Gular viðvaranir og haustið í algleymingi Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. október 2019 07:23 Vindaspáin fyrir kvöldið eins og hún leit út á áttunda tímanum í morgun. Skjáskot/Veðurstofa íslands Í dag gengur í suðaustanstorm, og jafnvel -rok, sunnan- og vestantil og rignir dálítið. Vindur verður mun hægari á Norður- og Austurlandi og yfirleitt bjart, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá taka gular viðvaranir víða gildi í dag. Ekki fer að draga úr vindi fyrr en snemma á laugardag en þá hvessir fyrir norðan og austan. Rignir víða í nótt og fram á morgun en rofar svo smám saman til. Þó heldur áfram að rigna talsvert á Suðausturlandi allan morgundaginn fram á sunnudag. Áfram fremur hlýtt á öllu landinu um helgina. „Greinilegt er að haustið er í algleymingi og því vissara að aka gætilega í byljóttum vindi, festa tryggilega lausamuni við húsið og hreinsa laufblöð og annað rusl frá niðurföllum og ræsum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Miðhálendinu og Faxaflóa í dag. Á þeim svæðum má búast við stormi og jafnvel roki, allt að 25-28 m/s, og mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og við Hafnarfjall.Veðurhorfur á landinuGengur í suðaustan 15-25 m/s upp úr hádegi, hvassast SV til. Skýjað að mestu og dálítil rigning S og V til. Suðaustan 13-23 og víða rigning í fyrramálið, hvassast syðst, en þurrt fyrir norðan. Dregur síðan úr vindi og úrkomu, en rignir áfram talsvert SA til. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast SV-lands. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag:Suðaustan 13-23 m/s, hvassast syðst og rigning á S-verðu landinu, jafnvel mikil úrkoma á SA-landi, en þurrt að kalla fyrir norðan. Dregur heldur úr vindi er líður á daginn. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á N-landi.Á sunnudag:Suðlæg átt, strekkingur og rigning austast, en annars hægari, bjart með köflum og hiti 6 til 12 stig.Á mánudag og þriðjudag:Allhvöss eða hvöss austlæg átt með talsverðri rigningu A-til, en úrkomulítið V-lands og áfram milt í veðri.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir norðaustanátt með rigningu N-lands, en víða bjartviðri fyrir sunnan og kólnar lítillega. Veður Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Í dag gengur í suðaustanstorm, og jafnvel -rok, sunnan- og vestantil og rignir dálítið. Vindur verður mun hægari á Norður- og Austurlandi og yfirleitt bjart, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá taka gular viðvaranir víða gildi í dag. Ekki fer að draga úr vindi fyrr en snemma á laugardag en þá hvessir fyrir norðan og austan. Rignir víða í nótt og fram á morgun en rofar svo smám saman til. Þó heldur áfram að rigna talsvert á Suðausturlandi allan morgundaginn fram á sunnudag. Áfram fremur hlýtt á öllu landinu um helgina. „Greinilegt er að haustið er í algleymingi og því vissara að aka gætilega í byljóttum vindi, festa tryggilega lausamuni við húsið og hreinsa laufblöð og annað rusl frá niðurföllum og ræsum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Miðhálendinu og Faxaflóa í dag. Á þeim svæðum má búast við stormi og jafnvel roki, allt að 25-28 m/s, og mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og við Hafnarfjall.Veðurhorfur á landinuGengur í suðaustan 15-25 m/s upp úr hádegi, hvassast SV til. Skýjað að mestu og dálítil rigning S og V til. Suðaustan 13-23 og víða rigning í fyrramálið, hvassast syðst, en þurrt fyrir norðan. Dregur síðan úr vindi og úrkomu, en rignir áfram talsvert SA til. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast SV-lands. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag:Suðaustan 13-23 m/s, hvassast syðst og rigning á S-verðu landinu, jafnvel mikil úrkoma á SA-landi, en þurrt að kalla fyrir norðan. Dregur heldur úr vindi er líður á daginn. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á N-landi.Á sunnudag:Suðlæg átt, strekkingur og rigning austast, en annars hægari, bjart með köflum og hiti 6 til 12 stig.Á mánudag og þriðjudag:Allhvöss eða hvöss austlæg átt með talsverðri rigningu A-til, en úrkomulítið V-lands og áfram milt í veðri.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir norðaustanátt með rigningu N-lands, en víða bjartviðri fyrir sunnan og kólnar lítillega.
Veður Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira