Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. október 2019 06:00 Björn Bjarnason fór fyrir starfshópnum. Fréttablaðið/Vilhelm Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. Hann væri til verulegs gagns og ávinnings fyrir þá sem innan ramma hans starfa. Án EES -samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför í íslensku þjóðlífi. „Við töluðum við 147 manns við gerð þessarar skýrslu og aðeins tveir lýstu andstöðu við samninginn, annars vegar fulltrúi samtakanna Frjálst land og hins vegar fulltrúi Nei til EU í Noregi,“ segir Björn. Auk Björns sátu lögfræðingarnir Kristrún Heimisdóttir og Bergþóra Hallsdóttir í starfshópnum og tók skýrslugerðin eitt ár. „Okkar niðurstaða er sú að það hafi verið gæfuspor að gera EES-samninginn á þeim tíma sem hann var gerður,“ segir Björn. „Reynslan sýnir að enginn gætir okkar hagsmuna nema við sjálf.“ Í skýrslunni eru lagðir fram 15 punktar til úrbóta. Þar er til dæmis tekin fram hin stjórnskipulega óvissa um samninginn, það er að vafi leiki á um hvort stjórnarskráin heimili fulla aðild Íslands að EES-samstarfinu. Þetta verði lagað með því að breyta stjórnarskránni eða viðurkenna að samningurinn hafi öðlast stjórnlagasess rétt eins og aðrar óskráðar reglur. Einnig er lagt til að komið verði á fót stjórnstöð EES-mála innan stjórnsýslunnar, með starfsliði, sem fylgist með bæði á mótunar- og framkvæmdastigi. Björn segist ekki leggja mat á það hverju sé brýnast að bæta úr á þessu stigi. „Það má heldur ekki skoða þetta út frá lögfræðilegu sjónarhorni. Samningurinn snertir alla þætti þjóðlífsins og ekki síður einstaklinga en fyrirtæki.“ Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Tengdar fréttir Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. Hann væri til verulegs gagns og ávinnings fyrir þá sem innan ramma hans starfa. Án EES -samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför í íslensku þjóðlífi. „Við töluðum við 147 manns við gerð þessarar skýrslu og aðeins tveir lýstu andstöðu við samninginn, annars vegar fulltrúi samtakanna Frjálst land og hins vegar fulltrúi Nei til EU í Noregi,“ segir Björn. Auk Björns sátu lögfræðingarnir Kristrún Heimisdóttir og Bergþóra Hallsdóttir í starfshópnum og tók skýrslugerðin eitt ár. „Okkar niðurstaða er sú að það hafi verið gæfuspor að gera EES-samninginn á þeim tíma sem hann var gerður,“ segir Björn. „Reynslan sýnir að enginn gætir okkar hagsmuna nema við sjálf.“ Í skýrslunni eru lagðir fram 15 punktar til úrbóta. Þar er til dæmis tekin fram hin stjórnskipulega óvissa um samninginn, það er að vafi leiki á um hvort stjórnarskráin heimili fulla aðild Íslands að EES-samstarfinu. Þetta verði lagað með því að breyta stjórnarskránni eða viðurkenna að samningurinn hafi öðlast stjórnlagasess rétt eins og aðrar óskráðar reglur. Einnig er lagt til að komið verði á fót stjórnstöð EES-mála innan stjórnsýslunnar, með starfsliði, sem fylgist með bæði á mótunar- og framkvæmdastigi. Björn segist ekki leggja mat á það hverju sé brýnast að bæta úr á þessu stigi. „Það má heldur ekki skoða þetta út frá lögfræðilegu sjónarhorni. Samningurinn snertir alla þætti þjóðlífsins og ekki síður einstaklinga en fyrirtæki.“
Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Tengdar fréttir Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15