Nítján meintir hryðjuverkamenn skotnir eftir mannskæða árás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. október 2019 20:53 Rúandski herinn mætir fyrrverandi uppreisnarmönnum á landamærum Austur-Kongó og Rúanda árið 2009. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Susan Schulman Öryggissveitir í Rúanda drápu 19 meinta hryðjuverkamenn sem sakaðir voru um að bera ábyrgð á árás sem varð fjórtán manns að bana. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni í Rúanda. Árásin sem gerð var á föstudag er talin hafa verið gerð af uppreisnarmönnum Hútúa í norðurhluta landsins. Yfirvöld gruna að árásin hafi verið gerð þegar uppreisnarmennirnir voru í leit að mat. Gagnárás yfirvalda var gerð nærri landamærunum að Austur-Kongó, samkvæmt tilkynningu lögreglu. Vopnaðir árásarmenn eru sagðir hafa gengið berserksgang og beitt hnífum, sveðjum og steinum á Musanze svæðinu nærri eldfjallaþjóðgarðinum Volcanoes National Park, sem er mjög vinsæll meðal ferðamanna vegna górilla sem þar búa. Upphaflega sögðu yfirvöld fórnarlömbin hafa verið átta en nú hefur tala látinna hækkað upp í fjórtán. Svæðið hefur verið skotspónn uppreisnarhópa Hútúa frá Rúanda en þeir hafa lengi leitað skjóls í Austur-Kongó. Meðal rúöndsku hópanna sem hafa leitað skjóls í Austur Kongó er hópurinn Democratic Forces for the Liberation of Rwanda, sem var stofnaður eftir þjóðarmorð Hútúa á Tútsímönnum árið 1994. Rúöndsk lögregluyfirvöld segjast hafa náð einhverjum árásarmannanna í varðhald: „Öryggissveitirnar eltu uppi hryðjuverkamennina, drápu 19 þeirra og handtóku fimm,“ sagði talsmaður lögreglunnar í yfirlýsingu. Austur-Kongó Rúanda Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Sjá meira
Öryggissveitir í Rúanda drápu 19 meinta hryðjuverkamenn sem sakaðir voru um að bera ábyrgð á árás sem varð fjórtán manns að bana. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni í Rúanda. Árásin sem gerð var á föstudag er talin hafa verið gerð af uppreisnarmönnum Hútúa í norðurhluta landsins. Yfirvöld gruna að árásin hafi verið gerð þegar uppreisnarmennirnir voru í leit að mat. Gagnárás yfirvalda var gerð nærri landamærunum að Austur-Kongó, samkvæmt tilkynningu lögreglu. Vopnaðir árásarmenn eru sagðir hafa gengið berserksgang og beitt hnífum, sveðjum og steinum á Musanze svæðinu nærri eldfjallaþjóðgarðinum Volcanoes National Park, sem er mjög vinsæll meðal ferðamanna vegna górilla sem þar búa. Upphaflega sögðu yfirvöld fórnarlömbin hafa verið átta en nú hefur tala látinna hækkað upp í fjórtán. Svæðið hefur verið skotspónn uppreisnarhópa Hútúa frá Rúanda en þeir hafa lengi leitað skjóls í Austur-Kongó. Meðal rúöndsku hópanna sem hafa leitað skjóls í Austur Kongó er hópurinn Democratic Forces for the Liberation of Rwanda, sem var stofnaður eftir þjóðarmorð Hútúa á Tútsímönnum árið 1994. Rúöndsk lögregluyfirvöld segjast hafa náð einhverjum árásarmannanna í varðhald: „Öryggissveitirnar eltu uppi hryðjuverkamennina, drápu 19 þeirra og handtóku fimm,“ sagði talsmaður lögreglunnar í yfirlýsingu.
Austur-Kongó Rúanda Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Sjá meira