Telja óheppilega fræðslu hafa ratað í framhaldsskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. október 2019 20:30 Samtökin Heimili og skóli vill að öryggismál og aðgangsstýring verði endurskoðuð frá grunni í skólum landsins. Nýleg dæmi eins og brot gegn skólabarni, skemmdarverk og þjófnaðir gefi tilefni til að staldra við og fara yfir öryggisferla. Þá hafi borið á því að óheppileg fræðsla hafi ratað inn í framhaldsskóla. Nauðsynlegt sé að setja viðmið um hverjir mega sinna því. Í bréfi sem landssamtökin Heimili og skóli hafa sent til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands er athygli vakin á að efla þurfi öryggi og reglur um fræðslur fyrir börn og ungt fólk. Fram kemur að haust hafi komið upp alvarlegt atvik í Austurbæjarskóla þar sem átti sér stað brot gegn barni á skólatíma. Undanfarið hafi borið á því að losað hafi verið um skrúfur og dekk á hjólum skólabarna og drengur hafi slasast vegna slíks hrekks. Þá séu þjófnaðir í skólum ekki óalgengir þar sem fatnaði og öðrum verðmætum er stolið.Aðgangsstýrðing verði endurskoðuð Hildur Halldórsdóttir verkefnastýra hjá Heimili og skóla segir að samtökin mælist til þess að aðgangsstýring verði endurskoðuð frá grunni í skólum landsins. „Við teljum til dæmis mikilvægt að starfsfólk skóla sé vel merkt þannig að krakkarnir sjái vel hverjir starfa í skólunum það eru oft örar mannabreytingar og því þarf að yfirfara þetta reglulega,“ segir Hildur.Viðmið um hverjir fái að sinna fræðslu Í bréfinu kemur enn fremur fram að gera þurfi viðmið um hverjir fái að sinna fræðslu fyrir börn og unglinga. Áhyggjur séu af því að mönnum sem hafi ekki faglega þekkingu til að sinna slíku starfi sé hleypt í fræðslu og forvarnastarf. Þarna sé um öryggisgloppu að ræða. „Það er alls kona fólk með alls konar bakgrunn að fara með fræðslu og forvarnafræðslu inní skólanna og við teljum mikilvægt að foreldrar og skólastjórnendur séu meðvitaðir um hvað er í boði. Landlæknisembættið er til að mynda með afar góðar leiðbeiningar varðandi forvarnarstarf og hvað hafi sýnt að virki og hvað ekki og við teljum mikilvægt að fólk kynni sér það og setji enn fremur viðmið um slíka fræðslu,“ segir Hildur að lokum. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Samtökin Heimili og skóli vill að öryggismál og aðgangsstýring verði endurskoðuð frá grunni í skólum landsins. Nýleg dæmi eins og brot gegn skólabarni, skemmdarverk og þjófnaðir gefi tilefni til að staldra við og fara yfir öryggisferla. Þá hafi borið á því að óheppileg fræðsla hafi ratað inn í framhaldsskóla. Nauðsynlegt sé að setja viðmið um hverjir mega sinna því. Í bréfi sem landssamtökin Heimili og skóli hafa sent til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands er athygli vakin á að efla þurfi öryggi og reglur um fræðslur fyrir börn og ungt fólk. Fram kemur að haust hafi komið upp alvarlegt atvik í Austurbæjarskóla þar sem átti sér stað brot gegn barni á skólatíma. Undanfarið hafi borið á því að losað hafi verið um skrúfur og dekk á hjólum skólabarna og drengur hafi slasast vegna slíks hrekks. Þá séu þjófnaðir í skólum ekki óalgengir þar sem fatnaði og öðrum verðmætum er stolið.Aðgangsstýrðing verði endurskoðuð Hildur Halldórsdóttir verkefnastýra hjá Heimili og skóla segir að samtökin mælist til þess að aðgangsstýring verði endurskoðuð frá grunni í skólum landsins. „Við teljum til dæmis mikilvægt að starfsfólk skóla sé vel merkt þannig að krakkarnir sjái vel hverjir starfa í skólunum það eru oft örar mannabreytingar og því þarf að yfirfara þetta reglulega,“ segir Hildur.Viðmið um hverjir fái að sinna fræðslu Í bréfinu kemur enn fremur fram að gera þurfi viðmið um hverjir fái að sinna fræðslu fyrir börn og unglinga. Áhyggjur séu af því að mönnum sem hafi ekki faglega þekkingu til að sinna slíku starfi sé hleypt í fræðslu og forvarnastarf. Þarna sé um öryggisgloppu að ræða. „Það er alls kona fólk með alls konar bakgrunn að fara með fræðslu og forvarnafræðslu inní skólanna og við teljum mikilvægt að foreldrar og skólastjórnendur séu meðvitaðir um hvað er í boði. Landlæknisembættið er til að mynda með afar góðar leiðbeiningar varðandi forvarnarstarf og hvað hafi sýnt að virki og hvað ekki og við teljum mikilvægt að fólk kynni sér það og setji enn fremur viðmið um slíka fræðslu,“ segir Hildur að lokum.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira