Hvernig er best að nota þýfið? Flosi Eiríksson skrifar 2. október 2019 09:00 Á Vopnafirði er í gangi afar sérkennilegt mál sem um leið dregur skýrt fram ákveðna þætti í samfélaginu. Í stuttu máli eru málavextir þannig að vegna mistaka sem urðu hjá Vopnafjarðarhreppi var greidd of lág iðgjöld til Lífeyrissjóðs fyrir hóp starfsmanna sveitarfélagsins. Þessi mistök stóðu yfir allt frá árinu 2005 til ársins 2016 er árvökull starfsmaður á leikskóla og trúnaðarmaður starfsmanna, áttaði sig á mistökunum og benti á þau. Nú virðist þetta vera nokkuð einfalt, sveitarfélagið gerir mistök, þau uppgötvast og þá myndi maður halda að gengið væri í að greiða það sem vangreitt er auk eðlilegrar ávöxtunar til að tryggja að viðkomandi starfsmenn glati ekki lífeyrisréttindum. En í heimi launagreiðanda er réttlætið flóknara. Meirihluti sveitarstjórnar Vopnafjarðar virðist vera búinn að tala sig inn á að beita ýmsum vafasömum æfingum. Ber þar fyrst að nefna að fullyrt er að hluti krafnanna sé fyrndur og því beri bænum ekki að skila því sem stolið var af starfsmönnum því þeir hafi bara ekki fattað það nógu snemma. Er það ótrúlega lágkúrulegur málflutningur hjá stjórnvaldi að hafa þannig réttindi af starfsmönnum sínum. Hin rökin sem heyrast mikið, eru að með því að greiða núna það sem vangreitt sé íþyngjandi fyrir sveitarfélagið og hafi áhrif á framkvæmdagetu þess. Það virðist semsagt í alvöru sem forsvarsmenn sveitarfélagsins séu að tala um hvernig þeir vilji ráðstafa fjármunum sem sannanlega áttu að fara í að greiða í lífeyrissjóð starfsmanna. Þetta fé sem sveitarfélagið greiddi ekki eins og lögbundið er, vegna sinna eigin mistaka og hafði því af starfsfólki sínu á núna að verja í framkvæmdir og rekstur, og svo er það sett upp með þeim einstaklega ósmekklega hætti að ef sveitarfélagið borgi þessa óumdeildu skuld sína þá sé ekki hægt að gera þetta eða hitt. Ekki skal gert lítið úr góðum og þörfum verkum sem ráðast þarf í á Vopnafirði en að sveitarstjórn ætli að nota hálfgert þýfi á kostnað starfsmanna á ekki að koma til umræðu eða greina. Margir lenda í þeirri stöðu á lífsleiðinni að þurfa að velja á milli þess sem er siðferðilega rétt eða velja auðveldari leið. Þá reynir á manndóminn. Það er aumt þegar opinber aðili eins og sveitarfélag skríður í skjól við lagakróka og heykist á að gera upp skuldir sínar. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Vopnafjörður Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Á Vopnafirði er í gangi afar sérkennilegt mál sem um leið dregur skýrt fram ákveðna þætti í samfélaginu. Í stuttu máli eru málavextir þannig að vegna mistaka sem urðu hjá Vopnafjarðarhreppi var greidd of lág iðgjöld til Lífeyrissjóðs fyrir hóp starfsmanna sveitarfélagsins. Þessi mistök stóðu yfir allt frá árinu 2005 til ársins 2016 er árvökull starfsmaður á leikskóla og trúnaðarmaður starfsmanna, áttaði sig á mistökunum og benti á þau. Nú virðist þetta vera nokkuð einfalt, sveitarfélagið gerir mistök, þau uppgötvast og þá myndi maður halda að gengið væri í að greiða það sem vangreitt er auk eðlilegrar ávöxtunar til að tryggja að viðkomandi starfsmenn glati ekki lífeyrisréttindum. En í heimi launagreiðanda er réttlætið flóknara. Meirihluti sveitarstjórnar Vopnafjarðar virðist vera búinn að tala sig inn á að beita ýmsum vafasömum æfingum. Ber þar fyrst að nefna að fullyrt er að hluti krafnanna sé fyrndur og því beri bænum ekki að skila því sem stolið var af starfsmönnum því þeir hafi bara ekki fattað það nógu snemma. Er það ótrúlega lágkúrulegur málflutningur hjá stjórnvaldi að hafa þannig réttindi af starfsmönnum sínum. Hin rökin sem heyrast mikið, eru að með því að greiða núna það sem vangreitt sé íþyngjandi fyrir sveitarfélagið og hafi áhrif á framkvæmdagetu þess. Það virðist semsagt í alvöru sem forsvarsmenn sveitarfélagsins séu að tala um hvernig þeir vilji ráðstafa fjármunum sem sannanlega áttu að fara í að greiða í lífeyrissjóð starfsmanna. Þetta fé sem sveitarfélagið greiddi ekki eins og lögbundið er, vegna sinna eigin mistaka og hafði því af starfsfólki sínu á núna að verja í framkvæmdir og rekstur, og svo er það sett upp með þeim einstaklega ósmekklega hætti að ef sveitarfélagið borgi þessa óumdeildu skuld sína þá sé ekki hægt að gera þetta eða hitt. Ekki skal gert lítið úr góðum og þörfum verkum sem ráðast þarf í á Vopnafirði en að sveitarstjórn ætli að nota hálfgert þýfi á kostnað starfsmanna á ekki að koma til umræðu eða greina. Margir lenda í þeirri stöðu á lífsleiðinni að þurfa að velja á milli þess sem er siðferðilega rétt eða velja auðveldari leið. Þá reynir á manndóminn. Það er aumt þegar opinber aðili eins og sveitarfélag skríður í skjól við lagakróka og heykist á að gera upp skuldir sínar. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun