Það er dýrt að deyja Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2019 11:30 Sindri ræddi við Elínu Sigrúnu Jónsdóttur frá Útfararstofu kirkjugarðanna. Hvaða ferli fer af stað þegar manneskja lætur lífið, hvað kostar að deyja og hvað gerist ef fólk hefur ekki efni á útför? Staðreyndin er sú að aðstandendur þurfa að taka fjölda ákvarðana þegar fjölskyldumeðlimur deyr. Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag á Stöð 2 komst Sindri Sindrason að þessu öllu saman með hjálp Elínar Sigrúnar Jónsdóttur hjá Útfararstofu kirkjugarðanna en margt kemur mjög á óvart og ekki er allt leyfilegt. Fyrsta skrefið er alltaf: „Það eru alltaf tveir menn sem fara og sækja sem er hluti af þessari virðingu, það þarf tvo til þess að bera og flytja. Þá er viðkomandi fluttur í líkhús í Fossvogi,“ segir Elín. Í framhaldinu hefur fjölskyldan samband við útfaraþjónustuna til að ákveða næstu skref. „Þá bjóðum við fólki að koma til okkar eða förum heim og hittum það,“ segir Elín og bætir við að þá fari næstu 2-3 tímarnir í það að ákveða alla jarðaförina. Hún segir fólk oft stressað, enda í sorg, og ekki í góðu jafnvægi og þarf fullan stuðning í þessum málum.Nauðsynlegt að huga að mörgu „Hver á að þjóna í þessari athöfn? er það prestur eða ætlar fjölskyldan að sjá um þessi mál sjálf eða einhverjir aðrir aðilar. Hvar á hún að fara fram? í kirkju eða kappellu? verður kistulagning eða bara útför? opinber eða verður hún í kyrrþey? jarðsetning eða bálför?,“ segir Elín og bætir við fjölmörgum öðrum atriðum sem þarf að huga að eins og kistan, duftker og tónlistin. Hún segir að fólk þurfi að taka mjög margar ákvarðanir í ferlinu. Sindri spyr Elínu hvað útför kosti. „Útför getur kostar svona rétt rúmlega tvö hundruð þúsund. Þær geta alveg verið á þessum mörkum sem félagsþjónusta sveitafélaganna greiðir og styrkir. Ég myndi segja að í langflestum tilfellum erum við að tala um níu hundruð þúsund. Útfaraþjónustan, kistan og það sem að því tilheyrir um einn þriðji eða í kringum þrjú hundruð þúsund. Tónlistin í kringum þrjú hundruð þúsund og erfidrykkja fyrir kannski 130 manns um þrjú hundruð þúsund.“ Elín segir að útfarir séu eins mismunandi og þær eru margar. „Það getur verið allt frá því að enginn mætir sem kemur stundum fyrir upp í sjöhundruð til þúsund manna athafnir,“ segir Elín og bætir við að jarðarfarir sem fari fram í kyrrþey séu algegnari í dag en áður. „Árið 2007 voru tvö prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu í kyrrþey en tíu árum síðar voru þær orðnar tólf prósent. Ég hef það stundum á tilfinningunni að fólk horfi í það að veislan er svo dýr. Elín segir einnig að líkbrennsla hafi aukist gríðarlega. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Hvaða ferli fer af stað þegar manneskja lætur lífið, hvað kostar að deyja og hvað gerist ef fólk hefur ekki efni á útför? Staðreyndin er sú að aðstandendur þurfa að taka fjölda ákvarðana þegar fjölskyldumeðlimur deyr. Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag á Stöð 2 komst Sindri Sindrason að þessu öllu saman með hjálp Elínar Sigrúnar Jónsdóttur hjá Útfararstofu kirkjugarðanna en margt kemur mjög á óvart og ekki er allt leyfilegt. Fyrsta skrefið er alltaf: „Það eru alltaf tveir menn sem fara og sækja sem er hluti af þessari virðingu, það þarf tvo til þess að bera og flytja. Þá er viðkomandi fluttur í líkhús í Fossvogi,“ segir Elín. Í framhaldinu hefur fjölskyldan samband við útfaraþjónustuna til að ákveða næstu skref. „Þá bjóðum við fólki að koma til okkar eða förum heim og hittum það,“ segir Elín og bætir við að þá fari næstu 2-3 tímarnir í það að ákveða alla jarðaförina. Hún segir fólk oft stressað, enda í sorg, og ekki í góðu jafnvægi og þarf fullan stuðning í þessum málum.Nauðsynlegt að huga að mörgu „Hver á að þjóna í þessari athöfn? er það prestur eða ætlar fjölskyldan að sjá um þessi mál sjálf eða einhverjir aðrir aðilar. Hvar á hún að fara fram? í kirkju eða kappellu? verður kistulagning eða bara útför? opinber eða verður hún í kyrrþey? jarðsetning eða bálför?,“ segir Elín og bætir við fjölmörgum öðrum atriðum sem þarf að huga að eins og kistan, duftker og tónlistin. Hún segir að fólk þurfi að taka mjög margar ákvarðanir í ferlinu. Sindri spyr Elínu hvað útför kosti. „Útför getur kostar svona rétt rúmlega tvö hundruð þúsund. Þær geta alveg verið á þessum mörkum sem félagsþjónusta sveitafélaganna greiðir og styrkir. Ég myndi segja að í langflestum tilfellum erum við að tala um níu hundruð þúsund. Útfaraþjónustan, kistan og það sem að því tilheyrir um einn þriðji eða í kringum þrjú hundruð þúsund. Tónlistin í kringum þrjú hundruð þúsund og erfidrykkja fyrir kannski 130 manns um þrjú hundruð þúsund.“ Elín segir að útfarir séu eins mismunandi og þær eru margar. „Það getur verið allt frá því að enginn mætir sem kemur stundum fyrir upp í sjöhundruð til þúsund manna athafnir,“ segir Elín og bætir við að jarðarfarir sem fari fram í kyrrþey séu algegnari í dag en áður. „Árið 2007 voru tvö prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu í kyrrþey en tíu árum síðar voru þær orðnar tólf prósent. Ég hef það stundum á tilfinningunni að fólk horfi í það að veislan er svo dýr. Elín segir einnig að líkbrennsla hafi aukist gríðarlega. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira