Sagan Katrín Oddsdóttir skrifar 2. október 2019 09:45 Stutta útgáfan er þessi: Við Íslendingar vorum á mikilli hraðferð þegar við fengum sjálfstæði frá Dönum árið 1944. Ástæðan var sú að nasistar höfðu hernumið Danmörku og við nýttum tækifærið og laumuðum okkur í burtu á meðan. Fyrir vikið var ákveðið að þýða dönsku konungsstjórnarskrána til að flýta fyrir og gera á henni lágmarksbreytingar (til dæmis setja forseta í staðinn fyrir konung) en svo um leið og sjálfstæði væri náð stóð til að skrifa Íslandi okkar eigin stjórnarskrá. Skemmst er frá því að segja að nú, 75 árum síðar, hefur Íslendingum enn ekki auðnast að eignast sína eigin stjórnarskrá. Ég vil meina að fyrir vikið sé ekki hægt að halda því fram að Ísland sé að öllu leyti sjálfstæð og fullvalda þjóð. Það að vera fullvalda þjóð þýðir í raun tvennt. Annars vegar virkar fullveldið út á við sem þýðir að aðrar þjóðir taka mark á okkur og viðurkenna okkur sem þjóð. Ísland er augljóslega fullvalda hvað þetta ytra fullveldi varðar. Við keppum í íþróttum við aðrar þjóðir, tökum þátt í alþjóðasamstarfi, gerum alls kyns díla við önnur ríki og svo framvegis. Svo er það hitt: Innra fullveldið. Það snýr að því hvernig farið er með ríkisvald innanlands. Það eru til margar skilgreiningar á lýðræði en flestar byggja þær á því að þjóðin sé uppspretta valdsins og að þjóðin hafi aðferðir til að tryggja áhrif hennar á niðurstöður mála sem hún kýs að beita sér í. Lýðræðið hvílir því í grunninn á forsendunni um fullveldi þjóðarinnar. Á sama hátt er erfitt að fullyrða að um fullvalda þjóð sé að ræða ef þjóðin hefur engar aðferðir til að tryggja áhrif sín á niðurstöður mála sem hún hefur beitt sér í. Þann 20. október næstkomandi verða liðin sjö ár frá því að íslenska þjóðin var spurð í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún vildi að frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár yrði lagt til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Þetta frumvarp er í daglegu máli er kallað „nýja stjórnarskráin“. Þessi stjórnarskrá er samt í raun ekki glæný heldur endurskoðuð og uppfærð útgáfa af þeirri gömlu. Þannig eru um 80% af gömlu stjórnarskránni í þeirri nýju, sem auk þess inniheldur nauðsynlegar viðbætur til að draga íslensk grunnlög inn í nútímann. Stjórnarskráin sem er í gildi í dag er svo úrelt að það getur reynst lýðræðinu okkar beinlínis hættulegt. Hér má sem dæmi nefna óhófleg völd forsetans samkvæmt stjórnarskránni. Ef sjarmerandi pópúlisti kæmist hér til valda sem forseti gæti hann lífgað við konungsvaldið úr gömlu dönsku stjórnarskránni og hagað sér eins og einvaldur án þess að við hefðum við því nokkrar varnir. Í stjórnarskrárrétti er ein grundvallarregla sem er öðrum mikilvægari. Hún er þessi: Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Það er eins og þessi regla hafi týnst í meðvitund Alþingis Íslendinga í gegnum árin. Sumir þingmenn virðast telja að Alþingi sé stjórnarskrárgjafinn og byggja þá túlkun væntanlega á þeirri staðreynd að þingið fer með formlegt vald til að breyta stjórnarskránni. Slíkur hugsunarháttur er einfaldlega rangur því þjóðin hefur aldrei framselt Alþingi þetta grundvallarvald sitt, enda væri slíkt afsal valda í beinni andstöðu við fullveldisrétt þjóðarinnar. Því er staðan þessi: Íslenska ríkið er fullvalda, en íslenska þjóðin er það ekki. Sjálfstæði íslensku þjóðarinnar hefur einfaldlega ekki enn verið náð. Við fögnuðum á sínum tíma sjálfstæði frá Dönum, en hvers virði er sjálfstæði frá nýlenduherrum ef innlend elíta tekur við sem herraþjóð almennings? Í nýju stjórnarskránni eru reglur sem minnka vald þeirra sem berjast gegn því að þjóðin nýti rétt sinn sem stjórnarskrárgjafi. Þetta eru reglur á borð við: – Náttúruauðlindir í þjóðareign – Jafn atkvæðisréttur – Sterk náttúruvernd – Beint lýðræði – Gegnsæi í stjórnsýslu – Persónukjör – Þjóðaratkvæðagreiðsla sem skilyrði fyrir framsali ríkisvalds til alþjóðlegra stofnanna. Það sem þessar reglur eiga sameiginlegt er að þær færa vald frá elítum til almennings. Vald sem aldrei átti að vera annars staðar en hjá þjóðinni sjálfri. Ég veit að við sem berjumst fyrir nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland höfum sigur að lokum. Ég veit bara ekki hversu miklu við töpum þar til sá sigur fæst. Baráttan fyrir nýrri stjórnarskrá er nefnilega barátta gegn spillingu, flokksræði, sjálftöku, leyndarhyggju og stríðinu gegn náttúru Íslands. Öll þessi stóru mál eru römmuð inn í hinn nýja samfélagssáttmála sem liggur í skúffu Alþingis. Við höfum ekki tíma til að há endalausar smáorustur lengur. Eins og yngri kynslóðin þreytist ekki á að benda á er tími aðgerða núna! Ég geri að lokum orð Vigdísar Finnbogadóttur, forseta lýðveldisins frá 1980-1996, að mínum: „Árið 2008 steig Alþingi verulega merkilegt skref sem átti að verða til þess að draumurinn um nýja stjórnarskrá rættist loksins. Þá hófst víðfemasta og lýðræðislegasta starf að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina, og hefur vitaskuld vakið athygli um víða veröld. Stjórnlagaráð var kjörið með lýðræðislegum hætti svo þar fengju raddir ólíkra afla í íslensku samfélagi hvert sína rödd, og hin nýja stjórnarskrá var síðan samþykkt samhljóða. Þar að auki sýndi þjóðaratkvæðagreiðsla síðan fram á að íslenskir kjósendur vildu að hin nýja stjórnarskrá yrði tekin upp. En það hefur þó ekki verið gert enn. Að mínum dómi hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi.“Höfundur er lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Stutta útgáfan er þessi: Við Íslendingar vorum á mikilli hraðferð þegar við fengum sjálfstæði frá Dönum árið 1944. Ástæðan var sú að nasistar höfðu hernumið Danmörku og við nýttum tækifærið og laumuðum okkur í burtu á meðan. Fyrir vikið var ákveðið að þýða dönsku konungsstjórnarskrána til að flýta fyrir og gera á henni lágmarksbreytingar (til dæmis setja forseta í staðinn fyrir konung) en svo um leið og sjálfstæði væri náð stóð til að skrifa Íslandi okkar eigin stjórnarskrá. Skemmst er frá því að segja að nú, 75 árum síðar, hefur Íslendingum enn ekki auðnast að eignast sína eigin stjórnarskrá. Ég vil meina að fyrir vikið sé ekki hægt að halda því fram að Ísland sé að öllu leyti sjálfstæð og fullvalda þjóð. Það að vera fullvalda þjóð þýðir í raun tvennt. Annars vegar virkar fullveldið út á við sem þýðir að aðrar þjóðir taka mark á okkur og viðurkenna okkur sem þjóð. Ísland er augljóslega fullvalda hvað þetta ytra fullveldi varðar. Við keppum í íþróttum við aðrar þjóðir, tökum þátt í alþjóðasamstarfi, gerum alls kyns díla við önnur ríki og svo framvegis. Svo er það hitt: Innra fullveldið. Það snýr að því hvernig farið er með ríkisvald innanlands. Það eru til margar skilgreiningar á lýðræði en flestar byggja þær á því að þjóðin sé uppspretta valdsins og að þjóðin hafi aðferðir til að tryggja áhrif hennar á niðurstöður mála sem hún kýs að beita sér í. Lýðræðið hvílir því í grunninn á forsendunni um fullveldi þjóðarinnar. Á sama hátt er erfitt að fullyrða að um fullvalda þjóð sé að ræða ef þjóðin hefur engar aðferðir til að tryggja áhrif sín á niðurstöður mála sem hún hefur beitt sér í. Þann 20. október næstkomandi verða liðin sjö ár frá því að íslenska þjóðin var spurð í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún vildi að frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár yrði lagt til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Þetta frumvarp er í daglegu máli er kallað „nýja stjórnarskráin“. Þessi stjórnarskrá er samt í raun ekki glæný heldur endurskoðuð og uppfærð útgáfa af þeirri gömlu. Þannig eru um 80% af gömlu stjórnarskránni í þeirri nýju, sem auk þess inniheldur nauðsynlegar viðbætur til að draga íslensk grunnlög inn í nútímann. Stjórnarskráin sem er í gildi í dag er svo úrelt að það getur reynst lýðræðinu okkar beinlínis hættulegt. Hér má sem dæmi nefna óhófleg völd forsetans samkvæmt stjórnarskránni. Ef sjarmerandi pópúlisti kæmist hér til valda sem forseti gæti hann lífgað við konungsvaldið úr gömlu dönsku stjórnarskránni og hagað sér eins og einvaldur án þess að við hefðum við því nokkrar varnir. Í stjórnarskrárrétti er ein grundvallarregla sem er öðrum mikilvægari. Hún er þessi: Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Það er eins og þessi regla hafi týnst í meðvitund Alþingis Íslendinga í gegnum árin. Sumir þingmenn virðast telja að Alþingi sé stjórnarskrárgjafinn og byggja þá túlkun væntanlega á þeirri staðreynd að þingið fer með formlegt vald til að breyta stjórnarskránni. Slíkur hugsunarháttur er einfaldlega rangur því þjóðin hefur aldrei framselt Alþingi þetta grundvallarvald sitt, enda væri slíkt afsal valda í beinni andstöðu við fullveldisrétt þjóðarinnar. Því er staðan þessi: Íslenska ríkið er fullvalda, en íslenska þjóðin er það ekki. Sjálfstæði íslensku þjóðarinnar hefur einfaldlega ekki enn verið náð. Við fögnuðum á sínum tíma sjálfstæði frá Dönum, en hvers virði er sjálfstæði frá nýlenduherrum ef innlend elíta tekur við sem herraþjóð almennings? Í nýju stjórnarskránni eru reglur sem minnka vald þeirra sem berjast gegn því að þjóðin nýti rétt sinn sem stjórnarskrárgjafi. Þetta eru reglur á borð við: – Náttúruauðlindir í þjóðareign – Jafn atkvæðisréttur – Sterk náttúruvernd – Beint lýðræði – Gegnsæi í stjórnsýslu – Persónukjör – Þjóðaratkvæðagreiðsla sem skilyrði fyrir framsali ríkisvalds til alþjóðlegra stofnanna. Það sem þessar reglur eiga sameiginlegt er að þær færa vald frá elítum til almennings. Vald sem aldrei átti að vera annars staðar en hjá þjóðinni sjálfri. Ég veit að við sem berjumst fyrir nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland höfum sigur að lokum. Ég veit bara ekki hversu miklu við töpum þar til sá sigur fæst. Baráttan fyrir nýrri stjórnarskrá er nefnilega barátta gegn spillingu, flokksræði, sjálftöku, leyndarhyggju og stríðinu gegn náttúru Íslands. Öll þessi stóru mál eru römmuð inn í hinn nýja samfélagssáttmála sem liggur í skúffu Alþingis. Við höfum ekki tíma til að há endalausar smáorustur lengur. Eins og yngri kynslóðin þreytist ekki á að benda á er tími aðgerða núna! Ég geri að lokum orð Vigdísar Finnbogadóttur, forseta lýðveldisins frá 1980-1996, að mínum: „Árið 2008 steig Alþingi verulega merkilegt skref sem átti að verða til þess að draumurinn um nýja stjórnarskrá rættist loksins. Þá hófst víðfemasta og lýðræðislegasta starf að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina, og hefur vitaskuld vakið athygli um víða veröld. Stjórnlagaráð var kjörið með lýðræðislegum hætti svo þar fengju raddir ólíkra afla í íslensku samfélagi hvert sína rödd, og hin nýja stjórnarskrá var síðan samþykkt samhljóða. Þar að auki sýndi þjóðaratkvæðagreiðsla síðan fram á að íslenskir kjósendur vildu að hin nýja stjórnarskrá yrði tekin upp. En það hefur þó ekki verið gert enn. Að mínum dómi hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi.“Höfundur er lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun