Telja óheppilega fræðslu hafa ratað í framhaldsskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. október 2019 20:30 Samtökin Heimili og skóli vill að öryggismál og aðgangsstýring verði endurskoðuð frá grunni í skólum landsins. Nýleg dæmi eins og brot gegn skólabarni, skemmdarverk og þjófnaðir gefi tilefni til að staldra við og fara yfir öryggisferla. Þá hafi borið á því að óheppileg fræðsla hafi ratað inn í framhaldsskóla. Nauðsynlegt sé að setja viðmið um hverjir mega sinna því. Í bréfi sem landssamtökin Heimili og skóli hafa sent til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands er athygli vakin á að efla þurfi öryggi og reglur um fræðslur fyrir börn og ungt fólk. Fram kemur að haust hafi komið upp alvarlegt atvik í Austurbæjarskóla þar sem átti sér stað brot gegn barni á skólatíma. Undanfarið hafi borið á því að losað hafi verið um skrúfur og dekk á hjólum skólabarna og drengur hafi slasast vegna slíks hrekks. Þá séu þjófnaðir í skólum ekki óalgengir þar sem fatnaði og öðrum verðmætum er stolið.Aðgangsstýrðing verði endurskoðuð Hildur Halldórsdóttir verkefnastýra hjá Heimili og skóla segir að samtökin mælist til þess að aðgangsstýring verði endurskoðuð frá grunni í skólum landsins. „Við teljum til dæmis mikilvægt að starfsfólk skóla sé vel merkt þannig að krakkarnir sjái vel hverjir starfa í skólunum það eru oft örar mannabreytingar og því þarf að yfirfara þetta reglulega,“ segir Hildur.Viðmið um hverjir fái að sinna fræðslu Í bréfinu kemur enn fremur fram að gera þurfi viðmið um hverjir fái að sinna fræðslu fyrir börn og unglinga. Áhyggjur séu af því að mönnum sem hafi ekki faglega þekkingu til að sinna slíku starfi sé hleypt í fræðslu og forvarnastarf. Þarna sé um öryggisgloppu að ræða. „Það er alls kona fólk með alls konar bakgrunn að fara með fræðslu og forvarnafræðslu inní skólanna og við teljum mikilvægt að foreldrar og skólastjórnendur séu meðvitaðir um hvað er í boði. Landlæknisembættið er til að mynda með afar góðar leiðbeiningar varðandi forvarnarstarf og hvað hafi sýnt að virki og hvað ekki og við teljum mikilvægt að fólk kynni sér það og setji enn fremur viðmið um slíka fræðslu,“ segir Hildur að lokum. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Timbur! Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Sjá meira
Samtökin Heimili og skóli vill að öryggismál og aðgangsstýring verði endurskoðuð frá grunni í skólum landsins. Nýleg dæmi eins og brot gegn skólabarni, skemmdarverk og þjófnaðir gefi tilefni til að staldra við og fara yfir öryggisferla. Þá hafi borið á því að óheppileg fræðsla hafi ratað inn í framhaldsskóla. Nauðsynlegt sé að setja viðmið um hverjir mega sinna því. Í bréfi sem landssamtökin Heimili og skóli hafa sent til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands er athygli vakin á að efla þurfi öryggi og reglur um fræðslur fyrir börn og ungt fólk. Fram kemur að haust hafi komið upp alvarlegt atvik í Austurbæjarskóla þar sem átti sér stað brot gegn barni á skólatíma. Undanfarið hafi borið á því að losað hafi verið um skrúfur og dekk á hjólum skólabarna og drengur hafi slasast vegna slíks hrekks. Þá séu þjófnaðir í skólum ekki óalgengir þar sem fatnaði og öðrum verðmætum er stolið.Aðgangsstýrðing verði endurskoðuð Hildur Halldórsdóttir verkefnastýra hjá Heimili og skóla segir að samtökin mælist til þess að aðgangsstýring verði endurskoðuð frá grunni í skólum landsins. „Við teljum til dæmis mikilvægt að starfsfólk skóla sé vel merkt þannig að krakkarnir sjái vel hverjir starfa í skólunum það eru oft örar mannabreytingar og því þarf að yfirfara þetta reglulega,“ segir Hildur.Viðmið um hverjir fái að sinna fræðslu Í bréfinu kemur enn fremur fram að gera þurfi viðmið um hverjir fái að sinna fræðslu fyrir börn og unglinga. Áhyggjur séu af því að mönnum sem hafi ekki faglega þekkingu til að sinna slíku starfi sé hleypt í fræðslu og forvarnastarf. Þarna sé um öryggisgloppu að ræða. „Það er alls kona fólk með alls konar bakgrunn að fara með fræðslu og forvarnafræðslu inní skólanna og við teljum mikilvægt að foreldrar og skólastjórnendur séu meðvitaðir um hvað er í boði. Landlæknisembættið er til að mynda með afar góðar leiðbeiningar varðandi forvarnarstarf og hvað hafi sýnt að virki og hvað ekki og við teljum mikilvægt að fólk kynni sér það og setji enn fremur viðmið um slíka fræðslu,“ segir Hildur að lokum.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Timbur! Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Sjá meira