Gula Pressan: „Hvern djöfulinn hefur framtíðin gert fyrir okkur?“ Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2019 13:39 Í Gulu Pressunni árið 1990 lét Gunnar Smári, og þandi ímyndunarafl sitt til hins ítrasta, Þorstein Pálsson segja nokkurn veginn það sama og Hannes Hólmsteinn sagði svo í gær og olli nokkru írafári. Ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem hann lét falla á Twitter í gær, hafa vakið mikla athygli og er um fátt annað meira rætt en það: „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt.“ Þau urðu meðal annars tilefni þess að Gunnar Smári Egilsson, sem var á sínum tíma ritstjóri Pressunnar, sem kom út vikulega á fimmtudögum, rifjaði upp „frétt“ sem birtist á sérstakri grínsíðu blaðsins sem naut mikilla vinsælda.Gula Pressan, síða í Pressunni sálugu en þar var það haft sem betur hljómaði.„Þegar við tókum við Pressunni 1990 var það metið svo að við þyrftum að hafa eitthvað kjánalegt aftarlega í blaðinu til að vega upp alvöruna framar, okkur gæti ekki verið mikið niðri fyrir á hverri einustu blaðsíðu. (Þetta er vanmetið í fjölmiðlum í dag, að þeir séu líka bjánar en ekki bara ógn gáfaðir og snjallir.)“ segir Gunnar Smári og útskýrir fyrirbærið. „Gula Pressan var sett á blaðsíðu 22 í 24 síðna blaði (sem stækkaði reyndar fljótt, en Gula Pressan elti og var alltaf á síðustu vinstri síðu blaðsins, gegnt því sem kallað var innbakið, sem er gegnsæ síða og bölvað vesen). Skipulagið á þessari vinnu var að ritstjórinn skrifaði efnið aðfaranótt miðvikudagsins svo umbrotið gæti gengið frá síðunni morguninn eftir, stillt henni upp eins illa og smekkur þeirra þoldi.“ Gunnar Smári segir eitt hið kjánalegasta sem birt var í Gulu Pressunni hafi verið „frétt“, viðtal við Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra sem Gula Pressan lætur segja, þá varðandi veiðileyfi á þorsk: „Til hvers ættum við að geyma þorsk til að veiða einhvern tímann í framtíðinni? Ég veit ekki til þess að framtíðin hafi gert neitt fyrir okkur. Til hvers ættum við þá að gera eitthvað fyrir hana?“ sagði Þorsteinn og boðaði 600 þúsund tonna hámarksafla fyrir næsta ár. Fjölmiðlar Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem hann lét falla á Twitter í gær, hafa vakið mikla athygli og er um fátt annað meira rætt en það: „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt.“ Þau urðu meðal annars tilefni þess að Gunnar Smári Egilsson, sem var á sínum tíma ritstjóri Pressunnar, sem kom út vikulega á fimmtudögum, rifjaði upp „frétt“ sem birtist á sérstakri grínsíðu blaðsins sem naut mikilla vinsælda.Gula Pressan, síða í Pressunni sálugu en þar var það haft sem betur hljómaði.„Þegar við tókum við Pressunni 1990 var það metið svo að við þyrftum að hafa eitthvað kjánalegt aftarlega í blaðinu til að vega upp alvöruna framar, okkur gæti ekki verið mikið niðri fyrir á hverri einustu blaðsíðu. (Þetta er vanmetið í fjölmiðlum í dag, að þeir séu líka bjánar en ekki bara ógn gáfaðir og snjallir.)“ segir Gunnar Smári og útskýrir fyrirbærið. „Gula Pressan var sett á blaðsíðu 22 í 24 síðna blaði (sem stækkaði reyndar fljótt, en Gula Pressan elti og var alltaf á síðustu vinstri síðu blaðsins, gegnt því sem kallað var innbakið, sem er gegnsæ síða og bölvað vesen). Skipulagið á þessari vinnu var að ritstjórinn skrifaði efnið aðfaranótt miðvikudagsins svo umbrotið gæti gengið frá síðunni morguninn eftir, stillt henni upp eins illa og smekkur þeirra þoldi.“ Gunnar Smári segir eitt hið kjánalegasta sem birt var í Gulu Pressunni hafi verið „frétt“, viðtal við Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra sem Gula Pressan lætur segja, þá varðandi veiðileyfi á þorsk: „Til hvers ættum við að geyma þorsk til að veiða einhvern tímann í framtíðinni? Ég veit ekki til þess að framtíðin hafi gert neitt fyrir okkur. Til hvers ættum við þá að gera eitthvað fyrir hana?“ sagði Þorsteinn og boðaði 600 þúsund tonna hámarksafla fyrir næsta ár.
Fjölmiðlar Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent