Tímamót hjá Fréttablaðinu Jón Þórisson skrifar 19. október 2019 09:30 Kynnt var í gær að breyting hefði orðið á eignarhaldi Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. Við þessa breytingu eignaðist félag í eigu Helga Magnússonar, ásamt öðrum, allt hlutafé í útgáfufélaginu, en félag Helga keypti helmingshlut í því í byrjun júní síðastliðins. Viðskipti þessi marka tímamót í útgáfusögu Fréttablaðsins. Við þau hverfa frá stjórnarborðinu hluthafar sem hafa fylgt blaðinu frá árinu 2004 eða nánast alla útgáfusögu þess. Um er að ræða hjónin Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur og eiginmann hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson. Framlag þeirra til íslenskrar fjölmiðlasögu er mikið og merkilegt og verður án efa gerð skil með ítarlegum hætti í fyllingu tímans. Fréttablaðið þakkar ánægjulegt og uppbyggilegt samstarf við þau og þeirra mikilvægu staðfestu og þrautseigju að halda úti öflugasta fjölmiðli landsins um 16 ára skeið. Um þessar mundir er Fréttablaðið prentað í tæplega 80.000 eintökum sex daga vikunnar og ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína, hvort sem það varðar lestur, útbreiðslu eða upplag. Samhliða þessum breytingum á eignarhaldi útgáfufélagsins er stefnt að því að miðlar Hringbrautar, sem staðið hefur að sjónvarpsútsendingum og netmiðli undir sama nafni, renni inn í Torg. Er sá samruni háður samþykki samkeppnisyfirvalda og umsögn fjölmiðlanefndar. Tilkynning þess efnis hefur verið send þessum stofnunum og bíður meðferðar þeirra. Ætlunin er að starfsemi Hringbrautar flytjist á Hafnartorg þar sem ritstjórn Fréttablaðsins og frettabladid.is er til húsa. Þá var einnig tilkynnt um það í gær að Ólöf Skaftadóttir hafi látið af starfi ritstjóra að eigin ósk. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu síðastliðin sjö ár. Henni eru þökkuð vel unnin störf. Jón Þórisson lögfræðingur hefur verið ráðinn ritstjóri við hlið Davíðs Stefánssonar. Jón er jafnframt ábyrgðarmaður útgáfunnar. Jóhanna Helga Viðarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra hjá Torgi ehf., verður nú forstjóri og útgefandi fyrirtækisins. Allt er þetta liður í að efla útgáfu Fréttablaðsins og tengdra miðla, ekki síst í þeirri varnarbaráttu sem háð er um sjálfstæða útgáfu fréttamiðla á Íslandi. Stjórn Torgs hefur samþykkt ritstjórnarstefnu fyrir blaðið og miðla þess. Þar segir að stefna fjölmiðla félagsins sé að halda uppi borgaralegum viðhorfum, víðsýni og frjálslyndi. Frelsi sé gert hátt undir höfði og hag neytenda haldið á lofti. Stjórnvöldum á hverjum tíma sé veitt aðhald á öllum sviðum og sama gildi um dómstóla. Fréttablaðið og miðlar þess aðhyllist alþjóðlegt samstarf Íslendinga á breiðum vettvangi og horft sé til þess að dýpka slíkt samstarf til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Jón Þórisson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Kynnt var í gær að breyting hefði orðið á eignarhaldi Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. Við þessa breytingu eignaðist félag í eigu Helga Magnússonar, ásamt öðrum, allt hlutafé í útgáfufélaginu, en félag Helga keypti helmingshlut í því í byrjun júní síðastliðins. Viðskipti þessi marka tímamót í útgáfusögu Fréttablaðsins. Við þau hverfa frá stjórnarborðinu hluthafar sem hafa fylgt blaðinu frá árinu 2004 eða nánast alla útgáfusögu þess. Um er að ræða hjónin Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur og eiginmann hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson. Framlag þeirra til íslenskrar fjölmiðlasögu er mikið og merkilegt og verður án efa gerð skil með ítarlegum hætti í fyllingu tímans. Fréttablaðið þakkar ánægjulegt og uppbyggilegt samstarf við þau og þeirra mikilvægu staðfestu og þrautseigju að halda úti öflugasta fjölmiðli landsins um 16 ára skeið. Um þessar mundir er Fréttablaðið prentað í tæplega 80.000 eintökum sex daga vikunnar og ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína, hvort sem það varðar lestur, útbreiðslu eða upplag. Samhliða þessum breytingum á eignarhaldi útgáfufélagsins er stefnt að því að miðlar Hringbrautar, sem staðið hefur að sjónvarpsútsendingum og netmiðli undir sama nafni, renni inn í Torg. Er sá samruni háður samþykki samkeppnisyfirvalda og umsögn fjölmiðlanefndar. Tilkynning þess efnis hefur verið send þessum stofnunum og bíður meðferðar þeirra. Ætlunin er að starfsemi Hringbrautar flytjist á Hafnartorg þar sem ritstjórn Fréttablaðsins og frettabladid.is er til húsa. Þá var einnig tilkynnt um það í gær að Ólöf Skaftadóttir hafi látið af starfi ritstjóra að eigin ósk. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu síðastliðin sjö ár. Henni eru þökkuð vel unnin störf. Jón Þórisson lögfræðingur hefur verið ráðinn ritstjóri við hlið Davíðs Stefánssonar. Jón er jafnframt ábyrgðarmaður útgáfunnar. Jóhanna Helga Viðarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra hjá Torgi ehf., verður nú forstjóri og útgefandi fyrirtækisins. Allt er þetta liður í að efla útgáfu Fréttablaðsins og tengdra miðla, ekki síst í þeirri varnarbaráttu sem háð er um sjálfstæða útgáfu fréttamiðla á Íslandi. Stjórn Torgs hefur samþykkt ritstjórnarstefnu fyrir blaðið og miðla þess. Þar segir að stefna fjölmiðla félagsins sé að halda uppi borgaralegum viðhorfum, víðsýni og frjálslyndi. Frelsi sé gert hátt undir höfði og hag neytenda haldið á lofti. Stjórnvöldum á hverjum tíma sé veitt aðhald á öllum sviðum og sama gildi um dómstóla. Fréttablaðið og miðlar þess aðhyllist alþjóðlegt samstarf Íslendinga á breiðum vettvangi og horft sé til þess að dýpka slíkt samstarf til framtíðar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun