Kanadískir mastersnemar hönnuðu híbýli geimfara Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2019 22:15 Kanadískir mastersnemar fengu það verkefni að ímynda sér að Íslendingar hefðu fjármagn til að reka háþróaða aðstöðu fyrir geimferðir hér á landi og hanna allar þær byggingar sem þarf til þess. Afraksturinn var kynntur í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem sjá mátti framúrstefnulega stjörnuskoðunarstöð og nokkurskonar hringleikahús fyrir geimfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við íslensku geimferðastofnunina. Ásamt því að teikna um aðstöðu fyrir geimferðarannsóknir voru einnig hannaðar byggingar sem eiga að þjóna leiðsögumannasamfélaginu. Mastersnemar í arkítektúr við Manitoba-háskólann í Kanada ferðuðust um landið til að þar sem markmiðið var að teikna upp aðstöðu sem myndi færa fólk nær náttúruperlunum. Hafa nemar frá Manitoba komið átta sinnum hingað til lands. „Í þessu verkefni vinnum við með hugmyndir tengdar jöklum, jarðfræði og kannski ferðaþjónustunni. Einnig vinnum við með þá hugmynd að Ísland verði miðstöð rannsókna til undirbúnings ferða til tunglsins og mars,“ segir Herbert Enns, prófessor við háskólann í Manitoba.Herbert Enns, prófessor við háskólann í Manitoba.Stöð 2Hann segir þessar hugmyndir eiga að styðja við ferðaþjónustuna hér á landi og vísindasamfélagið. „Þar sem löng hefð er fyrir því að geimfarar komi til Íslands til að þjálfa sig fyrir tunglferðir, beinast sum verkefnin að því að bjóða upp á aðstöðu fyrir nýju tunglferðaáætlunina sem hefur verið kynnt og NASA og Geimferðastofnun Evrópu hafa sýnt áhuga á, svo og þátttöku í Marsferðum. Það er dálítill keimur af vísindaskáldskap í þessu.“ Verkefnin eru í raun um það sem gæti gerst í náinni framtíð. „Þetta beinist að því sem koma skal, þar með talið eru framtaksverkefni á sviði þjóðgarða. Á sama tíma og verkefnum á sviði vísindarannsókna fjölgar, sérstaklega núna á tímum loftslagsbreytinga þegar jöklarnir hopa í sífellu“ Geimurinn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Kanadískir mastersnemar fengu það verkefni að ímynda sér að Íslendingar hefðu fjármagn til að reka háþróaða aðstöðu fyrir geimferðir hér á landi og hanna allar þær byggingar sem þarf til þess. Afraksturinn var kynntur í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem sjá mátti framúrstefnulega stjörnuskoðunarstöð og nokkurskonar hringleikahús fyrir geimfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við íslensku geimferðastofnunina. Ásamt því að teikna um aðstöðu fyrir geimferðarannsóknir voru einnig hannaðar byggingar sem eiga að þjóna leiðsögumannasamfélaginu. Mastersnemar í arkítektúr við Manitoba-háskólann í Kanada ferðuðust um landið til að þar sem markmiðið var að teikna upp aðstöðu sem myndi færa fólk nær náttúruperlunum. Hafa nemar frá Manitoba komið átta sinnum hingað til lands. „Í þessu verkefni vinnum við með hugmyndir tengdar jöklum, jarðfræði og kannski ferðaþjónustunni. Einnig vinnum við með þá hugmynd að Ísland verði miðstöð rannsókna til undirbúnings ferða til tunglsins og mars,“ segir Herbert Enns, prófessor við háskólann í Manitoba.Herbert Enns, prófessor við háskólann í Manitoba.Stöð 2Hann segir þessar hugmyndir eiga að styðja við ferðaþjónustuna hér á landi og vísindasamfélagið. „Þar sem löng hefð er fyrir því að geimfarar komi til Íslands til að þjálfa sig fyrir tunglferðir, beinast sum verkefnin að því að bjóða upp á aðstöðu fyrir nýju tunglferðaáætlunina sem hefur verið kynnt og NASA og Geimferðastofnun Evrópu hafa sýnt áhuga á, svo og þátttöku í Marsferðum. Það er dálítill keimur af vísindaskáldskap í þessu.“ Verkefnin eru í raun um það sem gæti gerst í náinni framtíð. „Þetta beinist að því sem koma skal, þar með talið eru framtaksverkefni á sviði þjóðgarða. Á sama tíma og verkefnum á sviði vísindarannsókna fjölgar, sérstaklega núna á tímum loftslagsbreytinga þegar jöklarnir hopa í sífellu“
Geimurinn Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira