Það er dýrt að deyja Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2019 11:30 Sindri ræddi við Elínu Sigrúnu Jónsdóttur frá Útfararstofu kirkjugarðanna. Hvaða ferli fer af stað þegar manneskja lætur lífið, hvað kostar að deyja og hvað gerist ef fólk hefur ekki efni á útför? Staðreyndin er sú að aðstandendur þurfa að taka fjölda ákvarðana þegar fjölskyldumeðlimur deyr. Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag á Stöð 2 komst Sindri Sindrason að þessu öllu saman með hjálp Elínar Sigrúnar Jónsdóttur hjá Útfararstofu kirkjugarðanna en margt kemur mjög á óvart og ekki er allt leyfilegt. Fyrsta skrefið er alltaf: „Það eru alltaf tveir menn sem fara og sækja sem er hluti af þessari virðingu, það þarf tvo til þess að bera og flytja. Þá er viðkomandi fluttur í líkhús í Fossvogi,“ segir Elín. Í framhaldinu hefur fjölskyldan samband við útfaraþjónustuna til að ákveða næstu skref. „Þá bjóðum við fólki að koma til okkar eða förum heim og hittum það,“ segir Elín og bætir við að þá fari næstu 2-3 tímarnir í það að ákveða alla jarðaförina. Hún segir fólk oft stressað, enda í sorg, og ekki í góðu jafnvægi og þarf fullan stuðning í þessum málum.Nauðsynlegt að huga að mörgu „Hver á að þjóna í þessari athöfn? er það prestur eða ætlar fjölskyldan að sjá um þessi mál sjálf eða einhverjir aðrir aðilar. Hvar á hún að fara fram? í kirkju eða kappellu? verður kistulagning eða bara útför? opinber eða verður hún í kyrrþey? jarðsetning eða bálför?,“ segir Elín og bætir við fjölmörgum öðrum atriðum sem þarf að huga að eins og kistan, duftker og tónlistin. Hún segir að fólk þurfi að taka mjög margar ákvarðanir í ferlinu. Sindri spyr Elínu hvað útför kosti. „Útför getur kostar svona rétt rúmlega tvö hundruð þúsund. Þær geta alveg verið á þessum mörkum sem félagsþjónusta sveitafélaganna greiðir og styrkir. Ég myndi segja að í langflestum tilfellum erum við að tala um níu hundruð þúsund. Útfaraþjónustan, kistan og það sem að því tilheyrir um einn þriðji eða í kringum þrjú hundruð þúsund. Tónlistin í kringum þrjú hundruð þúsund og erfidrykkja fyrir kannski 130 manns um þrjú hundruð þúsund.“ Elín segir að útfarir séu eins mismunandi og þær eru margar. „Það getur verið allt frá því að enginn mætir sem kemur stundum fyrir upp í sjöhundruð til þúsund manna athafnir,“ segir Elín og bætir við að jarðarfarir sem fari fram í kyrrþey séu algegnari í dag en áður. „Árið 2007 voru tvö prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu í kyrrþey en tíu árum síðar voru þær orðnar tólf prósent. Ég hef það stundum á tilfinningunni að fólk horfi í það að veislan er svo dýr. Elín segir einnig að líkbrennsla hafi aukist gríðarlega. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Hvaða ferli fer af stað þegar manneskja lætur lífið, hvað kostar að deyja og hvað gerist ef fólk hefur ekki efni á útför? Staðreyndin er sú að aðstandendur þurfa að taka fjölda ákvarðana þegar fjölskyldumeðlimur deyr. Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag á Stöð 2 komst Sindri Sindrason að þessu öllu saman með hjálp Elínar Sigrúnar Jónsdóttur hjá Útfararstofu kirkjugarðanna en margt kemur mjög á óvart og ekki er allt leyfilegt. Fyrsta skrefið er alltaf: „Það eru alltaf tveir menn sem fara og sækja sem er hluti af þessari virðingu, það þarf tvo til þess að bera og flytja. Þá er viðkomandi fluttur í líkhús í Fossvogi,“ segir Elín. Í framhaldinu hefur fjölskyldan samband við útfaraþjónustuna til að ákveða næstu skref. „Þá bjóðum við fólki að koma til okkar eða förum heim og hittum það,“ segir Elín og bætir við að þá fari næstu 2-3 tímarnir í það að ákveða alla jarðaförina. Hún segir fólk oft stressað, enda í sorg, og ekki í góðu jafnvægi og þarf fullan stuðning í þessum málum.Nauðsynlegt að huga að mörgu „Hver á að þjóna í þessari athöfn? er það prestur eða ætlar fjölskyldan að sjá um þessi mál sjálf eða einhverjir aðrir aðilar. Hvar á hún að fara fram? í kirkju eða kappellu? verður kistulagning eða bara útför? opinber eða verður hún í kyrrþey? jarðsetning eða bálför?,“ segir Elín og bætir við fjölmörgum öðrum atriðum sem þarf að huga að eins og kistan, duftker og tónlistin. Hún segir að fólk þurfi að taka mjög margar ákvarðanir í ferlinu. Sindri spyr Elínu hvað útför kosti. „Útför getur kostar svona rétt rúmlega tvö hundruð þúsund. Þær geta alveg verið á þessum mörkum sem félagsþjónusta sveitafélaganna greiðir og styrkir. Ég myndi segja að í langflestum tilfellum erum við að tala um níu hundruð þúsund. Útfaraþjónustan, kistan og það sem að því tilheyrir um einn þriðji eða í kringum þrjú hundruð þúsund. Tónlistin í kringum þrjú hundruð þúsund og erfidrykkja fyrir kannski 130 manns um þrjú hundruð þúsund.“ Elín segir að útfarir séu eins mismunandi og þær eru margar. „Það getur verið allt frá því að enginn mætir sem kemur stundum fyrir upp í sjöhundruð til þúsund manna athafnir,“ segir Elín og bætir við að jarðarfarir sem fari fram í kyrrþey séu algegnari í dag en áður. „Árið 2007 voru tvö prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu í kyrrþey en tíu árum síðar voru þær orðnar tólf prósent. Ég hef það stundum á tilfinningunni að fólk horfi í það að veislan er svo dýr. Elín segir einnig að líkbrennsla hafi aukist gríðarlega. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira