Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2019 08:45 Frá flugvellinum í Lleida á Spáni. Þrjár MAX-þotur Icelandair sjást fjær en efst sést í stél þeirrar fjórðu. Mynd/Þórarinn Hjálmarsson. Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. Þar verða þær hafðar í vetrargeymslu í betri veðurskilyrðum, en búast má við á Miðnesheiði, þar til skýrist hvenær kyrrsetningu MAX-véla Boeing til almenns flugs verður aflétt.Icelandair-þoturnar fjórar á Spáni. MAX-þotur þekkjast frá öðrum Boeing 737 einkum á klofnum vængendum. Vélin næst, TF-ICY, ber nafnið Látrabjarg.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson.Þriðja MAX-vélin flaug frá Íslandi á miðvikudag og sú fjórða á fimmtudag, að sögn Þórarins Hjálmarssonar, flotastjóra MAX-véla Icelandair. Sama flugleið var flogin, með millilendingu í Shannon á Írlandi og með sveig framhjá loftrými Frakklands, eins og þegar tvær fyrstu vélarnar voru ferjaðar á föstudag í síðustu viku. Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri og flotastjóri MAX-véla Icelandair.Mynd/Arnar Halldórsson.Sömu fjórir flugstjórarnir voru undir stjórn. Þeir Kári Kárason og Franz Ploder ferjuðu þotuna, sem fór á miðvikudag, og þeir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson þotuna sem fór á fimmtudag. Þar með eru aðeins tvær Boeing MAX-þotur eftir á Keflavíkurflugvelli, ein MAX-8 og ein MAX-9, en að sögn Þórarins liggur ekki fyrir dagsetning um hvenær þær síðustu fara. Frá vetrardvalarstaðnum. Megintilgangurinn er að hlífa vélunum fyrir vætu og seltu.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson.Upphaflega stóð til að ferja MAX-flota Icelandair til Toulouse í Frakklandi, heimaborgar Airbus, helsta samkeppnisaðila Boeing. Frönsk flugmálayfirvöld reyndust hins vegar tregari en önnur til að veita þotunum heimild til yfirflugs og því varð áfangastaðurinn Spánn. Engu að síður sætir ferjuflug MAX-vélanna margvíslegum takmörkunum evrópskra flugmálayfirvalda. Aðeins reyndustu flugstjórar mega fljúga þeim og einungis tveir vera um borð. Þá þurfa vélarnar að fljúga með vængbörð úti, á fyrsta þrepi. Þetta takmarkar flughæð við 20.000 fet og flughraða við 240 hnúta, eða um 450 kílómetra hraða á klukkustund, sem þýðir meiri eldsneytiseyðslu og kallar á millilendingu á Írlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá flugi fyrstu MAX-véla Icelandair í lok síðustu viku með viðtali við flugstjórann: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Spánn Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34 Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00 Maxarnir tóku stóran sveig framhjá loftrýmum Bretlands og Frakklands Boeing MAX-þoturnar tvær frá Icelandair, sem ferjaðar voru milli Íslands og Spánar í gær, fóru ekki stystu leið milli áfangastaðanna, heldur tóku stóran sveig út á Atlantshaf. 12. október 2019 16:45 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. Þar verða þær hafðar í vetrargeymslu í betri veðurskilyrðum, en búast má við á Miðnesheiði, þar til skýrist hvenær kyrrsetningu MAX-véla Boeing til almenns flugs verður aflétt.Icelandair-þoturnar fjórar á Spáni. MAX-þotur þekkjast frá öðrum Boeing 737 einkum á klofnum vængendum. Vélin næst, TF-ICY, ber nafnið Látrabjarg.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson.Þriðja MAX-vélin flaug frá Íslandi á miðvikudag og sú fjórða á fimmtudag, að sögn Þórarins Hjálmarssonar, flotastjóra MAX-véla Icelandair. Sama flugleið var flogin, með millilendingu í Shannon á Írlandi og með sveig framhjá loftrými Frakklands, eins og þegar tvær fyrstu vélarnar voru ferjaðar á föstudag í síðustu viku. Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri og flotastjóri MAX-véla Icelandair.Mynd/Arnar Halldórsson.Sömu fjórir flugstjórarnir voru undir stjórn. Þeir Kári Kárason og Franz Ploder ferjuðu þotuna, sem fór á miðvikudag, og þeir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson þotuna sem fór á fimmtudag. Þar með eru aðeins tvær Boeing MAX-þotur eftir á Keflavíkurflugvelli, ein MAX-8 og ein MAX-9, en að sögn Þórarins liggur ekki fyrir dagsetning um hvenær þær síðustu fara. Frá vetrardvalarstaðnum. Megintilgangurinn er að hlífa vélunum fyrir vætu og seltu.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson.Upphaflega stóð til að ferja MAX-flota Icelandair til Toulouse í Frakklandi, heimaborgar Airbus, helsta samkeppnisaðila Boeing. Frönsk flugmálayfirvöld reyndust hins vegar tregari en önnur til að veita þotunum heimild til yfirflugs og því varð áfangastaðurinn Spánn. Engu að síður sætir ferjuflug MAX-vélanna margvíslegum takmörkunum evrópskra flugmálayfirvalda. Aðeins reyndustu flugstjórar mega fljúga þeim og einungis tveir vera um borð. Þá þurfa vélarnar að fljúga með vængbörð úti, á fyrsta þrepi. Þetta takmarkar flughæð við 20.000 fet og flughraða við 240 hnúta, eða um 450 kílómetra hraða á klukkustund, sem þýðir meiri eldsneytiseyðslu og kallar á millilendingu á Írlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá flugi fyrstu MAX-véla Icelandair í lok síðustu viku með viðtali við flugstjórann:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Spánn Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34 Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00 Maxarnir tóku stóran sveig framhjá loftrýmum Bretlands og Frakklands Boeing MAX-þoturnar tvær frá Icelandair, sem ferjaðar voru milli Íslands og Spánar í gær, fóru ekki stystu leið milli áfangastaðanna, heldur tóku stóran sveig út á Atlantshaf. 12. október 2019 16:45 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00
Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34
Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00
Maxarnir tóku stóran sveig framhjá loftrýmum Bretlands og Frakklands Boeing MAX-þoturnar tvær frá Icelandair, sem ferjaðar voru milli Íslands og Spánar í gær, fóru ekki stystu leið milli áfangastaðanna, heldur tóku stóran sveig út á Atlantshaf. 12. október 2019 16:45