Valddreifing innan EES hefur aukist að mati nefndar utanríkisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2019 19:30 Aðkoma Íslendinga að fagstofnunum Evrópusambandsins eru ekki ögrun við þjóðina heldur veitir henni tækifæri til að hafa meiri áhrif en áður á mótun mála innan Evrópska efnahagssvæðisins að mati nefndar sem falið var að kanna kosti og galla aðildar Íslands að svæðinu. Tími sé kominn til að staðfesta endanlega að samningurinn standist stjórnarskrána. Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. Björn Bjarnason formaður nefndarinnar segir átján álit hafa verið gerð um stöðu samningsins gagnvart stjórnarskránni á þeim tuttugu og fimm árum frá því hann var undirritaður.Björn BjarnasonVísir/Baldur„Þá mætti nú ætla að það væru komin fram öll sjónarmið sem þyrfti til þess að móta eina reglu sem væri hægt að fylgja og leggja til grundvallar þegar á þessum málum er tekið,“ segir Björn. Undanfarin ár hafi aðild Íslendinga að fagstofnunum sem Evrópusambandið hafi komið á laggirnar helst valdið deilum. „Ég tel að þessar fagstofnanir séu ekki ögrun við okkur heldur veiti þær okkur tækifæri til að hafa meiri áhrif heldur en ef þetta vald væri í höndum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.“Þannig ef eitthvað er hefur valddreifingin aukist? „Ég tel að valddreifingin hafi aukist og ég tel líka og við bendum á um nauðsyn þess að við hugum að þessum þáttum með þetta í huga. Með tækifærin í huga í staðinn fyrir að líta á þetta sem ásælni eða eitthvað sem er að þrengja að okkur,“ segir Björn.Bergþóra HalldórsdóttirVísir/BaldurSkýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hafi gefið íslendingum einstök tækifæri. En þeir leggja þó til fimmtán punkta til úrbóta. Til að mynda þurfi að stuðla að meiri rannsóknarstarfsemi á EES-málum og á fleiri fræðasviðum en lögfræðilegum. Stjórnmálamenn, ráðherrar og alþingismenn, verði að láta sig EES-málefni meiru varða. Bergþóra Halldórsdóttir sem einnig sat í nefndinni ásamt Birni og Kristrúnu Heimisdóttur segir að leggja beri grunn að meiri festu í allri stjórn og meðferð EES-mála á heimavelli. „Íslenskir aðilar eiga kost á því að vera starfsmenn þarna. Við eigum kost á að senda fulltrúa frá hinum ýmsu hópum inn í þessa sérfræðihópa, inn í þessar laganefndir og höfum raunverulega tækifæri til að hafa áhrif,“ segir Bergþóra.Skýrsluna í heild sinni má sjá hér. Utanríkismál Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Aðkoma Íslendinga að fagstofnunum Evrópusambandsins eru ekki ögrun við þjóðina heldur veitir henni tækifæri til að hafa meiri áhrif en áður á mótun mála innan Evrópska efnahagssvæðisins að mati nefndar sem falið var að kanna kosti og galla aðildar Íslands að svæðinu. Tími sé kominn til að staðfesta endanlega að samningurinn standist stjórnarskrána. Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. Björn Bjarnason formaður nefndarinnar segir átján álit hafa verið gerð um stöðu samningsins gagnvart stjórnarskránni á þeim tuttugu og fimm árum frá því hann var undirritaður.Björn BjarnasonVísir/Baldur„Þá mætti nú ætla að það væru komin fram öll sjónarmið sem þyrfti til þess að móta eina reglu sem væri hægt að fylgja og leggja til grundvallar þegar á þessum málum er tekið,“ segir Björn. Undanfarin ár hafi aðild Íslendinga að fagstofnunum sem Evrópusambandið hafi komið á laggirnar helst valdið deilum. „Ég tel að þessar fagstofnanir séu ekki ögrun við okkur heldur veiti þær okkur tækifæri til að hafa meiri áhrif heldur en ef þetta vald væri í höndum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.“Þannig ef eitthvað er hefur valddreifingin aukist? „Ég tel að valddreifingin hafi aukist og ég tel líka og við bendum á um nauðsyn þess að við hugum að þessum þáttum með þetta í huga. Með tækifærin í huga í staðinn fyrir að líta á þetta sem ásælni eða eitthvað sem er að þrengja að okkur,“ segir Björn.Bergþóra HalldórsdóttirVísir/BaldurSkýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hafi gefið íslendingum einstök tækifæri. En þeir leggja þó til fimmtán punkta til úrbóta. Til að mynda þurfi að stuðla að meiri rannsóknarstarfsemi á EES-málum og á fleiri fræðasviðum en lögfræðilegum. Stjórnmálamenn, ráðherrar og alþingismenn, verði að láta sig EES-málefni meiru varða. Bergþóra Halldórsdóttir sem einnig sat í nefndinni ásamt Birni og Kristrúnu Heimisdóttur segir að leggja beri grunn að meiri festu í allri stjórn og meðferð EES-mála á heimavelli. „Íslenskir aðilar eiga kost á því að vera starfsmenn þarna. Við eigum kost á að senda fulltrúa frá hinum ýmsu hópum inn í þessa sérfræðihópa, inn í þessar laganefndir og höfum raunverulega tækifæri til að hafa áhrif,“ segir Bergþóra.Skýrsluna í heild sinni má sjá hér.
Utanríkismál Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira