Telja tröllaukna sprengingu hafa skekið Vetrarbrautina Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2019 15:41 Risasvartholið Sagittarius A* er í miðju Vetrarbrautarinnar. Getty/ NASA/CXC/MIT/F. Baganoff et al Gríðarleg sprenging í miðju Vetrarbrautarinnar okkar fyrir um þremur og hálfri milljón ára hafði áhrif í allt að 200.000 ljósára fjarlægð. Stjarnfræðingar sem segjast hafa fundið vísbendingar um sprenginguna telja að hún geti breytt hugmyndum manna um þróun Vetrarbrautarinnar. Fram að þessu hafa vísindamenn talið að Vetrarbrautin okkar sé tiltölulega óvirk. Sprengingin bendi til þess að hún sé virkari en áður var talið. Fyrir vikið gæti þurft að túlka hvernig hún hefur þróast upp á nýtt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessar niðurstöður gjörbreyta skilningi okkar á Vetrarbrautinni,“ segir Magda Guglielmo frá Háskólanum í Sydney í Ástralíu, annar höfunda greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal. Aðstandendur rannsóknarinnar segja henni ekki lokið en að allt bendi til þess að sprengingin hafi átt sér stað. Eina skýringin sem vísindamennirnir telja geta verið fyrir sprengingu af þessari stærðargráðu er kjarnavirkni í risasvartholinu Sagittarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar. Massi þess jafnast á við fjórar milljónir sólna. Sprengingin er talin hafa myndað tvo ógurlega stróka jónunar sem gengu í gegnum Vetrarbrautina og skildu eftir sig ummerki í dvergvetrarbrautunum Litla- og Stóra-Magellanskýinu í um 200.000 ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautinni. Geislunarblossinn gæti hafa varað í allt að 300.000 ár. Líkja stjarnfræðingar, sem notuðu Hubble-geimsjónaukann við rannsókn sína, strókunum við vita í myrkri geimsins. „Blossinn hlýtur að hafa verið eins og geisli vita. Ímyndaðu þér myrkrið og svo kveikir einhver á vitaljósi í smástund,“ segir Joss Bland-Hawthorn, prófessor við Háskólann í Sydney, sem leiddi rannsóknina. Þrátt fyrir að þrjár og hálf milljón ára séu líklega frá sprengingunni er það afar nýlega á stjarnfræðilegan og jarðsögulegan mælikvarða. Til samanburðar er talið að risaeðlurnar hafi orðið útdauðar fyrir um 65 milljónum ára. Á þeim tíma sem sprengingin varð voru forfeður mannkynsins þegar komnir á kreik í Afríku. Geimurinn Vísindi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Gríðarleg sprenging í miðju Vetrarbrautarinnar okkar fyrir um þremur og hálfri milljón ára hafði áhrif í allt að 200.000 ljósára fjarlægð. Stjarnfræðingar sem segjast hafa fundið vísbendingar um sprenginguna telja að hún geti breytt hugmyndum manna um þróun Vetrarbrautarinnar. Fram að þessu hafa vísindamenn talið að Vetrarbrautin okkar sé tiltölulega óvirk. Sprengingin bendi til þess að hún sé virkari en áður var talið. Fyrir vikið gæti þurft að túlka hvernig hún hefur þróast upp á nýtt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessar niðurstöður gjörbreyta skilningi okkar á Vetrarbrautinni,“ segir Magda Guglielmo frá Háskólanum í Sydney í Ástralíu, annar höfunda greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal. Aðstandendur rannsóknarinnar segja henni ekki lokið en að allt bendi til þess að sprengingin hafi átt sér stað. Eina skýringin sem vísindamennirnir telja geta verið fyrir sprengingu af þessari stærðargráðu er kjarnavirkni í risasvartholinu Sagittarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar. Massi þess jafnast á við fjórar milljónir sólna. Sprengingin er talin hafa myndað tvo ógurlega stróka jónunar sem gengu í gegnum Vetrarbrautina og skildu eftir sig ummerki í dvergvetrarbrautunum Litla- og Stóra-Magellanskýinu í um 200.000 ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautinni. Geislunarblossinn gæti hafa varað í allt að 300.000 ár. Líkja stjarnfræðingar, sem notuðu Hubble-geimsjónaukann við rannsókn sína, strókunum við vita í myrkri geimsins. „Blossinn hlýtur að hafa verið eins og geisli vita. Ímyndaðu þér myrkrið og svo kveikir einhver á vitaljósi í smástund,“ segir Joss Bland-Hawthorn, prófessor við Háskólann í Sydney, sem leiddi rannsóknina. Þrátt fyrir að þrjár og hálf milljón ára séu líklega frá sprengingunni er það afar nýlega á stjarnfræðilegan og jarðsögulegan mælikvarða. Til samanburðar er talið að risaeðlurnar hafi orðið útdauðar fyrir um 65 milljónum ára. Á þeim tíma sem sprengingin varð voru forfeður mannkynsins þegar komnir á kreik í Afríku.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira