Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2019 18:00 Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom málið upp í ágúst á síðasta ári og var um þaulskipulagðan glæp að ræða. Málinu svipar mjög til máls sem nýlega kom upp þegar tölvuþrjótar náðu að svíkja út úr HS Orku um fjögur hundruð milljónir króna. Málið er til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara en í samtali við fréttastofu sagðist Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari ekkert geta tjáð sig um það. Unnið væri að rannsókn málsins í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu teygir málið sig til Asíu, meðal annars Kína og Hong Kong. Svo virðist sem að tölvuþrjótarnir hafi komist inn í tölvupóstsamskipti og séð þannig til þess að nærri níu hundruð milljónir voru lagðar inn á reikninga sem þeir höfðu aðgang að í stað þess að fara á réttan stað. Þórarinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Lager Iceland, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag. Lager Iceland á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn og verslunina Ilva. Þórarinn var ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins eftir að málið kom upp, eða í apríl á þessu ári. Hann fullyrti í samtali við fréttastofu að nánast allir peningarnir hafi náðst til baka. Það hafi verið gert með aðstoð lögreglu og banka. Hann vildi ekkert tjá sig um það hvort að einhverjar uppsagnir hafi átt sér stað í tengslum við málið en að ferlum og vinnulagi innan fyrirtækisins hafi verið breytt til að reyna að tryggja að málið geti ekki endurtekið sig. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. 9. september 2019 19:30 Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. 9. september 2019 13:10 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira
Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom málið upp í ágúst á síðasta ári og var um þaulskipulagðan glæp að ræða. Málinu svipar mjög til máls sem nýlega kom upp þegar tölvuþrjótar náðu að svíkja út úr HS Orku um fjögur hundruð milljónir króna. Málið er til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara en í samtali við fréttastofu sagðist Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari ekkert geta tjáð sig um það. Unnið væri að rannsókn málsins í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu teygir málið sig til Asíu, meðal annars Kína og Hong Kong. Svo virðist sem að tölvuþrjótarnir hafi komist inn í tölvupóstsamskipti og séð þannig til þess að nærri níu hundruð milljónir voru lagðar inn á reikninga sem þeir höfðu aðgang að í stað þess að fara á réttan stað. Þórarinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Lager Iceland, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag. Lager Iceland á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn og verslunina Ilva. Þórarinn var ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins eftir að málið kom upp, eða í apríl á þessu ári. Hann fullyrti í samtali við fréttastofu að nánast allir peningarnir hafi náðst til baka. Það hafi verið gert með aðstoð lögreglu og banka. Hann vildi ekkert tjá sig um það hvort að einhverjar uppsagnir hafi átt sér stað í tengslum við málið en að ferlum og vinnulagi innan fyrirtækisins hafi verið breytt til að reyna að tryggja að málið geti ekki endurtekið sig. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.
Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. 9. september 2019 19:30 Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. 9. september 2019 13:10 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira
Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15
Netglæpamenn hafa stolið hátt í tveimur milljörðum frá íslenskum fyrirtækjum Í einu tilfelli náðu þeir að svíkja um 700 milljónir króna af einu og sama fyrirtækinu. 9. september 2019 19:30
Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. 9. september 2019 13:10