Erlent

Fundaði með Kirgísum um verndun jökla

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Chingiz Aidarbekov utanríkisráðherra Kirgistan.
Chingiz Aidarbekov utanríkisráðherra Kirgistan. Nordicphotos/Getty
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði með kollega sínum Chingiz Aidarbekov frá Kirgistan á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Ræddu þeir meðal annars um samskipti ríkjanna, samstarf þjóðþinga og viðskipti en áherslan var á umhverfismál.

Aidarbekov sýndi sérstakan áhuga á samstarfi við Íslendinga um verndun jökla. Ísland komst í heimsfréttirnar þegar hvarf jökulsins Oks var minnst fyrir skemmstu. Kirgistan er háfjallaríki og jöklarnir þar eru 8 þúsund. Sá þekktasti er Inyl­chek, sem er einn af stærstu jöklum heims utan heimskautanna. Einn af þeim stærstu heitir Lenín í höfuðið á Sovétleiðtoganum, en Kirgistan var Sovétlýðveldi til ársins 1991.

Kirgísar fylgjast nú grannt með jöklunum, en talið er að allt að 95 prósent þeirra verði horfin árið 2100.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×