Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. október 2019 13:15 Sumarhúsa-og landeigendur í Landsveit segja ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem tengist malasískum eigendum veita fráveitu vatni ólöglega frá hjóhýsum á jörðinni leyni. Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. Þá hafi fráveituvatni verið veitt þaðan án þess að leyfi sé fyrir því. Loks gerir hópurinn alvarlegar athugasemdir við að ferðaþjónustufyrirtækið hyggist reisa nokkur hundruð manna þorp á jörðinni sem er á vatnsverndarsvæði. Í sumar var kynnt skipulags-og matslýsing vegna aðalskipulagsbreytinga á jörðunum Leyni 2 og 3 í Rangárþingi ytra sem áður hét Stóri klofi. Þannig fyrirhugaði malasískt ferðaþjónustufyrirtæki sem kallast Iceland Igloo Village að byggja upp þorp fyrir nokkur hundruð gesti og þjónustu í kring. Ný skipulags og matslýsing hefur verið gerð fyrir svæðið eftir athugasemdir frá íbúum þar sem gert er ráð fyrir 360 manna byggð. Sumarhúsa-og landeigendur hafa frá upphafi gert athugasemdir við áformin þar sem byggðin sé á vatnsverndarsvæði og fæði vatnsból allrar sveitarinnar og vatnsból Hellu að auki.Ásgeir Kr. Ólafsson talsmaður sumar-og landeigenda í Landssveit segir hópinn hafa miklar áhyggjur af vatnsvernd á svæðinu eftir áform og framgöngu ferðaþjónustu fyrirtæki síðustu mánuði.Ásgeir Kr. Ólafsson talsmaður hópsins segir gert hafi verið athugasemdir vegna matslýsingu til deiliskipulags.Vatnsverndarsvæði í hættu „Þetta er náttúrulega mjög alvarlegt því þarna er verið að setja þéttbýli við friðsæla sveit og það sem er verst að þarna er verið að setja þéttbýli ofan á svæði sem heitir fjarrsvæði vatnsverndar. Vatnið sem rennur þarna undir hrauninu fer undir Minnivallarlækinn og berst í Vatnsból Hellu á 65 dögum,“ segir Ásgeir. Hann óttast að þetta geti verið tímaprengja og telur vatnsvernd eiga að njóta vafans. Málinu hefur verið komið til sveitarstjórnar og verður deiluskipulag kynnt í áframhaldinu. Ásgeir er svartsýnn á áframhaldið. „Vatnsverndin virðist ekki vera í forgangi hjá þessari sveitarstjórn ólíkt fyrri sveitarstjórn sem hafði hana í öndvegi,“ segir hann. Engin byggingar- eða rekstrarleyfi fyrir hjólhýsum Þá segir hann að í sumar hafi verið rekin fimmtán hjólhýsi á svæðinu án tilskilinna leyfa. „Það var byrjaða að grafa fyrir rotþró og lögnum í október í fyrra og við létum byggingafulltrúa vita. Aðveituvatni og fráveituvatni hefur hins vegar verið veitt til og frá þeim í allt sumar en um er að ræða hálsársbyggð. Þegar ég fór þarna um í gær sá ég að það var ennþá verið að gera það,“ segir Ásgeir. Hann segir að í leyfisveitingu hafi komið fram að hjólhýsin væru ekki tengd við fráveitu eða aðveitu enda þurfi byggingarleyfi fyrir slíkt sem sé ekki fyrir hendi. „Þannig að þarna er farið á skjön við lög og lögin brotin vísvitandi,“ segir Ásgeir. „Hjólhýsin eru ekki heldur með rekstrarleyfi þannig að þetta mál er allt í ólestri,“ segir hann að lokum. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. Þá hafi fráveituvatni verið veitt þaðan án þess að leyfi sé fyrir því. Loks gerir hópurinn alvarlegar athugasemdir við að ferðaþjónustufyrirtækið hyggist reisa nokkur hundruð manna þorp á jörðinni sem er á vatnsverndarsvæði. Í sumar var kynnt skipulags-og matslýsing vegna aðalskipulagsbreytinga á jörðunum Leyni 2 og 3 í Rangárþingi ytra sem áður hét Stóri klofi. Þannig fyrirhugaði malasískt ferðaþjónustufyrirtæki sem kallast Iceland Igloo Village að byggja upp þorp fyrir nokkur hundruð gesti og þjónustu í kring. Ný skipulags og matslýsing hefur verið gerð fyrir svæðið eftir athugasemdir frá íbúum þar sem gert er ráð fyrir 360 manna byggð. Sumarhúsa-og landeigendur hafa frá upphafi gert athugasemdir við áformin þar sem byggðin sé á vatnsverndarsvæði og fæði vatnsból allrar sveitarinnar og vatnsból Hellu að auki.Ásgeir Kr. Ólafsson talsmaður sumar-og landeigenda í Landssveit segir hópinn hafa miklar áhyggjur af vatnsvernd á svæðinu eftir áform og framgöngu ferðaþjónustu fyrirtæki síðustu mánuði.Ásgeir Kr. Ólafsson talsmaður hópsins segir gert hafi verið athugasemdir vegna matslýsingu til deiliskipulags.Vatnsverndarsvæði í hættu „Þetta er náttúrulega mjög alvarlegt því þarna er verið að setja þéttbýli við friðsæla sveit og það sem er verst að þarna er verið að setja þéttbýli ofan á svæði sem heitir fjarrsvæði vatnsverndar. Vatnið sem rennur þarna undir hrauninu fer undir Minnivallarlækinn og berst í Vatnsból Hellu á 65 dögum,“ segir Ásgeir. Hann óttast að þetta geti verið tímaprengja og telur vatnsvernd eiga að njóta vafans. Málinu hefur verið komið til sveitarstjórnar og verður deiluskipulag kynnt í áframhaldinu. Ásgeir er svartsýnn á áframhaldið. „Vatnsverndin virðist ekki vera í forgangi hjá þessari sveitarstjórn ólíkt fyrri sveitarstjórn sem hafði hana í öndvegi,“ segir hann. Engin byggingar- eða rekstrarleyfi fyrir hjólhýsum Þá segir hann að í sumar hafi verið rekin fimmtán hjólhýsi á svæðinu án tilskilinna leyfa. „Það var byrjaða að grafa fyrir rotþró og lögnum í október í fyrra og við létum byggingafulltrúa vita. Aðveituvatni og fráveituvatni hefur hins vegar verið veitt til og frá þeim í allt sumar en um er að ræða hálsársbyggð. Þegar ég fór þarna um í gær sá ég að það var ennþá verið að gera það,“ segir Ásgeir. Hann segir að í leyfisveitingu hafi komið fram að hjólhýsin væru ekki tengd við fráveitu eða aðveitu enda þurfi byggingarleyfi fyrir slíkt sem sé ekki fyrir hendi. „Þannig að þarna er farið á skjön við lög og lögin brotin vísvitandi,“ segir Ásgeir. „Hjólhýsin eru ekki heldur með rekstrarleyfi þannig að þetta mál er allt í ólestri,“ segir hann að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira