Telja tröllaukna sprengingu hafa skekið Vetrarbrautina Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2019 15:41 Risasvartholið Sagittarius A* er í miðju Vetrarbrautarinnar. Getty/ NASA/CXC/MIT/F. Baganoff et al Gríðarleg sprenging í miðju Vetrarbrautarinnar okkar fyrir um þremur og hálfri milljón ára hafði áhrif í allt að 200.000 ljósára fjarlægð. Stjarnfræðingar sem segjast hafa fundið vísbendingar um sprenginguna telja að hún geti breytt hugmyndum manna um þróun Vetrarbrautarinnar. Fram að þessu hafa vísindamenn talið að Vetrarbrautin okkar sé tiltölulega óvirk. Sprengingin bendi til þess að hún sé virkari en áður var talið. Fyrir vikið gæti þurft að túlka hvernig hún hefur þróast upp á nýtt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessar niðurstöður gjörbreyta skilningi okkar á Vetrarbrautinni,“ segir Magda Guglielmo frá Háskólanum í Sydney í Ástralíu, annar höfunda greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal. Aðstandendur rannsóknarinnar segja henni ekki lokið en að allt bendi til þess að sprengingin hafi átt sér stað. Eina skýringin sem vísindamennirnir telja geta verið fyrir sprengingu af þessari stærðargráðu er kjarnavirkni í risasvartholinu Sagittarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar. Massi þess jafnast á við fjórar milljónir sólna. Sprengingin er talin hafa myndað tvo ógurlega stróka jónunar sem gengu í gegnum Vetrarbrautina og skildu eftir sig ummerki í dvergvetrarbrautunum Litla- og Stóra-Magellanskýinu í um 200.000 ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautinni. Geislunarblossinn gæti hafa varað í allt að 300.000 ár. Líkja stjarnfræðingar, sem notuðu Hubble-geimsjónaukann við rannsókn sína, strókunum við vita í myrkri geimsins. „Blossinn hlýtur að hafa verið eins og geisli vita. Ímyndaðu þér myrkrið og svo kveikir einhver á vitaljósi í smástund,“ segir Joss Bland-Hawthorn, prófessor við Háskólann í Sydney, sem leiddi rannsóknina. Þrátt fyrir að þrjár og hálf milljón ára séu líklega frá sprengingunni er það afar nýlega á stjarnfræðilegan og jarðsögulegan mælikvarða. Til samanburðar er talið að risaeðlurnar hafi orðið útdauðar fyrir um 65 milljónum ára. Á þeim tíma sem sprengingin varð voru forfeður mannkynsins þegar komnir á kreik í Afríku. Geimurinn Vísindi Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Gríðarleg sprenging í miðju Vetrarbrautarinnar okkar fyrir um þremur og hálfri milljón ára hafði áhrif í allt að 200.000 ljósára fjarlægð. Stjarnfræðingar sem segjast hafa fundið vísbendingar um sprenginguna telja að hún geti breytt hugmyndum manna um þróun Vetrarbrautarinnar. Fram að þessu hafa vísindamenn talið að Vetrarbrautin okkar sé tiltölulega óvirk. Sprengingin bendi til þess að hún sé virkari en áður var talið. Fyrir vikið gæti þurft að túlka hvernig hún hefur þróast upp á nýtt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessar niðurstöður gjörbreyta skilningi okkar á Vetrarbrautinni,“ segir Magda Guglielmo frá Háskólanum í Sydney í Ástralíu, annar höfunda greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal. Aðstandendur rannsóknarinnar segja henni ekki lokið en að allt bendi til þess að sprengingin hafi átt sér stað. Eina skýringin sem vísindamennirnir telja geta verið fyrir sprengingu af þessari stærðargráðu er kjarnavirkni í risasvartholinu Sagittarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar. Massi þess jafnast á við fjórar milljónir sólna. Sprengingin er talin hafa myndað tvo ógurlega stróka jónunar sem gengu í gegnum Vetrarbrautina og skildu eftir sig ummerki í dvergvetrarbrautunum Litla- og Stóra-Magellanskýinu í um 200.000 ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautinni. Geislunarblossinn gæti hafa varað í allt að 300.000 ár. Líkja stjarnfræðingar, sem notuðu Hubble-geimsjónaukann við rannsókn sína, strókunum við vita í myrkri geimsins. „Blossinn hlýtur að hafa verið eins og geisli vita. Ímyndaðu þér myrkrið og svo kveikir einhver á vitaljósi í smástund,“ segir Joss Bland-Hawthorn, prófessor við Háskólann í Sydney, sem leiddi rannsóknina. Þrátt fyrir að þrjár og hálf milljón ára séu líklega frá sprengingunni er það afar nýlega á stjarnfræðilegan og jarðsögulegan mælikvarða. Til samanburðar er talið að risaeðlurnar hafi orðið útdauðar fyrir um 65 milljónum ára. Á þeim tíma sem sprengingin varð voru forfeður mannkynsins þegar komnir á kreik í Afríku.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira