Spá samdrætti í smíði nýrri íbúða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. október 2019 20:58 Samtök iðnaðarins spá samdrætti í smíði nýrra íbúða á næstu misserum en íbúðum á fyrstu byggingastigum hefur fækkað um tæpan fimmtung frá síðustu talningu. Íbúðaverð hefur hins vegar verið nokkuð stöðugt að sögn aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins. Sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði segir mikla þörf á íbúðum fyrir fyrstu kaupendur. Íbúðamarkaður í niðursveiflu var fyrirsögn erindis Ingólfs Bender, aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins, á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga í morgun. Hann segir samdrátt í byggingu húsnæðis á fyrstu stigum. „Rétt um átján prósent samdrátt nú í septembertalningu. Það er umtalsverður viðsnúningur sem er að eiga sér stað þar sem er þá vísbending um það sem koma skal í framboði á nýju íbúðarhúsnæði,“ segir Ingólfur. Á sama tíma hefur kaupsamningum fækkað og fleiri íbúðir seljast undir verði. Hins vegar virðist verð almennt ekki hafa lækkað síðustu mánuði. „Þetta hefur verið nokkuð stöðugt. Raunverðið er reyndar bara rétt við núllið núna. Við höfum ekki séð tólf mánaða hækkun á raunvirði íbúðarhúsnæðis við núllið síðan þessi markaður byrjaði að taka við sér 2010 eða 2011,“ segir Ingólfur.Stöð 2Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri greiningar- og áætlunardeildar Íbúðalánasjóðs, segir enn mikla þörf fyrir hagkvæmari íbúðir fyrir fyrstu kaupendur. „Það hefur töluvert verið byggt undanfarið en við metum það sem svo að það sé ennþá verið að kalla eftir minni og hagkvæmari íbúðum,“ segir hún. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að setja milljarða í uppbyggingu á almennu íbúðarhúsnæði og býst Sigrún við að þörfinni fyrir hagkvæmt húsnæði verði mætt. „Við teljum að þessar aðgerðir verði til þess að auka uppbyggingu á minni og hagkvæmari íbúðum,“ segir hún.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greiningar- og áætlunardeildar Íbúðalánasjóðs.Vísir/Stöð 2 Húsnæðismál Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Samtök iðnaðarins spá samdrætti í smíði nýrra íbúða á næstu misserum en íbúðum á fyrstu byggingastigum hefur fækkað um tæpan fimmtung frá síðustu talningu. Íbúðaverð hefur hins vegar verið nokkuð stöðugt að sögn aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins. Sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði segir mikla þörf á íbúðum fyrir fyrstu kaupendur. Íbúðamarkaður í niðursveiflu var fyrirsögn erindis Ingólfs Bender, aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins, á fundi Félags viðskipta-og hagfræðinga í morgun. Hann segir samdrátt í byggingu húsnæðis á fyrstu stigum. „Rétt um átján prósent samdrátt nú í septembertalningu. Það er umtalsverður viðsnúningur sem er að eiga sér stað þar sem er þá vísbending um það sem koma skal í framboði á nýju íbúðarhúsnæði,“ segir Ingólfur. Á sama tíma hefur kaupsamningum fækkað og fleiri íbúðir seljast undir verði. Hins vegar virðist verð almennt ekki hafa lækkað síðustu mánuði. „Þetta hefur verið nokkuð stöðugt. Raunverðið er reyndar bara rétt við núllið núna. Við höfum ekki séð tólf mánaða hækkun á raunvirði íbúðarhúsnæðis við núllið síðan þessi markaður byrjaði að taka við sér 2010 eða 2011,“ segir Ingólfur.Stöð 2Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri greiningar- og áætlunardeildar Íbúðalánasjóðs, segir enn mikla þörf fyrir hagkvæmari íbúðir fyrir fyrstu kaupendur. „Það hefur töluvert verið byggt undanfarið en við metum það sem svo að það sé ennþá verið að kalla eftir minni og hagkvæmari íbúðum,“ segir hún. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að setja milljarða í uppbyggingu á almennu íbúðarhúsnæði og býst Sigrún við að þörfinni fyrir hagkvæmt húsnæði verði mætt. „Við teljum að þessar aðgerðir verði til þess að auka uppbyggingu á minni og hagkvæmari íbúðum,“ segir hún.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greiningar- og áætlunardeildar Íbúðalánasjóðs.Vísir/Stöð 2
Húsnæðismál Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira