Gula Pressan: „Hvern djöfulinn hefur framtíðin gert fyrir okkur?“ Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2019 13:39 Í Gulu Pressunni árið 1990 lét Gunnar Smári, og þandi ímyndunarafl sitt til hins ítrasta, Þorstein Pálsson segja nokkurn veginn það sama og Hannes Hólmsteinn sagði svo í gær og olli nokkru írafári. Ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem hann lét falla á Twitter í gær, hafa vakið mikla athygli og er um fátt annað meira rætt en það: „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt.“ Þau urðu meðal annars tilefni þess að Gunnar Smári Egilsson, sem var á sínum tíma ritstjóri Pressunnar, sem kom út vikulega á fimmtudögum, rifjaði upp „frétt“ sem birtist á sérstakri grínsíðu blaðsins sem naut mikilla vinsælda.Gula Pressan, síða í Pressunni sálugu en þar var það haft sem betur hljómaði.„Þegar við tókum við Pressunni 1990 var það metið svo að við þyrftum að hafa eitthvað kjánalegt aftarlega í blaðinu til að vega upp alvöruna framar, okkur gæti ekki verið mikið niðri fyrir á hverri einustu blaðsíðu. (Þetta er vanmetið í fjölmiðlum í dag, að þeir séu líka bjánar en ekki bara ógn gáfaðir og snjallir.)“ segir Gunnar Smári og útskýrir fyrirbærið. „Gula Pressan var sett á blaðsíðu 22 í 24 síðna blaði (sem stækkaði reyndar fljótt, en Gula Pressan elti og var alltaf á síðustu vinstri síðu blaðsins, gegnt því sem kallað var innbakið, sem er gegnsæ síða og bölvað vesen). Skipulagið á þessari vinnu var að ritstjórinn skrifaði efnið aðfaranótt miðvikudagsins svo umbrotið gæti gengið frá síðunni morguninn eftir, stillt henni upp eins illa og smekkur þeirra þoldi.“ Gunnar Smári segir eitt hið kjánalegasta sem birt var í Gulu Pressunni hafi verið „frétt“, viðtal við Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra sem Gula Pressan lætur segja, þá varðandi veiðileyfi á þorsk: „Til hvers ættum við að geyma þorsk til að veiða einhvern tímann í framtíðinni? Ég veit ekki til þess að framtíðin hafi gert neitt fyrir okkur. Til hvers ættum við þá að gera eitthvað fyrir hana?“ sagði Þorsteinn og boðaði 600 þúsund tonna hámarksafla fyrir næsta ár. Fjölmiðlar Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem hann lét falla á Twitter í gær, hafa vakið mikla athygli og er um fátt annað meira rætt en það: „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt.“ Þau urðu meðal annars tilefni þess að Gunnar Smári Egilsson, sem var á sínum tíma ritstjóri Pressunnar, sem kom út vikulega á fimmtudögum, rifjaði upp „frétt“ sem birtist á sérstakri grínsíðu blaðsins sem naut mikilla vinsælda.Gula Pressan, síða í Pressunni sálugu en þar var það haft sem betur hljómaði.„Þegar við tókum við Pressunni 1990 var það metið svo að við þyrftum að hafa eitthvað kjánalegt aftarlega í blaðinu til að vega upp alvöruna framar, okkur gæti ekki verið mikið niðri fyrir á hverri einustu blaðsíðu. (Þetta er vanmetið í fjölmiðlum í dag, að þeir séu líka bjánar en ekki bara ógn gáfaðir og snjallir.)“ segir Gunnar Smári og útskýrir fyrirbærið. „Gula Pressan var sett á blaðsíðu 22 í 24 síðna blaði (sem stækkaði reyndar fljótt, en Gula Pressan elti og var alltaf á síðustu vinstri síðu blaðsins, gegnt því sem kallað var innbakið, sem er gegnsæ síða og bölvað vesen). Skipulagið á þessari vinnu var að ritstjórinn skrifaði efnið aðfaranótt miðvikudagsins svo umbrotið gæti gengið frá síðunni morguninn eftir, stillt henni upp eins illa og smekkur þeirra þoldi.“ Gunnar Smári segir eitt hið kjánalegasta sem birt var í Gulu Pressunni hafi verið „frétt“, viðtal við Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra sem Gula Pressan lætur segja, þá varðandi veiðileyfi á þorsk: „Til hvers ættum við að geyma þorsk til að veiða einhvern tímann í framtíðinni? Ég veit ekki til þess að framtíðin hafi gert neitt fyrir okkur. Til hvers ættum við þá að gera eitthvað fyrir hana?“ sagði Þorsteinn og boðaði 600 þúsund tonna hámarksafla fyrir næsta ár.
Fjölmiðlar Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50