Á annan tug skotvopna stolið hér á landi á hverju ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. október 2019 20:30 Lögreglufulltrúi segir að á annan tug skotvopna sé stolið á hverju ári á Íslandi. Dæmi eru um að ekki sé farið eftir regluverki um geymslu og meðhöndlun, sem sé skýrt í lögum. Innflutningur skotvopna hefur aukist og er nálægt því sem var fyrir hrun. Á þriðja þúsund skotvopna eru nú flutt inn til landsins. Löglega innfluttum skotvopnum hefur fjölgað nokkuð frá því sem var strax eftir hrun. Árið 2010 voru rúmlega tvö þúsund skotvopn flutt inn til landsins. Árið 2014 voru þau 1.315 og í fyrra nam fjöldinn 2.523 skotvopnum. Um mitt þetta ár var búið að flytja inn til landsins inntæplega 1.400 skotvopn. Heildar fjöldinn af skotvopnum á Íslandi, um mitt þetta ár, nemur því sextíu og átta þúsund sjö hundruð þrjátíu og fjórum skotvopnum. Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir mikla aðsókn í skotvopnaleyfi og merkir aukinn áhuga á byssuíþróttum og veiði.Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,Skjáskot/Stöð 2„Ætli það sé ekki um 40.000 haglabyssur á móti 30.000 rifflum. Skammbyssur eru ef ég man rétt, tvö til þrjú þúsund. Það byrjaði að fjölga í byssuinnflutningi 2017. Þá fór hann að komast á par við það sem var áður.“ Jónas segir að skýrar reglur séu um geymslu og meðferð skotvopna í vopnalögum. Lögin voru sett á árið 1998 og telur hann að kominn sé tími á endurskoðun. Til eru dæmi þar sem geymsla sé ekki reglum samkvæm og það sem af er ári hefur lögregla fengið tilkynningu um þjófnað á 17 skotvopnum og skotfærum.Skjáskot/Stöð2„Það er þó stolið 10 til 20 byssum, að meðaltali, á hverju ári. Virðist vera að fólk misskilji reglur sem segja að byssa eitt, tvö og þrjú þurfi að vera í læstri geymslu. En það er alveg skýrt í vopalögum að svo skal vera.“ Á þriðja ársfjórðungi þessa árs hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagt hald á 37 skotvopn. Þess ber þó að geta skotvopn geta verið haldlögð til að mynda úr dánarbúi. Það er ef erfingar hafi ekki leyfi til byssueignar. Það sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á 76 skotvopn. Í fyrra voru þau í heildina 99. Lögreglan Tengdar fréttir Hvellir heyrðust skömmu eftir að tilkynning barst um mann með skotvopn Leit lögreglu skilaði engum árangri. 19. ágúst 2019 10:12 Handtóku tvo eftir skothvelli í Breiðholti Tveir menn voru handteknir í Breiðholti á mánudag og hald lagt á skotvopn og lítilræði af fíkniefnum. 3. júlí 2019 07:00 Tveir handteknir í aðgerð sem sérsveitin tók þátt í Tilkynnt hafði verið um skotvopn í húsi í austurborginni. Vopnin reyndust eftirlíkingar. 4. október 2019 17:33 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Sjá meira
Lögreglufulltrúi segir að á annan tug skotvopna sé stolið á hverju ári á Íslandi. Dæmi eru um að ekki sé farið eftir regluverki um geymslu og meðhöndlun, sem sé skýrt í lögum. Innflutningur skotvopna hefur aukist og er nálægt því sem var fyrir hrun. Á þriðja þúsund skotvopna eru nú flutt inn til landsins. Löglega innfluttum skotvopnum hefur fjölgað nokkuð frá því sem var strax eftir hrun. Árið 2010 voru rúmlega tvö þúsund skotvopn flutt inn til landsins. Árið 2014 voru þau 1.315 og í fyrra nam fjöldinn 2.523 skotvopnum. Um mitt þetta ár var búið að flytja inn til landsins inntæplega 1.400 skotvopn. Heildar fjöldinn af skotvopnum á Íslandi, um mitt þetta ár, nemur því sextíu og átta þúsund sjö hundruð þrjátíu og fjórum skotvopnum. Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir mikla aðsókn í skotvopnaleyfi og merkir aukinn áhuga á byssuíþróttum og veiði.Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,Skjáskot/Stöð 2„Ætli það sé ekki um 40.000 haglabyssur á móti 30.000 rifflum. Skammbyssur eru ef ég man rétt, tvö til þrjú þúsund. Það byrjaði að fjölga í byssuinnflutningi 2017. Þá fór hann að komast á par við það sem var áður.“ Jónas segir að skýrar reglur séu um geymslu og meðferð skotvopna í vopnalögum. Lögin voru sett á árið 1998 og telur hann að kominn sé tími á endurskoðun. Til eru dæmi þar sem geymsla sé ekki reglum samkvæm og það sem af er ári hefur lögregla fengið tilkynningu um þjófnað á 17 skotvopnum og skotfærum.Skjáskot/Stöð2„Það er þó stolið 10 til 20 byssum, að meðaltali, á hverju ári. Virðist vera að fólk misskilji reglur sem segja að byssa eitt, tvö og þrjú þurfi að vera í læstri geymslu. En það er alveg skýrt í vopalögum að svo skal vera.“ Á þriðja ársfjórðungi þessa árs hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagt hald á 37 skotvopn. Þess ber þó að geta skotvopn geta verið haldlögð til að mynda úr dánarbúi. Það er ef erfingar hafi ekki leyfi til byssueignar. Það sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á 76 skotvopn. Í fyrra voru þau í heildina 99.
Lögreglan Tengdar fréttir Hvellir heyrðust skömmu eftir að tilkynning barst um mann með skotvopn Leit lögreglu skilaði engum árangri. 19. ágúst 2019 10:12 Handtóku tvo eftir skothvelli í Breiðholti Tveir menn voru handteknir í Breiðholti á mánudag og hald lagt á skotvopn og lítilræði af fíkniefnum. 3. júlí 2019 07:00 Tveir handteknir í aðgerð sem sérsveitin tók þátt í Tilkynnt hafði verið um skotvopn í húsi í austurborginni. Vopnin reyndust eftirlíkingar. 4. október 2019 17:33 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Sjá meira
Hvellir heyrðust skömmu eftir að tilkynning barst um mann með skotvopn Leit lögreglu skilaði engum árangri. 19. ágúst 2019 10:12
Handtóku tvo eftir skothvelli í Breiðholti Tveir menn voru handteknir í Breiðholti á mánudag og hald lagt á skotvopn og lítilræði af fíkniefnum. 3. júlí 2019 07:00
Tveir handteknir í aðgerð sem sérsveitin tók þátt í Tilkynnt hafði verið um skotvopn í húsi í austurborginni. Vopnin reyndust eftirlíkingar. 4. október 2019 17:33