Útsmognir þjófar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2019 21:11 Netþjófar geta oft á tíðum verið útsmognir og tekist að láta allt þýfið hverfa á aðeins nokkrum klukkustund. Þetta segir netöryggissérfræðingur banka og að snör viðbrögð skipti öllu máli. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá einum stærsta netþjófnaði sem komið hefur inn á borð lögreglunnar á Íslandi. Níu hundruð milljónum króna var stolið frá móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins í fyrra. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu í samtali við fréttstofu að tekist hafi að ná nær öllum peningunum til baka. Það hefði verið gert með aðstoð lögreglu og banka. Málum sem þessum hefur fjölgað ört undanfarin misseri og óskir til bankanna um að reyna að frysta greiðslur berast æ oftar. Hákon Lennart Aakerlund, netöryggissérfræðingur hjá Landsbankanum, segir snör viðbrögð skipta öllu máli. Mikilvægt sé, að ef grunur vaknar um netsvik eða netþjófnað, að þá sé strax haft samband við viðskiptabanka eða lögreglu. Ef að gefnar eru upplýsingar um inn á hvaða reikning hafi verið lagt geti starfsmenn bankanna reynt að rekja hvert greiðslan fór. „Ef að við erum nógu fljótir þá náum við að stoppa þetta hjá okkur. Ef að peningurinn nær að fara út þá er bara endurheimtuferli sem við þurfum að fara í gegnum og er tiltölulega tímafrekt að gera,“ segir Hákon. Hákon segir upphæðina líka hafa mikið að segja um það hvort eitthvað af peningunum náist til baka. „Ef þetta eru litlar upphæðir þá getur gengið tiltölulega fjótt fyrir óprútnu aðilana að taka út þennan pening og færa hann annað. Ef þetta eru stórar upphæðir þá á þetta eftir að liggja kannski í einhvern tíma á erlendum reikningum og stærri líkur á að endurheimta þetta,“ segir Hákon. Hann segir netþjófa sífellt verða færari í því sem þeir eru að gera og vera mjög útsmogna. Þeir reyni að skilja hvernig fórnarlömbin hugsi og líkja eftir þeirra hegðun í tölvupóstsamskiptum. Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Þykir líklegt að Íslendingar eigi þátt í tölvuinnbrotum Hundruðum milljóna króna hefur verið stolið frá íslenskum fyrirtækjum undanfarin misseri. 3. október 2019 19:21 Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00 Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Netþjófar geta oft á tíðum verið útsmognir og tekist að láta allt þýfið hverfa á aðeins nokkrum klukkustund. Þetta segir netöryggissérfræðingur banka og að snör viðbrögð skipti öllu máli. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá einum stærsta netþjófnaði sem komið hefur inn á borð lögreglunnar á Íslandi. Níu hundruð milljónum króna var stolið frá móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins í fyrra. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu í samtali við fréttstofu að tekist hafi að ná nær öllum peningunum til baka. Það hefði verið gert með aðstoð lögreglu og banka. Málum sem þessum hefur fjölgað ört undanfarin misseri og óskir til bankanna um að reyna að frysta greiðslur berast æ oftar. Hákon Lennart Aakerlund, netöryggissérfræðingur hjá Landsbankanum, segir snör viðbrögð skipta öllu máli. Mikilvægt sé, að ef grunur vaknar um netsvik eða netþjófnað, að þá sé strax haft samband við viðskiptabanka eða lögreglu. Ef að gefnar eru upplýsingar um inn á hvaða reikning hafi verið lagt geti starfsmenn bankanna reynt að rekja hvert greiðslan fór. „Ef að við erum nógu fljótir þá náum við að stoppa þetta hjá okkur. Ef að peningurinn nær að fara út þá er bara endurheimtuferli sem við þurfum að fara í gegnum og er tiltölulega tímafrekt að gera,“ segir Hákon. Hákon segir upphæðina líka hafa mikið að segja um það hvort eitthvað af peningunum náist til baka. „Ef þetta eru litlar upphæðir þá getur gengið tiltölulega fjótt fyrir óprútnu aðilana að taka út þennan pening og færa hann annað. Ef þetta eru stórar upphæðir þá á þetta eftir að liggja kannski í einhvern tíma á erlendum reikningum og stærri líkur á að endurheimta þetta,“ segir Hákon. Hann segir netþjófa sífellt verða færari í því sem þeir eru að gera og vera mjög útsmogna. Þeir reyni að skilja hvernig fórnarlömbin hugsi og líkja eftir þeirra hegðun í tölvupóstsamskiptum.
Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Þykir líklegt að Íslendingar eigi þátt í tölvuinnbrotum Hundruðum milljóna króna hefur verið stolið frá íslenskum fyrirtækjum undanfarin misseri. 3. október 2019 19:21 Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00 Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Þykir líklegt að Íslendingar eigi þátt í tölvuinnbrotum Hundruðum milljóna króna hefur verið stolið frá íslenskum fyrirtækjum undanfarin misseri. 3. október 2019 19:21
Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00
Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15