Segir skort á samráði vegna áforma um urðunarskatt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2019 15:06 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að það gæti kostað heimilin í landinu allt að 12 þúsund krónur á ári í aukna skatta að þurfa að greiða sérstakt urðunargjald sem ríkisstjórnin hefur boðað. Aldís gagnrýndi áformin í opnunarávarpi sínu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem sett var í morgun. „Umhverfisráðherra hefur boðað frumvarp þar sem hann leggur til urðunarskatt þannig að það verði lagt á sérstakt gjald,“ segir Aldís í samtali við fréttastofu. „Samkvæmt okkar upplýsingum erum við að tala um sjö krónur og fimm aura á kíló þess úrgangs sem fer til urðunar. Hugsunin er auðvitað að mynda einhvers konar pressu á íbúa að flokka betur og hætta að senda sorp til urðunar, á meðan við sveitarfélögin segjum að akkúrat núna þá er ekki tæknibúnaður með þeim hætti að við getum haft skattinn þannig að hver borgi bara fyrir það sorp sem hann sendi.“ Þá telur hún að það hefði átt að hafa meira samráð við sveitarfélögin. „Um það með hvaða hætti við gætum í sameiningu, ríki og sveitarfélög, farið í þá vegferð að minnka neyslu, auka flokkun og þar af leiðandi að minnka það sem fer til urðunar,“ segir Aldís. Þá séu þessi áform ekki í neinu samráði við Lífskjarasamningana svokölluðu þar sem loforð voru gefin um að hækka ekki gjaldskrár umfram 2,5%. Með urðunarskattinum sé sveitarfélögunum gert ókleyft að standa við það markmið.Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem nú stendur yfir á Hilton Hotel Nordica.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson svaraði gagnrýni Aldísar ávarpi sínu á fjármálaráðstefnunni í morgun þar sem hann sagði málið fyrst og fremst snúa að því markmiði að gera minna af því að urða en ekki því að vera tekjuöflun fyrir ríkið. Gert er ráð fyrir urðunarskattinum í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist hafa fundið fyrir því í kjördæmavikunni sem nú er að ljúka að sveitarstjórnarfólk kallar eftir auknu samráði um þetta. „Ég held að öll þessi urðunarmál og úrgangsmál krefjist þess að við setjumst niður og finnum svona meiri sameiginlegar lausnir. Þetta er vissulega á verksviði sveitarfélaganna en ég held að það myndi hjálpa málaflokknum og okkur íbúum landsins mjög ef að við værum með meiri samræmdar aðgerðir á landsvísu um hvernig við ætlum að leysa það,“ segir Sigurður Ingi. Fjárlagafrumvarp 2020 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að það gæti kostað heimilin í landinu allt að 12 þúsund krónur á ári í aukna skatta að þurfa að greiða sérstakt urðunargjald sem ríkisstjórnin hefur boðað. Aldís gagnrýndi áformin í opnunarávarpi sínu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem sett var í morgun. „Umhverfisráðherra hefur boðað frumvarp þar sem hann leggur til urðunarskatt þannig að það verði lagt á sérstakt gjald,“ segir Aldís í samtali við fréttastofu. „Samkvæmt okkar upplýsingum erum við að tala um sjö krónur og fimm aura á kíló þess úrgangs sem fer til urðunar. Hugsunin er auðvitað að mynda einhvers konar pressu á íbúa að flokka betur og hætta að senda sorp til urðunar, á meðan við sveitarfélögin segjum að akkúrat núna þá er ekki tæknibúnaður með þeim hætti að við getum haft skattinn þannig að hver borgi bara fyrir það sorp sem hann sendi.“ Þá telur hún að það hefði átt að hafa meira samráð við sveitarfélögin. „Um það með hvaða hætti við gætum í sameiningu, ríki og sveitarfélög, farið í þá vegferð að minnka neyslu, auka flokkun og þar af leiðandi að minnka það sem fer til urðunar,“ segir Aldís. Þá séu þessi áform ekki í neinu samráði við Lífskjarasamningana svokölluðu þar sem loforð voru gefin um að hækka ekki gjaldskrár umfram 2,5%. Með urðunarskattinum sé sveitarfélögunum gert ókleyft að standa við það markmið.Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem nú stendur yfir á Hilton Hotel Nordica.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson svaraði gagnrýni Aldísar ávarpi sínu á fjármálaráðstefnunni í morgun þar sem hann sagði málið fyrst og fremst snúa að því markmiði að gera minna af því að urða en ekki því að vera tekjuöflun fyrir ríkið. Gert er ráð fyrir urðunarskattinum í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist hafa fundið fyrir því í kjördæmavikunni sem nú er að ljúka að sveitarstjórnarfólk kallar eftir auknu samráði um þetta. „Ég held að öll þessi urðunarmál og úrgangsmál krefjist þess að við setjumst niður og finnum svona meiri sameiginlegar lausnir. Þetta er vissulega á verksviði sveitarfélaganna en ég held að það myndi hjálpa málaflokknum og okkur íbúum landsins mjög ef að við værum með meiri samræmdar aðgerðir á landsvísu um hvernig við ætlum að leysa það,“ segir Sigurður Ingi.
Fjárlagafrumvarp 2020 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira