnússonar, ásamt öðrum, allt hlutafé í útgáfufélaginu, en félag Helga keypti helmingshlut í því í byrjun júní síðastliðins. Viðskipti þessi marka tímamót í útgáfusögu Fréttablaðsins. Við þau hverfa frá stjórnarborðinu hluthafar sem hafa fylgt blaðinu frá árinu 2004 eða nánast alla útgáfusögu þess. Um er að ræða hjónin Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur og eiginmann hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson. Framlag þeirra til íslenskrar fjölmiðlasögu er mikið og merkilegt og verður án efa gerð skil með ítarlegum hætti í fyllingu tímans. Fréttablaðið þakkar ánægjulegt og uppbyggilegt samstarf við þau og þeirra mikilvægu staðfestu og þrautseigju að halda úti öflugasta fjölmiðli landsins um 16 ára skeið. Um þessar mundir er Fréttablaðið prentað í tæplega 80.000 eintökum sex daga vikunnar og ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína, hvort sem það varðar lestur, útbreiðslu eða upplag. Samhliða þessum breytingum á eignarhaldi útgáfufélagsins er stefnt að því að miðlar Hringbrautar, sem staðið hefur að sjónvarpsútsendingum og netmiðli undir sama nafni, renni inn í Torg. Er sá samruni háður samþykki samkeppnisyfirvalda og umsögn fjölmiðlanefndar. Tilkynning þess efnis hefur verið send þessum stofnunum og bíður meðferðar þeirra. Ætlunin er að starfsemi Hringbrautar flytjist á Hafnartorg þar sem ritstjórn Fréttablaðsins og frettabladid.is er til húsa. Þá var einnig tilkynnt um það í gær að Ólöf Skaftadóttir hafi látið af starfi ritstjóra að eigin ósk. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu síðastliðin sjö ár. Henni eru þökkuð vel unnin störf. Jón Þórisson lögfræðingur hefur verið ráðinn ritstjóri við hlið Davíðs Stefánssonar. Jón er jafnframt ábyrgðarmaður útgáfunnar. Jóhanna Helga Viðarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra hjá Torgi ehf., verður nú forstjóri og útgefandi fyrirtækisins. Allt er þetta liður í að efla útgáfu Fréttablaðsins og tengdra miðla, ekki síst í þeirri varnarbaráttu sem háð er um sjálfstæða útgáfu fréttamiðla á Íslandi. Stjórn Torgs hefur samþykkt ritstjórnarstefnu fyrir blaðið og miðla þess. Þar segir að stefna fjölmiðla félagsins sé að halda uppi borgaralegum viðhorfum, víðsýni og frjálslyndi. Frelsi sé gert hátt undir höfði og hag neytenda haldið á lofti. Stjórnvöldum á hverjum tíma sé veitt aðhald á öllum sviðum og sama gildi um dómstóla. Fréttablaðið og miðlar þess aðhyllist alþjóðlegt samstarf Íslendinga á breiðum vettvangi og horft sé til þess að dýpka slíkt samstarf til framtíðar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun