Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. október 2019 07:25 Þvagleggirnir í grænu umbúðunum eru þeir sem Sigurður Halldór notaði áður. Leggirnir til vinstri eru þeir sem hann verður að nota í dag. Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. „Ég sé að Sjúkratryggingar Íslands hafa vaknað úr dvala og nota gamla lummu sem ég þekki í svarinu,“ segir Sigurður Halldór Jesson um skýringar forstjóra SÍ varðandi innkaup á þvagleggjum. Fram hefur komið að Sigurður er ósáttur við að tiltekin tegund þvagleggja sem henta honum best standi ekki til boða eftir útboð SÍ í fyrra. Í Fréttablaðinu í gær sagði María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, að þessir þvagleggir hefðu ekki verið boðnir í útboðinu og því ekki hægt að semja um kaup á þeim. „Fyrir þessa vöru, eins og önnur hjálpartæki, er til undanþáguleið fyrir þá notendur sem óska eftir að fá aðra vöru eða tegund niðurgreidda af SÍ,“ sagði forstjórinn. Sigurður segir undanþáguleiðina hins vegar vera þyrnum stráða og útheimta mikla skriffinnsku. Hann nefnir dæmi um mænuskaddaðan þvagleggjanotanda sem hafi þrætt sig í langan tíma og hafi reynt að fara undanþáguleiðina. Málið sé enn í ferli. „Það síðasta sem SÍ lagði fyrir hann var að prófa alla aðra þvagleggi sem eru í boði en þá sem hann vill. Þetta þarf hann að gera áður en þeir íhuga að skoða málið. Þetta er ekkert gamanmál því eitt af því sem þvagleggjanotendur eru að stríða við eru þrálátar þvagfærasýkingar sem geta skemmt blöðru og nýru,“ segir Sigurður. Fólk í slíkri stöðu sé ekki að prófa eitthvað nýtt hafi það þegar fundið hið eina rétta. Varðandi útboðsmálið segir Sigurður að hafi SÍ áttað sig á að eitthvert klúður væri í gangi sem bitnaði á fastaviðskiptavinum þeirra bæri þeim skylda til að bjarga málunum og útvega rétta leggi. Senda hefði átti hlutaðeigandi bréf og láta vita af vandanum. „Í kjölfarið hefði svo átt að fylgja spurning um hvort við sættum okkur við aðra leggi. Það hefði verið lágmarks andmælaréttur okkar. Svarið frá mér hefði að sjálfsögðu verið nei: Reddið þessu. Samkvæmt mínum kokkabókum er SÍ þjónustufyrirtæki fyrir okkur, ekki öfugt,“ segir Sigurður. Skilja mátti af orðum Sigurðar í Fréttablaðinu á fimmtudag að það hefðu verið bæklunarhjúkrunarfræðingar og bæklunarlæknar sem veittu SÍ ráðgjöf við innkaupin. María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, segir þetta óheppilegan misskilning. „Það eru sérfræðingar í þvagfæraskurðlækningum og sérhæfðir hjúkrunarfræðingar á því sviði sem skoða þessi tilvik. Slíkt fagfólk var einnig í valhópnum sem valdi þá vöru sem nú er almennt í boði,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. „Ég sé að Sjúkratryggingar Íslands hafa vaknað úr dvala og nota gamla lummu sem ég þekki í svarinu,“ segir Sigurður Halldór Jesson um skýringar forstjóra SÍ varðandi innkaup á þvagleggjum. Fram hefur komið að Sigurður er ósáttur við að tiltekin tegund þvagleggja sem henta honum best standi ekki til boða eftir útboð SÍ í fyrra. Í Fréttablaðinu í gær sagði María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, að þessir þvagleggir hefðu ekki verið boðnir í útboðinu og því ekki hægt að semja um kaup á þeim. „Fyrir þessa vöru, eins og önnur hjálpartæki, er til undanþáguleið fyrir þá notendur sem óska eftir að fá aðra vöru eða tegund niðurgreidda af SÍ,“ sagði forstjórinn. Sigurður segir undanþáguleiðina hins vegar vera þyrnum stráða og útheimta mikla skriffinnsku. Hann nefnir dæmi um mænuskaddaðan þvagleggjanotanda sem hafi þrætt sig í langan tíma og hafi reynt að fara undanþáguleiðina. Málið sé enn í ferli. „Það síðasta sem SÍ lagði fyrir hann var að prófa alla aðra þvagleggi sem eru í boði en þá sem hann vill. Þetta þarf hann að gera áður en þeir íhuga að skoða málið. Þetta er ekkert gamanmál því eitt af því sem þvagleggjanotendur eru að stríða við eru þrálátar þvagfærasýkingar sem geta skemmt blöðru og nýru,“ segir Sigurður. Fólk í slíkri stöðu sé ekki að prófa eitthvað nýtt hafi það þegar fundið hið eina rétta. Varðandi útboðsmálið segir Sigurður að hafi SÍ áttað sig á að eitthvert klúður væri í gangi sem bitnaði á fastaviðskiptavinum þeirra bæri þeim skylda til að bjarga málunum og útvega rétta leggi. Senda hefði átti hlutaðeigandi bréf og láta vita af vandanum. „Í kjölfarið hefði svo átt að fylgja spurning um hvort við sættum okkur við aðra leggi. Það hefði verið lágmarks andmælaréttur okkar. Svarið frá mér hefði að sjálfsögðu verið nei: Reddið þessu. Samkvæmt mínum kokkabókum er SÍ þjónustufyrirtæki fyrir okkur, ekki öfugt,“ segir Sigurður. Skilja mátti af orðum Sigurðar í Fréttablaðinu á fimmtudag að það hefðu verið bæklunarhjúkrunarfræðingar og bæklunarlæknar sem veittu SÍ ráðgjöf við innkaupin. María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, segir þetta óheppilegan misskilning. „Það eru sérfræðingar í þvagfæraskurðlækningum og sérhæfðir hjúkrunarfræðingar á því sviði sem skoða þessi tilvik. Slíkt fagfólk var einnig í valhópnum sem valdi þá vöru sem nú er almennt í boði,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent